c

Pistlar:

20. febrúar 2017 kl. 18:43

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Hvernig er best að losna við bólgur með túrmeriki

Í þúsundir ára (bókstaflega) hefur hin djúpgula og fallega túrmerikrót (Curcuma longa) verið dásömuð sem eitt virkasta ráð náttúrunnar við hinni hvimleiðu liðagigt og almennt bólgum í líkamanum. Í dag taka nútímavísindin undir það. Fólk dásamar túrmerik um allan heim. Upprisa þess er undaverð og líkt og ég greindi frá í skrifum mínum um heitustu heilsustrauma ársins 2017 eru margir að öðlast dýrmæta reynslu af virkni túrmeriks. Engu að síður eru nokkrir ráðvilltir og finnst oft sem túrmerk í formi bætiefna virki ekki eins og rannsóknir segja til um. Á því kunna að vera nokkrar skýringar sem gjarnan snúa að vinnslu og gæðum þessarrar gjöfulu rótar. Í miðju bætiefnafárinu sem nú gengur yfir er ágætt að kunna skil á gæðum og styrk og vita að túrmerik er ekki endilega það sama og túrmerik. Það sama á raunar við um ýmis önnur bætiefni, jurtir og vítamín sem gjarnan er fjallað um af nokkurri vanþekkingu þessa daganna.

Í þessu samhengi er ágætt að að rifja upp viðamikla og vandaða vísindarannsókn sem framkvæmd var á fólki með slitgigt í hnjám. Rannsóknin leiddi í ljós að þeir sem tóku inn kröftugan túmerikkraft (1500 mg daglega sem gaf þeim 85% af kúrkúmu) reyndust fá alveg sömu virkni og þeir sem neyttu 1200 mg af verkalyfjum daglega. Utan þess að verkjalyfin höfðu óþægileg áhrif á meltinguna en túrmerikið ekki.

En þrátt fyrir þessa rannsókn og fjölmargar aðrar á hinum öfluga kúrkúmín krafti (virka efninu í túrmerki) vita sumir ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Hið snúna er að túrmerikið nýtist okkur ekki alltaf að fullu. Ástæðurnar eru ýmsar en aðallega þær að búið er að blanda við það svo mikið af óæskilegum efnum eða þynna það svo út að túrmerkið hefur misst allan kraft.

Þannig er að þegar vandaðar vísindarannsóknir eru framkvæmdar er það ávallt á jurtunum í sínu besta formi. Skiptir þá engu hvort þær eru heilar eða vel og vandlega unnar. Þetta getur skýrt muninn á upplifun fólks og því sem fram kemur í rannsóknum.

Það er líka gott fyrir okkur að vita að ómeðhöndlað túrmerk inniheldur margskonar jurtanæringarefni, ekki eingöngu virka efnið kúrkúmín. Þessi jurtanæring eru m.a. olía og fjölsykrur. Þess vegna skiptir máli að taka ekki bara kúrkúmín heldur er mikilvægt að kúrkímín kraftinum fylgi flestir ef ekki allir hans frábæru náttúrulegu ferðafélagar, jafnvel þótt kúrkúmín hafi verið unninn úr túrmerikrótinni. Það er ekki af ástæðulausu að hugtakið “whole food” er lykilorð þegar kemur að heilsusamlegum lífsstíl.

túrmerikRugla tengslin þig á milli túrmerkis og kúrkúmíns? Túrmerik er hluti af engiferfjölskyldunni. Rótin inniheldur kúrkúmínóíða, sem eru þau jurtanæringarefni sem gefa túrmerkinu hinn djúpa og fallega gula lit. Kúrkúmín er kraftmest í hópi kúrkúmínóíða. En breidd kúrkúmínóíða í túrmeriki er mikil og jurtanæringarefnin skipta hundruðum. Venjulegt túrmerikduft inniheldur 3-5 % kúrkúmínóíða á meðan unnið túrmerik (í formi góðs bætiefnis) inniheldur 85-95% kúrkúmínóða á móti túrmeriki.

7 leiðir til að losna við verki og bólgur með túrmeriki:

1/ Túrmerik er mun virkara og betra lífrænt (ekki bara fyrir okkur, líka jörðina).

2/ Stundum eru notuð leysiefni við úrvinnslu túrmeriks. Dæmi um það er asintón. Ekki fjárfesta í illa unnu túrmeriki.

 3/ Túrmerik bætiefni innihalda alltof oft óþörf íblöndunarefni (t.d. titanium díoxíð, magnesíum sterat og tilbúin “frásogsíblöndunarefni”, eins og polysorbate-80. Þetta dregur úr virkni og gæðum túrmeriks.

4/ Hlutfall kúrkúmínóíða, (styrkileiki kraftsins “high potency”) í bætiefni ætti að vera að minnsta kosti 85%, þ.e. ef þú vilt taka inn almennilegt bætiefni sem virkar við liðagigt og bólgum. Restin ætti að vera hreint túrmerik og hylkin náttúruleg.

5/ Kúrkúmínóíðar eru alltaf mjög góð vísbending um styrk bætiefnis, hvort sem þú kýst að taka inn 200 mg eða 2000 mg á dag af túrmerki á dag.

6/ Kraftur túrmeriks er ólíkur venjulegu túrmerikdufti þar sem eitt hylki af krafti er sambærilegt við 20 hylki af venjulegu túrmeriki (notaðu endilega eins mikið og þú getur af túrmerki í mat, drekktu góða aukaefnalausa túrmerikdrykki og eða taktu inn hreint túrmerik með).

7/ Frá náttúrunnar hendi inniheldur túrmerik yfir 235 jurtanæringarefni, ekki bara kúrkúmín. Þegar þú velur bætiefni hafðu allt litrófið, eða í það minnsta 3 tegundir kúrkúmínóíða sem er vel að merkja blandað venjulegu túrmeriki. Besta blandan er hreint túrmerk og kúrkúmín.

Heimildir:
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3964021/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22407780

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira