c

Pistlar:

10. júlí 2022 kl. 11:45

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Sinntu orkuþörfinni í sumar og losnaðu við þreytu og yfirsnúning

Vissir þú að líkami þinn þarfnast ákveðinna vítamína meira yfir sumarmánuðina? Ástæður þessa eru tengdar þáttum eins og aukinni orkuþörf, hraðari efnaskiptum og heitara veðri. Það er mjög mikilvægt fyrir líkamlega heilsu okkar að þörfinni fyrir þessi vítamín sé fullnægt. Ef það er ekki gert gætir þú fundið fyrir þreytu eða yfirsnúningi, og líkaminn mun ekki hafa vítamínin sem eru nauðsynleg til að undirbúa hann fyrir veturinn.

Svo hér eru vítamínin sem þú þarft að taka í sumar!

Af hverju er A-vítamín mikilvægt?

person-woman-sport-jump-summer-jumping-712387-pxhere.comÚtfjólubláa ljósið í sumarsólskininu skemmir frumurnar okkar. Þetta getur valdið því að húðin eldist og hrukkur myndast. Þess vegna er afar mikilvægt að taka endurnærandi vítamín eins og A-vítamín. Skortur á A-vítamíni getur ekki aðeins valdið húðvandamálum. Hann getur einnig leitt til hárloss, og þess að neglur, tennur og bein verða lélegri. Auk þess að líða almennt illa geta komið upp vandamál með sjón.

Það er hægt að finna A-vítamín í jurta- og dýrafæðu.
Hér eru nokkur fæðutegundir sem innihalda A-vítamín: Spergilkál, kúrbítur, gulrætur, kartöflur, melóna, rauð paprika, greipaldin, baunir, vatnsmelóna, lýsi, mjólk, smjör, egg, ostur, jógúrt. Borðaðu líka mikið af fiski og taktu inn inn gott fjölvítamín með betakarótíni. 

Af hverju er C-vítamín mikilvægt?

C-vítamín er mjög mikilvægt vítamín fyrir ónæmiskerfið. Skortur á C-vítamíni getur orsakað þurrk í húð, vöðva- og liðverki, hárlos (aumir hársekkir), þyngdartap, blæðingar í nefi og að þú gróir seint sára þinna. C-vítamín er því mjög mikilvægt til að tryggja heilbrigt sumar og búa sig undir vetrarmánuðina.

Mörg matvæli innihalda C-vítamín. Þau eru: jarðarber, melónur, kíví, appelsínur, greipaldin, mandarínur, sítrónur, bláber, steinselja, græn paprika, rauð paprika, rauðkál, karsi, blómkál, papaya, spergilkál, grænar baunir, sætar kartöflur, baunir, laukur. Hámaðu þetta í þig og taktu inn frábær C-vítamínblöndu til að hafa allt á tæru. Hafðu C- vítamín bundið fitusýrum svo það nýtist þér betur og fari vel í maga. 

Af hverju er D-vítamín mikilvægt?

Þar sem D-vítamín er myndað úr sólarljósi getur það fallið niður yfir langa vetrarmánuðina. Það gerist sannarlega hér á landi. Því fer best á því að auka magn D-vítamín í líkamanum eins og mögulegt er yfir sumartímann. Þannig hjálpar þú líkamanum að undirbúa sig fyrir veturinn. Flest þekkjum við orðið vandamálin sem stafa af D-vítamínskorti, sem eru m.a. listaleysi, lið- og vöðvaverkir, þyngdaraukning, meltingarvandamál og mun lélegra ónæmiskerfi.

D-vítamín er hægt að búa til í líkamanum úr sólarljósi. Hins vegar er líka hægt að fá D-vítamín úr ákveðnum fæðutegundum. Helstu fæðutegundir sem innihalda D-vítamín eru: Kefir, ostur, jógúrt, mjólk, lýsi, sveppir, steinselja, hafrar, makríll, lax, lifur en líka gott að taka inn: https://systrasamlagid.is/vefverslun/vitamin-baetiefni-oliur/d3-vitamin-vegan-60-hylki/

Af hverju er E-vítamín mikilvægt?

E-vítamín hefur andoxunaráhrif á frumuhimnuna og hjálpar til við að endurnýja frumur. Það bætir einnig heilsu húðar og hárs. Þessir kostir gera það að mikilvægu vítamíni fyrir sumarið.

Matvæli sem innihalda E-vítamín eru: sólblómafræ, möndlur, spínat, malaður rauður pipar, aspas, hveitikímolía, heslihnetuolía, möndluolía, hvítlaukur, jarðhnetur. Þú getur líka fengið það í hárnákvæmu magni í góðri fjölvítamín blöndu eins og þessarri. 

Hitt er svo annað að þessi Sport múlti blandan frá Virdian er hönnuð fyrir þá sem eru í mikilli orkuþörf, sem við erum mörg hver yfir sumarið. Blandan inniheldur allt sem þarf og það sem er einna mikilvægast yfir sumartímann, nefnilega mikið af steinefnum.ALLSKONAR MÚLTÍ

 

 

 

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira