c

Pistlar:

24. mars 2021 kl. 7:27

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Púlsinn tekinn á fyrsta ársfjórðungi. Vítamín og bætiefni sem styðja við geðheilsu rjúka út!

2020 var streituvaldandi en 2021 virðist ekki síður ætla að taka á Íslandi og í víðri veröld. Þegar er vitað að veiran hefur leitt til aukinnar sókn í geðheilbrigðisþjónustu í öllum aldurshópum.

Að sama skapi hafa fleiri sóst eftir vítamínum og bætiefnum sem styðja við geðheilsuna. Skýrsla Coherent Market Insights gerir fyrir 8,5% vaxtarhraða á heila- og geðheilbrigðismarkaði á næstu 6 árum.

Theanine-amino-acid_1024xVítamín og bætiefni eins og magnesíum (slakandi), B vítamínblöndur (fyrir taugakerfið), L-theanín (slakandi/svefn), kamilla (róandi) og saffran (fyrir serótóníon) njóta mikilla vinsælda.

Ennfremur aukast vinsældir jurta sem geta slegið á streituviðbrögð líkamans. Sérstaklega burnirót og ashwagandha sem geta minnkað kvíða og dregið úr kortisóli en líka slegið á vægt þunglyndi, vinsælar.

En þó að þessi vítamín, bætiefni og jurtir geti gagnast er alltaf mikilvægt að leita góðra ráða hjá sérfróðum. Sérstaklega ef fólk er þegar í lyfjum við þunglyndi, kvíða eða öðrum geðsjúkdómum.

 

Fegurðin

Það er vitað að streita hefur einna mest áhrif á ytri fegurð okkar. Fátt ef ekkert hefur meiri áhrif á öldrun um aldur fram en streita. Það hefur leitt til þess að ásókn í jurtir í mat hafa sjaldan verið meiri. Margir leggja sig eftir kollageni en þó ekkert áhrifaríka en vel unnið C-vítamín sem má segja að sé byggingaefni vefja líkamans og undirstaða þess að við myndum kollagen. Áhugi á því sem styður við innri sem ytri fegurð fer með himinskautum.

Helstu fegurðarbætandi efnin, eða þau sem auka fegurðina innan frá og út, eru C-vítamín (hið raunverulega kollagen), omega 3, hyularonic sýra, keramíð (sem er m.a. að finna í hrísgrónaklíði), andoxunarík græn te (L-theanín / matcha) og góðar grænmetisblöndur. Fyrir utan stöku vel unnin andlitskrem, og umfram allt frábært C-vítamín og omega 3, er sérlega mikilvægt að borða frábærlega hollan mat til draga úr fínum línum og hrukkum. Gæðasvefn og hreyfing skipta líka sköpum.

Ónæmisheilsan

COVID-19 hefur og er ennþá að kenna okkur að forgangsraða heilsu okkur. Rannsóknir sýna 50% aukingu hjá neytendum sem leita eftir ónæmisstyrkjandi fæðubótarefnum. Það eru efni eins og sink, B-vítamínin, C og D-vítamín, ylliber, túrmerik og engifer. Það má heldur ekki gleyma chaga og reishi sveppum sem lengi hafa verðið notaðir til að styrkja ónæmiskerfið í óhefðbundnum lækningum, sem eru kannski ekki svo óhefðbundin lengur.

D-vítamín drottningin

Líklega heldur þó D-vítamínið að vera alfa og omega alls. D-vítamín heldur áfram að leiða hleðsluna sem topp næringarefnið fyrir heilsuna. Það gegnir lykilhlutverki í ónæmi, andlegri líðan, bein- og húðheilsu og vernd gegn langvinnum sjúkdómum. D-vítamín var mikið í fréttum 2020 þar sem ýmsar rannsóknir tengdu lágt D-vítamíngildi með aukinni hættu á fylgikvillum COVID-19. Hins vegar er þörf á frekari rannsóknum.

Gert er ráð ráð fyrir D-vítamín markaðurinn muni aukast um 7,2% til ársins 2025.

Heimildir:

https://www.mordorintelligence.com/industry-reports/vitamin-d-supplements-market

 

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu, flot og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira