c

Pistlar:

14. maí 2023 kl. 15:19

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Hvernig getum við verið unglegri lengur með einfaldri nálgun

Húð okkar og bein eru það sem birtist okkur þegar við horfum í spegil og líka það sem kynnir okkur fyrir heiminum. Öll erum við gangandi dæmi um áferð húðar, húðlit, lögun og stærð. Með okkar einstöku ásynd og líkama sem tjáir að mörgu leyti hver, eða í það minnsta, hvernig við erum.
Vissuð þið að það eru húðin og beinvefirnir sem næra hormóna okkar og halda okkur unglegum? Þeir styðja við líkamsstöðu okkar svo við getum staðið upprétt og vernda getu taugakerfisins til að taka við snertingu og bregðast við áreiti.

Það er hollt og líka lærdómsríkt að horfa á þessa mikilvægu þætti frá öðru sjónarhorni en við erum vön. Eitt af undirstöðuatriðum ayurvedafræðanna byggir á því hvernig þessi 5000 ára gömlu fræði flokka vefi líkamans í sjö talsins, þekkt undir “seven dhatus”, sem þó ná að taka á öllu því sama og Vestrænu vísindin og gott betur. Alltaf þó með heildrænni nálgun.

Vefirnir sem sjá um uppbyggingu líkamans hafa númerin fjögur og fimm. Fyrstu þrír vefirnir tengjast sogæðum (rasa), blóði (meda) og vöðvum (mamsa). Fjórði vefurinn (meda dhatu) er húð og fitulagið og fimmti vefurinn (asthi dhatu) tengist beinum. Vefur sex (majja) tengist taugum og sjöundi vefurinn (shukra) æxlunarfærum okkar.

OlíunuddEn höldum okkur við húð og bein, eða byggingarefni líkamans (4 og 5 vef), sem eru samofinir fituvefjum úr fitufrumum. Í þessum fitufrumum geymum við orku, viðhöldum ljóma og vinnum með tilfinningar okkar. Það er svo kollagen sem bindur efni húðar og beina saman, eða sameinar smurðu fitufrumurnar svo og úr verður bandvefur, sem festir þá við bein og gefur liðunum þessi gúmmíbandslíku liðbönd.
Húðin og beinin eru svo mikilvæg fyrir almenna heilsu og “hönnun” ásýndar okkar að það er vel þess virði að skoða þau sérstaklega með augum ayurveda til að sjá hvernig við getum stuðlað betur að vellíðan og heilsu okkar.

Meda Dhatu: fituvefurinn
Meda dhatu, eða 4 vefurinn vísar til fitufrumna líkamans sem mynda húðlögin okkar. Þau sem eru hönnuð til að vernda okkur. Orðið "meda" þýðir að smyrja (það er alltaf nauðsynlegt að smyrja líkamann), kjarni og það að veita viðspyrnu. Fitufrumur eru einnig til staðar í vöðvum, mýelínslíðri tauganna, í kringum hvert líffæri og þær umlykja alla sjö innkirtla okkar. Meda dhatu heldur okkur rólegum, köldum og uppteknum. Þetta er vefurinn sem veitir okkur líka nauðsynlega smurningu og frelsi til að hreyfa okkur. Meda dhatu er lykilvefur fyrir taugaboðefni sem búa til skynjun svo við finnum og upplifum heiminn í kringum okkur.

Húð okkar verndar okkur fyrir umhverfinu með sínum svitaholum, svo innri líkami okkar geti andað. Þær eru vissulega líka til þess gerðar að hreinsa úrgang eins og mjólkursýru, umfram fitu og svita. Það er mikilvægt fyrir okkur að vita að svitaholur okkar geta einnig tekið upp eiturefni úr umhverfinu – bakteríur og allskyns mengandi efni - þar sem þær eru gegndræpar. Þetta þýðir að húðsjúkdómur getur hvort sem er orðið til að innan og brotist út eða utan frá og brotist inn. Enn og aftur smurning og vernd húðar er afar mikilvæg.

Asthi Dhatu: Beinagrindarvefurinn
Asthi eða 5 vefurinn er dregið af orðinu „stha“ sem þýðir að standa hátt. Beinin gera okkur kleift að halla, snúa, beygja og jafnvel að hringa okkur saman í bolta.

Ásamt beinum eru hár, neglur og tennur einnig mynduð af asthi dhatu (með nokkrum flóknari undirvefjum þó). Heilsa þeirra er háð fljótandi næringarefnum sem berast frá sogæðum, blóði, vöðvum og húðlögum.
Asthi dhatu er þó meira en bara byggingartrefjar. Þar býr kjarni okkar, eða það sem tengir okkur við formæður okkar og feður. Því inn í beinum okkar, tryggt þægilega innan í beinmergnum, búa RNA og DNA okkar. Þarna er lífreynsla geymd sem stuðlar að síbreytilegum erfðakóða okkar. Jafnvel þéttasta bein byrjar sem mjúkt brjósk. Þarna býr það sem getur gert okkur heilbrigðari og hamingjusamari með hverjum deginum og frá kynslóð til kynslóðar.

Merki um heilbrigði húðar og beina
Copy of WILDGRACE_novembre-9Þar sem þessir vefir eru á margan hátt sýnilegir með berum augum er hægt að gera sér grein fyrir ástandi þeirra. Einfaldlega með því að gefa því gaum. Til dæmis eru skýrt yfirbragð, jöfn húðáferð, sléttar og hreinar svitaholur og heilbrigður ljómi allt til merkis um heilbrigt meda dhatu. En líka jafnvægi í þyngd (hvorki of né van), slakur kviður (ekki spenntur) og hæfileikinn til að svitna þegar við hreyfum okkur. Í þessi tilliti er fróðlegt að rifja upp OJAS líkamans eða það sem heldur okkur ungum.
En hvað asthi dhatu varðar, þá er hægt að þekkja heilbrigðan beinvef á sterkri líkamsstöðu, góðri beinþéttni og getunni til að hreyfa sig af styrk og snerpu. Sterkar tennur, sléttar neglur og heilbrigt hár eru gjarnan merki um heilbrigð bein.

Hér er vit að staldra við dójurnar þrjár; vata, pitta og kapha og skoða á hvern hátt þær birtast í tengslum við húð og bein. Því þar eru heldur betur að finna ráðin til að halda góðu jafnvægi.

Vata í vefjunum sem er eitt algengasta ójafnvægið
Merki um of mikið vata í húðinni (sem við öll getum verið haldin, sama hver við erum í grunninn) er húð sem eldist um aldur fram, þurr húð, sprungin húð, hreistruð húð, skortur á blóðflæði og ljóma, marblettir koma auðveldlega, þurr hársvörður, dökkir blettir og kaldar hendur og fætur, auk viðkvæmra tauga.
Merki um vataójafnvægi í beinum: Stífleiki, sprungnir liðir, veik eða brothætt bein, þunnt eða brothætt hár, rendur í nöglum, viðkvæmni fyrir snertingu og hljóði.

Finndu jafnvægi: Sjálfsnudd/ Abhyanga (er lang besta meðalið): Stundaðu sjálfsnudd með vandaðri lífrænni líkamsolíu sem innihalda jurtir sem næra húðina. Má líka vera hrein sesam eða – möndluolía. Þetta er mjög mikilvæg aðferð sem í raun nærir alla sjö vefi líkamans. Gott að gera að minnsta kosti 4 x í viku. Góð húðburstun og náttúrulegur saltskrúbbur koma líka að góðu gagni.
Næring: Vandað kollagen, prótein og hyaluronic sýra, eða matur sem geymir mikið af þessum efnum, er málið og líka inntaka góðrar olíu. Allt þetta gerir okkur unglegri. Það er t.d. mikið magn bæði af kollageni og hylaronic sýru í beinaseyði. Og haldið ykkur fast því kartöflur og sætar kartöflur eru eitt hylaronic ríkasta grænmetið sem völ er á, sem og hreinar sojaafurðir.
Jurtir: Drekkið hlýja, endurnærandi jurtadrykki t.d. Með möndlum, döðlum og kardimommum. Ashwgandha er ein frábærra jurta sem hentar vel þeim sem eru í vataójafnvægi.

Pitta í vefjum
Merki um pittaójafnvægi í húðinni: Roði í húð, erting í húð, útbrot, viðkvæm eða pirruð húð, mikil svitamyndun.
Merki um pittaójafnvægi í beinum: Óþægindi í liðum, viðkvæmni fyrir meiðslum, viðkvæmar tennur, rautt eða pirrað tannhold, feitt hár og ljósnæmi.

Finndu jafnvægi: Sjálfsnudd/ Abhyanga: Notaðu kælandi olíu til sjálfsnudds. Sú best þekkta er lífræn kókosolía. Hún er alls ekki fyrir alla en er mjög gagnleg þeim sem glíma við pittaójafnvægi og eru með of mikinn hita í líkamanum. Það er líka til gagns að fara í epsomsalt bað með haframjöli sem róar húð og taugakerfi.
Næring: Drekktu t.d. aloe vera safa til að róa umfram hita.
Jurtir: Drekktu róandi, kælandi te eins og myntu te og CCF, blanda af kóríander, fennel og kúmíni hentar alltaf, raunar öllum líkamsgerðum.

Kapha í vefjum
Merki um of mikið af kapha í húðinni: Bjúgur safnast fyrir, bólgin augu, húðþurrkur, ofþyngd, svitna ekki við áreynslu, fitusöfnun á sérstökum svæðum líkamans, stíflaðar svitaholur, marblettir koma auðveldlega.

Merki um of mikið af kapha í beinum: Stækkun beina, uppsöfnun kalks, tannsteinn, viðkvæmni fyrir breytingum, bragði og lykt.
Finndu jafnvægi með: Sjálfsnudd/ Abhyanga: Notaðu hitagefandi og lífræna olíu með góðum jurtum til að verma og endurræsa líkamann og næra djúpt inn í vefi hans. Annað ráð er að þurrbursta húðina hressilega og/eða notaða saltskrúbb til að hreinsa húðina. Hér betra að þurrbursta oftar og nota olíu sjaldnar.
Sviti: Það er mjög mjög mikilvægt fyrir þá sem eru kapha ójafnvægi að ná að svitna reglulega með hreyfingu og /eða sauna og gufubaði.
Jurtir: Drekktu hreinsandi og öflug jurtate.

Húðumhirða opna

 

 

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira