c

Pistlar:

7. maí 2018 kl. 17:19

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Heilsudrykkur ársins í Evrópu og Jesúvínin

Chaga og cacaóMögnuð vöruþróun er við það að blómstra í drykkjarveröldinni sem margir vilja meina að endi í byltingu. Því líkt og matur eru drykkir að verða miklu næringarríkari (og bragðbetri) en áður. Meðvitund fólks um innihald drykkja, ekki síður en hvað það borðar, er að vakna. Þó að þessi pistill snúi að hollari drykkjum er gott dæmi um þetta áfengið. Í samhengi þróunnar nýrra og betri drykkja verður nefnilega að geta nýju náttúruvínanna sem innihalda ekki bara vínanda og hitaeiningar heldur líka umtalsverða næringu. Þau eru oftast lífræn og biódýnamísk og nota ekki súlfat eða aukaefni. Kölluð súrdeigsbrauð vínheimsins. Aðrir nefna þau Jesúvínin þar sem tilgátur eru uppi um að vínin hafi verið næringarrík á hans tímum, en það er efni í aðra umfjöllun. Nýja kynslóðin á heilsudrykkarmarkaðnum eru drykkir sem eru allt í senn lífrænir, bragðmiklir og – góðir og með ekta innihaldsefnum. Vel unnið Kombucha, eins og t.d. Kombucha Iceland er magnað dæmi um það. Sykursullið, bragðleysið og skortur á næringu er að verða undir í baráttunni, sem betur fer.

KONUNGUR ALLRA SVEPPA
Sérfræðingarnir hjá Whole Foods fullyrtu meðal annars í lok síðasta árs að sveppadrykkir tæku flugið 2018 enda hvergi að finna öflugri næringu en í villtum skógarsveppum. Og þá er eins gott að það sé líka bragðgott. Þar sem sveppakraftur smellpassaðar með cacaói væri sú samsetning tær snilld, sögðu þau hjá Whole Foods. Heilsuvörufyrirtækið Virdian, sem hefur verið fremst meðal jafningja í evrópsku heilsubyltingunni, greip boltann og þróaði magnaðan drykk úr chaga svepp frá Lapplandi (sem kallaður er konungur allra sveppa) og tæru regnskógar cacaói frá Perú. Svo vel tókst til að blandan vann fyrir skemmstu verðlaun sem besti nýi drykkurinn Evrópu 2018 á Natural & Organic heilsusýningunni í London.

Þá er nú gott að vita af því að vestrænu vísindin hafa komist að er að chaga sveppurinn eykur orku, þrótt og þol, styrkir óæmiskerfið og ýtir undir að sár grói. Næringaefnin í villtum chaga svepp eru nánar tiltekið:  aminósýrur (1-3, 1-6) beta glúkans, betulinic sýra, snefilefni, meltingartrefjar, ensím, flavónóíðar, germanium, inotodiols, manosterol, melanín, pantothenic sýra, fenólar, jurtanæringarefni, fjölsykrur, saponins, sterólar, trametenolic sýra, tripeptides, triterpenes, triterpenóíðar, vanillic sýra, B1, B2 og B3 vítamín, D2 og vítamín, K2 vítamín. 1.
Um innihald regnskógar cacao-s þarf vart að fjölyrða en það geymir meira en 1200 næringarefni.chaga 

KRAFTMIKIL NÁLGUN
Annar drykkur frá sama fyrirtæki sem er ekki síðra dæmi um byltinguna er blanda úr furuberki og berjum. Í honum er kraftur aðalbláberja og rauðberja eða (týttuberja). Hér er því afar fersk nálgun í kraftmiklum nútímabúningi á gamalli skandinavískri hefð. Allt unnið á besta veg því uppskeran er sjálfbær og lífrænt vottuð í skógum Lapplands.
Furubörkur er í raun stórmerkilegur og ákaflega ríkur af OPCs flavínóiðum, litarefni sem gefur mörgu í náttúrunni lit, bragð og lykt. Það voru franskir sjómenn sem uppgötvuðu hann árið 1534 og drukku te af furuberki til að losna við skyrbjúg. Frakkar hafa síðan haft furubörk í heiðri og notað hann til að halda húð sinni ungri og hjarta- og æðasjúkdómum í skefjum. Þeir hafa líka lengi vitað að furubörkur jafnar blóðsykur og heldur slæma kólesterólinu niðri.

Bláber og rauðber eru mjög eftirsótt og allra mikilvægustu berin í norrænum skógum. Þau eru ríkuleg uppspretta anthocyanins, flavanols og phenolics 2. Þau vaxa hægt og safna því upp mikilli næringu og eru einstök uppspretta andoxunarefna. Flest þekkjum að aðalbláber eru góð fyrir sjónina. En báðar berjategundirnar hafa verið mikilvægar í náttúrulækningum vegna þess að þær eru allt í senn bólgueyðandi, bakteríudrepandi, lækka blóðþrýsting og vernda sjónhimnu. Yfirstandandi rannsóknir benda líka til að þau gegni mikilvægu hlutverki við heilsu hjarta- , meltingar-og taugakerfis. 3

UNDRANÆRING FYRIR HÚÐINA
Það er ærin ástæða til að segja frá hvað OPCs gerir sem er að finna í furuberkinum því nýlegar rannsóknir hafa sýnst að það efni hefur áhrif á kolleganið og elastinið (teygjuefnið) í húðinni á aðeins nokkrum dögum. Styrking kollagen massans, eða þráðanna í húðvefnum, ver okkur fyrir öldrum og ágangi eyðandi ensíma og halmar líka skaða á húð af völdum bólga og sýkinga. Þá liggja fyrir merkilegar rannsóknir sem sýna að OBCs örvar hyualronic sýru líkamans sem viðheldur raka, græðir sár og sléttir úr hrukkum. 4 Sjá meira um OBCs í greininni Andlitslyfting úr jurtaríkinu.
Þessi furubarkar- og berjadrykkurinn er góður út í heitt vatn en hann er ennþá betri í flóaðri jurtamólk.

HEILSUDRYKKUR SÍÐASTA ÁRS
turmerik latte
Þriðji drykkurinn frá breska heilsuvörufyrirtækinu er kúrkúmín latte sem hlaut sömu verðlaun, þ.e. Natural & Organic Award sem besti nýi heilsudrykkur ársins í Evrópu í 2017 en þess má getað þetta eru eftirsóttustu heilsuverðlaun í Evrópur í dag og þótt víðar væri leitað. Lífrænn kúrkúmín latte er að segja má nútímaútgáfa af hefðbundum túrmerik latte sem er líka þekktur sem “Gullna mjólkin” eða “Haldi Ka Doodh”.  Gullna mjólkin á rætur í suðaustur Asíu þar sem túrmerikrót með öðrum lækningajurtum var blandað út í heita mjólk. Einn bolli af þessum drykk inniheldur 485 mg af lífrænni túrmerikrót og turmerik þykkni, 250 mg sem gefur 85% kúrkúmíóða. Í honum er líka engifer, chili, grænar kardimommur Ceylon kanill og vanilla í anda gullna drykksins.
Þessi bólgueyðandi ofurdrykkur er m.a. góður kvöldin ef mann langar að narta. Líka magnaður fyrir þá sem eru í hreinsunarprógrammi, sem eru ansi margir þessa daganna.

Sjá grein um Cacaó.

Sjá grein um Hibiscus, bleika latteinn. 

Heimilidir m.a.
1. Jasmina GlamocÌŒlija, Ana Ćirić, MilosÌŒ Nikolić, AÌ‚ngela Fernandes, Lillian Barros, Ricardo C. Calhelha, Isabel C.F.R. Ferreira, Marina Soković, Leo J.L.D. van Griensven. Chemical characterization and biological activity of Chaga (Inonotus obliquus), a medicinal “mushroom”. Journal of Ethnopharmacology Volume 162, 13 March 2015, Pages 323–332.
2. Liu, Pengzhan et al. "Characterization Of Metabolite Profiles Of Leaves Of Bilberry (Vaccinium Myrtillusl.) And Lingonberry (Vaccinium Vitis-Idaeal.)." Journal of Agricultural and Food Chemistry62.49 (2014): 12015-12026.
3. Ogawa, Kenjirou et al. "The Protective Effects Of Bilberry And Lingonberry Extracts Against UV Light-Induced Retinal Photoreceptor Cell Damage In Vitro." Journal of Agricultural and Food Chemistry 61.43 (2013): 10345- 10353. Web.
4. Rohdewald, Peter. The Pycnogenol Phenomenon. Bochum: Ponte Press, 2015. Print.

 

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira