c

Pistlar:

8. mars 2021 kl. 19:31

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Leiðir til að fást við innri kláða

Mörg upplifum við innri óróleika þessa daganna, einkonar andlegan kláða. Jafnvel þótt margir æfi regulega, reyni að hugleiða, stundi jóga eða njóti náttúrunnar gerir óróleiki stundum vart við sig þegar síst varir og kveikjurnar geta verið allskonar. Við erum jú öll mannleg og þær eru ansi margar utanaðkomandi óróleikakveikjurnar um þessar mundir.
Stjörnumynd


Hér eru nokkur ráð við óróleika og innri kláða.

  1. Hægðu á þér
    Þegar við erum óróleg verður flest hraðara í lífi okkar. Hugsanir hoppa og skoppa, andardrátturinn verður grunnur. Það gerir okkur erfiðara fyrir að hugsa skýrt og taka heilbrigðar ákvarðanir. Prófaðu að taka hraðann í þínar hendur og flýta þér hægt.

  1. Náðu sambandi við skilningavitin
    Óróleikinn býr í huga okkar en birtist oft í líkamnum. Þegar við erum óróleg má segja að við aftengjumst skilningavitunum. Gefðu þér tíma til að tengjast þeim á ný, einu í einu.

  1. Fegurðin í einfaldleikanum
    Lífið er stútfullt af einföldum verkefnum: Við göngum, borðum, svörum tölvupósti, eldum, drekkum vatn.... Þegar við erum óróleg finnum við gjarnan fyrir stjórnleysi, jafnvel þegar við gerum þessa einföldu daglegu hluti. Prófaðu að setja meðvitund í eitthvað eitt af þessu og ímyndaðu þér að það sé í fyrsta skipti sem þú gerir það. Það er í raun ein af auðlegðum lífsins.

  2. Raunveruleikatékk
    Óróleiki stafar oft af ótta við atburði sem ekki hafa átt sér stað. Hugur okkar er mjög skapandi og kraftmikill og segir stundum sögur sem eru ekki sannar. Þegar óþægilegar hugsanir sækja á er gott að spyrja sjálfan þig: „Er þessi hugsun sönn?“ Nokkrar líkur eru á því að ósannar hugsanir sé tengdar þínum ótta. Reyndu að halda til haga staðreyndum sem endurspegla raunveruleiknn. 

  3. Taktu eftir gagnrýnandanum
    Óróleiki getur verið sársaukafullur og getur magnast enn frekar ef sjálfsgagnrýnin nær tökum á okkur. Hér getur verið merki um lélegt sjálfsmat. Þegar þú tekur eftir sjálfsgagnrýnandanum skaltu athuga hvort þú getir truflað hann með því að detta inn í hjarta þitt og segja: „Má ég læra að vera góð/ur við sjálfan mig.“

  1. Óróleikalitrófið
    Ekki er allur óróleiki/ kláði slæmur. Eins og flest liggur óróleiki og innri kláði á litrófi, sem stundum er minniháttar en getur stundum orðið að kvíða (þá er best að leita til sérfræðings). Ef óróleikinn er ekki alvarlegur má stundum beina hinum innri kláða í spennandi farveg. Ef óróleikinn starfar af einhverskonar bið eftir fréttum, notaðu tímann til að virkja þig með stuttum göngutúrum, skemmtilegri skipulagningu eða með því gera eitthvað sem þér þykir spennandi. 

  1. Liggðu og horfðu upp í loftið
    Þetta er gamalt og skothelt ráð. Leggstu niður í náttúrunni og horfðu upp í skýin og sjáðu þau þau hreyfast. Að upplifa undur náttúrunnar frá þessu sjónarhorni er alltaf nógu töfrandi til þess að við finnum fyrir smæð okkar. Það er mjög heilandi. 

  1. Hlustaðu
    Prófaðu að setja orku þína í að hlusta. Hlustaðu á vindinn, sjóinn, regnið eða bara þann sem er að tala við þig. Þú getur líka valið þægilega tónlist. Þegar við stöldrum við og hlustum náum við til þess einfalda og allt róast niður. 

  2. Æfðu 5×5.
    Á augnablikum miðlungs óróleika og kláða er hugsanlegt að þú náir að gera 5 × 5 æfinguna. Farðu í gegnum hvert skynfæri og nefndu fimm hluti sem þú tekur eftir varðandi þau. Prófaðu að nefna fimm hluti sem þú sérð, finnur lykt af, bragðar, snertir og heyrir. Þetta getur náð að rjúfa neikvætt hugsunarmunstur sem ýtir undir innri kláða.

  1.  Þekktu kveikjurnar
    Kannaðu það sem vekur með þér óróleika. Ef þú þekkir kveikjurnar þínar geturðu undirbúið róandi venjur sem beisla kláðann áður en allt stefnir í óefni.

  1. Nærðu þolinmæðina
    Óþolinmæði er óróleiki og jafnvel kvíði, á meðan þolinmæði róar og gefur léttleika. Ef þú vilt skapa leikni í kringum þolinmæði þarftu að vera á varðbergi gagnvart óþolinmæði þinni og vera forvitin um hana. Hvernig birtist óróleikinn líkamanum? Geturðu farið í gegnum hann? Þolinmæði er ekki aðeins dyggð. Hún er leið að tilfinningalegu frelsi. Hugleiðsla getur virkað gegn óþolinmæði en munum að það sama virkar ekki fyrir alla. Og þegar maður er með innri kláða er oft betra að hugleiða með hópi fremur en vera í stanslausri baráttu einn á hugleiðslupúðnum.

     

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira