c

Pistlar:

19. desember 2018 kl. 16:05

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Láttu meltingareldinn loga glatt um jólin

agni nectarÍ indversku lífsvísindunum, Ayurveda, kemur fyrir orðið “agni” sem er notað um hinn logandi meltingareld. Ekki nóg með að meltingareldurinn sjái um að vinna næringu úr fæðunni og lífinu heldur líka að brenna burtu því sem við þurfum ekki á að halda.

Ef meltingareldur okkar logar glatt, eigum við auðvelt með að melta fæðu og tileinka okkur öll lífsins gæði. En ef meltingareldurinn er daufur eigum við erfttt með að melta fæðuna og upp safnast það sem kallast “ama” eða óþarfi/eitur sem sest að í frumum líkamans og verður okkur sannarlega til ama.

Ayurveda fræðin segja okkur sannarlega gleðjast og njóta allra hátíða. En alger óþarfi sé íþyngja meltingunni um of. Til eru mörg góð ráð til að létta á meltingunni og hér er mjöður sem gerir það svo sannarlega. Þessi meltingarmjöður kallast einfaldlega agni nectar. Mjöðurinn heldur meltingareldinum skíðlogandi alla hátíðina og mjög einfalt er að búa hann til.
Smelltu í eina krukku eða flösku fyrir jól og taktu inn 2 msk um það bil hálftíma fyrir hverja máltíð. Þannig ferðu í gegnum jólin með reisn.

UPPSKRIFT

1/2 bolli nýkreist lífræn sítróna

1/2 bolli hrátt hunang

1/2 boilli ferskur lífrænn engifer

1/4 bolli vatn

lifrinBlandið vel saman sítrónusafa og hunangi og setjið í glerílát. Setjið engiferinn í blandara með 1/4 bolla af vatni. Maukið. Kreistið svo safann úr engifernum í gegnum poka eða sigti. Reynið að ná sem mestu af engifersafanum út. Blandið saman við sítrónuna og hunagið og setjið í krukku eða flösku sem lokast vel. 

Geymist vel í ísskáp yfir jólin.

Njótið.

Gleðileg jól!

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, hugleiðslu, flot og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira