c

Pistlar:

2. september 2018 kl. 17:35

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Það eru allir að tala um ashwagandha!

Nú þegar degi er tekið að halla og hitastigið lækkar finnum við mörg hver fyrir óþægindum í skrokknum. Líkt og náttúran erum við manneskjurnar í öðrum takti á vetri og hausti en að vori og sumri. Við sveiflust eins og vindarnir, verðum stífari í skrokknum og orkuminni. Á meðan sumum finnst tíðin notaleg verða aðrir aðrir blúsaðri.
Frá sjónarhorni Ayurveda lífsvísindanna á þetta sér ofureðlilegar skýringar. Minkandi birta hefur áhrif á prönuna okkar, eða sjálfa lífsorkuna. Um leið eiga indversku lífsvísindin svar við orkuleysinu, stífleikanum og skammdegisdepurðinni og hafa lengi átt. Meðal annars í hinni mögnuðu vatajurt með skrýtna nafnið, ashwagandha, sem er vinsælasta orkujurt Indverja. Þeirra lýsi. Nýlega gerði berska Vouge ashwagandha hátt undir og flokkaði hana ekki síður sem fegrunar- en orkujurt, sem hangir auðvitað saman.

pranaLÍFSORKAN

Pranan er í raun fíngerð orka sem gefur öllum verum og sjálfu sköpunarverkinu lífsorku. Hún er nátengd öndun þó hún sé ekki að öllu leyti bundin henni. Hugmyndafræðilega er þetta orkan sem streymir frjáls og taktföst um líkamann og færir okkur orku, kraft, heilsu og jafnvel sjálfa gleðina. Þegar pranan mætir mótlæti og höktir, kunnum við að finna fyrir staðbundnum verkjum, stífleika, óþægindum, hræðslu eða óróleika sem dregur úr lífskrafti okkar. Allt veltur á hvar og hvernig hindranirnar birtast.

Samkvæmt Ayurveda er ein af aðaluppsprettum prönunnar sjálft sólarljósið sem við fenguð heldur lítið af í sumar. Mikilvægi þess er vel þekkt og rannsakað. Orkan sem frá henni stafar er kveikja prönunnar sem hefur svo áhrif á allt líf. Þar á meðal jurtir og tré og sem og dýr og menn. Sólin er lífsnauðsynlegur og órjúfanlegur hluti tilvistarinnar og hefur líka áhrif á líðan okkar En hvað gerist þegar náttúran býður okkur upp á takmarkað sólarljós? Líkt og nú í skammdeginu? Eitt er að fleiri halda sig inni en áður. Þó er eitt af því mikilvægasta sem við getum gert í skammdeginu er að fara út og viðra okkur þegar sól er hæst á lofti, jafnvel þótt við sjáum ekki til hennar. En það er líka mikilvægt og jafnvel lífsnauðsynlegt muna eftir að taka inn D- og K vítamín. Þó eru heldur betur fleiri leiðir til að viðhalda prönunni og hrista af okkur slenið og drungann.

HIN KRAFTMIKLA ASHWAGANDHA JURT

ashwagandhaÍ fyrsta sæti yfir frábærar vetrarjutir er hin kraftmikla Ayurveda jurt ashwagandha sem bætir bæði geð og orku en það gerir hún með því að næra taugakerfið og draga úr órólegri vataorku/vetrarorku sem er einmitt orkan sem nú er era að verða í náttúrunni, kuldinn, þurra loftið og vindarnir. En ofan á það er streita af sama meiði, hin óþægilega birtingarmynd vataorkunnar ofan á nýja tíð. Því skiptir nú öllu að lægja öldurnar innra með okkur. Þannig getur vönduð lífræn ashwagandha jurt gert gæfumun þegar skammdegið skellur á. Því um leið og hún dregur úr streitu, eykur hún orku og bætir svefn. Það stafar af því að hún hefur þá eiginleika að auka T3 og T4 skjaldkirtilshormónin sem koma jafnvægi á hormónabúskap líkamans. Og líka þar sem hún er það sem kallað er Yang jurt (samkvæmt kínversku læknisfræðinni) er hún jafnframt góð fyrir hreinsunarkerfi líkamans. En umfram allt hafa margar rannsóknir á ashwagandha tengdar taugakerfinu lofað mjög góðu. Rannsóknir hafa m.a. sýnt að jurtin dregur úr hrörnun heilafrumna, skerpir minni og dregur úr hræðslu og depurð. Og eitt það áhugaverðasta er að ólíkt mörgum “róandi” og “geðlyfjum” eru engar aukaverkanir. Að þessu sögðu eru líka nokkrar áhugaverðar rannsóknir í gangi á áhrifum ashwagandha á tauga- og heilasjúkdóma á borð við Parkisons og Alzheimer sem lofa góðu.

Hitt er að Aswagandha er jaframt mjög bólgueyðandi (sem m.a. dregur úr stífleika) og því eru vísindamenn einnig að skoða hana með tilliti til ýmissa tegunda krabbameina sem lofa góðu.

Svo eru það áhrif ashwagandha gegn streitu? En að auki er hún bakteríudrepandi sem sýnir að hún styrkir ónæmiskerfið. Því er hún einnig frábær vörn gegn margskonar flensum. Einnig er ótvírætt að ashwagandha er góð uppspretta náttúrulegrar orku. Hún lækkar kólesteról, kemur jafnvægi á blóðsykurinn og er adaptogenjurt sem merki að hún hefur mikla virkni og litlar sem engar aukaverkanir.

Aðrar adaptongenic jurtir sem m.a. Vouge mælir með og er nokkuð auðvelt er að nálgast hér á landi eru:

Chaga  sem inniheldur einstakt magn andoxunarefna og er dáður fyrir hevsu góður hann fyrir ónæmiserfið. Og chaga er ekki síst sagður hægja á því að við eldumst.

Maca – rótin frá Perú sem tengd er aukinni orku, úthaldi, útgeislun og kynorku.

En svo verðum við líka að nefna burnirótina (rhodila rosea), þekkt sem gullna rótin. Hún er líka gædd þessum eiginleikum að virkja á líkamann í heild án þess að búa til spennu. Burnirótin er mögnuð lækningajurt, sem einnig vex villt á Íslandi. Margar rannsóknir styðja að burnirótin virkar ákaflega vel gegn stressi og doða og virki vel á líkama og sál. jafnframt hefur hún afar jákvæð áhrif á kynhvötina. Og margir vilja meina að hér sé á ferð langöflugasta meðalið gegn flugþreytu sem til. Skýringin á sterkum áhrifum burnirótar á kynhvöt bæði karla og kvenna ler sögð liggja í hversu sterkt þessi jurt virkar á hormónakerfi líkamans.

Nokkrar heimildir:

https://www.vogue.co.uk/article/best-adaptogens-for-stress

Puri, Harbans Singh. Rasayana: ayurvedic herbs for longevity and rejuvenation – Volume 2 of Traditional herbal medicines for modern times. s.l.: CRC Press, 2002. ISBN 0415284899, 9780415284899.

Panda S, Kar A. Withania somnifera and Bauhinia purpurea in the regulation of circulating thyroid hormone concentrations in female mice.  Journal Ethnopharmacology 1999, 67(2):233-9.

Panda S, Kar A. Changes in thyroid hormone concentrations after administration of ashwaganda root extract to adult male mice. Journal of Pharmacology 1998, 50:1065-1068.

Kalani A, Bahtiyar G, Sacerdote A.  Ashwagandha root in the treatment of non-classical adrenal hyperplasia. British Medical Journal Case Reports 2012, 10(1136).

Gupta SK, Dua A, Vohra BP. Withania somnifera (Ashwagandha) attenuates antioxidant defense in aged spinal cord and inhibits copper induced lipid peroxidation and protein oxidative modifications. Drug Metabolism Drug Interactions. 2003;19(3):211-22

Jayaprakasam B, Padmanabhan K, Nair MG. Withanamides in Withania somnifera fruit protect PC-12 cells from beta-amyloid responsible for Alzheimer’s disease. Phytotherapy Research. 2010, 24(6):859-63

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, hugleiðslu, flot og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira