c

Pistlar:

7. desember 2019 kl. 15:39

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Vitringarnir þrír; meltingarensím, magasýra og mjólkurþistill

Hamingjan felst í góðum bankareikningi, góðum kokki og góðri meltingu,” sagði heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau þegar hann horfði yfir sviðið. Nú er að koma jól og þá er góður matur og góð melting aldrei mikilvægari (og það er alls ekki er verra ef bankareikningurinn er réttum megin við núllið).

MELTINGARENSÍM

melting

Þegar við borðum mikið, eins og jafnan um jólin, er mjög mikilvægt að við meltum matinn almennilega. Ferlið á að vera þannig að þegar þú meltir matinn leysast úr læðingi melingarensím í smáþörmunum. Ensím sem hjálpa til við að brjóta niður efnasambönd í matnum og gera matinn smærri svo hægt sé að koma honum áleiðis í gegnum meltinguna. Hlutverk ensímanna er einmitt að brjóta niður matinn til að koma í veg fyrir uppþembu, óþægindi og vindverki í þessu ferli.

Ef framleiðsla meltingaresníma er lítil eða ef þú borðar mat sem erfitt er að melta, geta melingarensímin ekki haldið í við matinn og margskyns óþægindi koma fram. Það að tyggja matinn vel og borða ekki of mikið getur hjálpa mikið en stundum þurfum við auka hjálp.

Saga inntaka á meltingarensímum er löng og örugg. Meltingarensím koma jafnan úr grænmeti og innihalda lípasa sem brýtur niður fitu, amýlasa sem brýtur niður kolvetni og prótasa sem brýtur niður prótein. Margar rannsóknir styðja að meltingarensím draga úr vindverkjum og óþægindum og koma hreyfingu á meltinguna.
Ef þú átt stundum eða oft erfitt með að melta matinn og ert að fara að borða mat sem getur lagst þungt í þig er frábært ráð að taka meltingarensím með matnum. Sá matur sem oftast truflar meltinguna eru mjólkuvörur, hveiti, laukur, baunir, belgbaunir en líka matur sem inniheldur mikla sterkju og fitu. Best er að taka meltingarensím með mat.

MAGASÝRA

Lág magasýra er svo önnur saga sem einnig hefur valdið fólki miklum óþægindum. Margir glíma við lágt sýrustig sem þó er til sáraeinföld lausn við. En hvernig veistu hvort þú ert með magasýruvandamál?

Algengt er að við lágt sýrurstig finni fólk til verulegrar seddutilfinningar eftir fremur lítinn skammt af mat og að því finnist það þanið, stíflað, með meltingartruflanir og verði viðkvæmt í maga. Lágar magasýrur verða mjög gjarnan vandamál hjá mörgum með aldrinum.

Það að taka inn t.d blöndu af Betaine jurt og HCL (sem er magasýran) með mat nýtur vaxandi vinsælda. Það hækkar náttúrulegar magasýrur sem getur gert gæfumuninn fyrir meltinguna. Prófaðu að taka inn HCL með mat og þú veist svo gott sem samstundis hvort það virkar fyrir þig?

Í gegnum tíðina hafa ýmis jurtaextökt verið notuð til að lina þessi einkenni. Eitt þeirra sem virkað hefur hvað best er einmitt áðurnefnd Genatian rót (Gentiana lutea). Margar rannsóknir styðja að hún hjálpar mikið. M.a. sýndi þýsk rannsókn fram á það að það að taka inn þykkni af Gentian rót í 15 daga dregur úr meltingaróþægindum um 68%. Góð blanda HCL og Betaine gæti verið góð lausn.

MJÓLKURÞISTILL

Mjólkurþistill er ansi mönguð jurt sem hefur öfluga andoxunarvirkni. Hann er sannarlega talin styrkja starfssemi lifrarinnar og hafa góð áhrif á kólesteról jafnvægið. 2000 ára saga um noktun mjólkurþistils til að meðhöndla vandamál í lifur og gallblöðru segir sína sögu. Mjólkurþistill hreinsar bæði og verndar og er af flestum talin besta fáanlega næringin fyrir lifur. En þrátt fyrir langa sögu var það samt ekki fyrr en á 8. áratugnum að vísindamenn fóru að rannsaka mjólkuþistilinn að gagni. Mjólkurþistill er ein af fáum jurtum sem á sér ekkert jafngildi úr heimi hefðbundinna lyfja.

Virku efnin í mjólkurþistli eru 4 og þekkt undir samheitinu silymarin og virka einnig á fjóra mismunandi vegu. Þau eru andoxandi, gera frumuhimnu og gegndræpi lifrarfruma stöðugri, hraða nýmyndun lifrarfruma og hægja á myndun kollagenþráða sem myndast við skorpulifur.
Það gefur því auga leið að hún gagnast mörgum vel yfir hátíðarnar sem vilja njóta þess að borða og drekka. En sannarlega líka meltingarensíminin og magasýran.

Gleðilega aðventu!

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, hugleiðslu, flot og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira