Pistlar:

22. mars 2021 kl. 15:00

Unnur Pálmarsdóttir (unnurpalmars.blog.is)

Sjö skref í innleiðingu á heilsustefnu

COLOR_POP Sjö skref í innleiðingu á heilsustefnu  

Á breytingatímum sem þessum er mikilvægt fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnanna að huga vel að andlegri og líkamlegri heilsu starfsmanna. Mannauðurinn felst í heilsu starfsfólks, kjarnafærni og því er það ábyrgð yfirmanna að leiða heilsueflandi stefnur til framtíðar.

Ég hef alltaf haft brennandi ástríðu fyrir menntun, hreyfingu, mannauðsmálum í mastersnámi mínu í mannauðsstjórnun var megintilgangur ritgerðar minnar að skoða nánar og rannsaka hvernig innleiðingu að heilsustefnu væri háttað og hvort að stuðningur stjórnenda skipti máli við innleiðingu á slíkri stefnu.

Í lokaritgerð minni í mannauðsstjórnun þá fjallaði ég um sjö skref í innleiðingu á heilsustefnu og nálgunin var með breytingastjórnun og stefnumiðaða stjórnun að leiðarljósi og þau verkfæri sköpuð sem hægt er að nota til innleiðingar á slíkri stefnu í framtíðinni. 

Fyrsta skrefið er framkvæma þarfagreiningu innan fyrirtækis og setja markmið og tímalínu innleiðingar. 

 Annað skref er að byggja upp heilsusamlegt og styðjandi vinnuumhverfi þar sem stefna og hlutverk eru skýr, þjálfun og fræðsla fer fram. Þetta gagnast öllum starfsmönnum, hvetur til heilbrigðra lífshátta og hefur jákvæð áhrif á líðan. 

 Þriðja skrefið er að huga að 360 gráðu heilsu. Skoðuð er fjárhagsleg, líkamleg, andleg, geð-, félagsleg, svefn og tilfinningaleg heilsa. Skoðaðir eru áhættuþættir í vinnuumhverfi og brugðist við þeim. 

 Fjórða skrefið er að taka skal tillit til ólíkrar vinnufærni fólks og stuðla að því að einstaklingar með minna úthald eða færni haldist á vinnumarkaði og komi aftur til starfa eftir slys eða veikindi, hvort sem þau eru andleg eða líkamlegs eðlis. 

 Fimmta skrefið er að bjóða reglulega upp á heilsufarsúttektir, svo sem blóðþrýstingsmælingar, kólesterólmælingar og fleira. Einnig verður reynt að bjóða upp á fyrirbyggjandi aðgerðir svo sem bólusetningar fyrir flensu.

 Sjötta skrefið er að innleiða fræðslu og bjóða starfsfólki reglulega upp á námskeið um skyndihjálp, næringarráðgjöf, starfsstellingar og fleira, sem eru ætluð öllu starfsfólki fyrirtækis og stofnunar. Starfsmannafélagið greiðir árlega niður líkamsræktarkort fyrir starfsmenn allt að 20.000 kr. 

 Sjöunda skrefið er að Innleiða og hafa aðgang að heilsusamlegu og næringarríku fæði fyrir starfsfólk. Boðið er upp á næringarríkan mat alla daga fyrir starfsfólk Vinnustaðurinn verður reyklaus og vímulaus og því er mikilvægt að bjóða því starfsfólki upp á stuðning sem á því þarf að halda.

Mikilvægt er að hafa ábyrgðarmann fyrir innleiðingu á slíkri stefnu.  Í framhaldinu þarf að skoða á þriggja mánaða fresti hvernig gengur að innleiða stefnuna og að lokum mæla árangur starfsfólks í heilsufarsmælingum.  Gera þarf ráð fyrir fjárhagskostnaði í upphaf hvers árs við slíka stefnu og ráðgjöf  í  sambandi við heilsurækt og til að innleiða þá kunnáttu og kjarnarfærni sem þarf fyrir hvert fyrirtæki.


Unnur Pálmarsdóttir

MBA, M.Sc mannauðsstjórnun

Eigandi Fusion

www.fusion.is

unnur@fusion.is 

mynd
13. desember 2018 kl. 10:13

6 ástæður til að forðast sykur

Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast. Oftast er það skyndibitinn sem verður fyrir valinu þegar lítill tími er í sólarhringnum en sem betur fer erum við orðin meðvitaðri um hvað við borðum allt árið. meira
mynd
11. desember 2018 kl. 9:09

Bananabrauð fyrir jólin

Bananabrauð er alltaf vinsælt á mínu heimili og hér er holl og fljótleg uppskrift af ljúffengu bananabrauði fyrir jólin. Bananabrauð Unnar: • 3 heilir bananar• 2 egg• 1 dl haframjöl• 2 dl gróft spelt hveiti• 1 dl hrásykur• 1 tsk lyftiduft• 3 tsk kanill Setjið allt hráefnið saman í skál og hrærið. Bakist við 180 gráður í 35 mínútur. Mjög gott að bera bananabrauðið meira
mynd
24. janúar 2017 kl. 11:35

Góð heilsa fyrir mannauðinn

Góð heilsa er starfsmönnum mikilvægust í lífinu. Heilsurækt í lífi og starfi.  Á nýju heilsuári setjum við okkur ný markmið og stefnu. Heilsan skiptir okkur öll miklu máli því er nauðsynlegt að hlúa vel að líkama og sál. Mikilvægt er fyrir fyrirtæki og stofnanir að huga vel þessum þáttum sem snúa að heilsu og lífsgæðum starfsfólks. Hvetja starfsmenn til að stunda heilsurækt í lífi og starfi meira
mynd
29. desember 2016 kl. 11:40

Detox drykkur Unnar Pálmars

Detox drykkurinn sem ég drekk oft er í miklu uppáhaldi og sígildur. Uppskriftin hittir í mark og tala nú ekki um eftir hátíðirnar.  Detox-drykkur  1 lítri vatn 1 sítróna 1 lime1/2 agúrka engifer (5 sentímetrar, skorið niður)grænt te duft10 mintu laufklakar að vild Allt sett saman í könnu og hrært vel saman eða blandað saman í blandara. Gott er að geyma í ísskápnum yfir nótt. meira
mynd
5. desember 2016 kl. 11:30

Græn Bomba fyrir jólin

Jólin eru að nálgast og á þessum tíma er mikilvægt að huga vel að heilsunni, orkunni og næringunni. Við erum það sem við borðum og gefum okkur tíma að passa vel upp á næringuna með því að útbúa fyrirfram heilsuríkar máltíðir og drykki. Með því móti þá minnkar sykurlöngun okkar og ég mæli með að þið hafið ávallt ávexti, grænmeti, möndlur, rúsínur og holl fræ til að grípa í þegar að sykurlöngunin meira
mynd
22. nóvember 2016 kl. 10:21

Góð heilsa er gulli betri - 7 ráð fyrir þig

Helstu kostirnir við að gera líkamsrækt að lífsstíl og stunda daglega eru aukið heilbrigði, vellíðan andlega og líkamlega. Þegar að við breytum slíkum lifnaðarháttum þá fylgir meiri orka, líkamleg vellíðan, bætt sjálfsmynd og aukið sjálfstraust. Dánarorsök fólks er oft rakin til ofneyslu fitu og offitu. Má þar nefna hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Fituríkt mataræði má einnig tengja meira
mynd
16. nóvember 2016 kl. 9:43

10 heilsupunktar í lífi & starfi

  10 heilsupunktar í lífi & starfi Það er staðreynd að sjálfstraustið okkar eykst þegar við hugsum vel um okkur sjálf. Setjum okkur í fyrsta sætið. Hér eru 10 góð ráð fyrir þig.   1.  Dekrum við líkamann. Leyfum okkur að dekra við líkamann t.d. fara í nudd, sund eða það sem hentar þér til að ná betri vellíðan. Vellíðan öðlumst við einnig með vaxandi sjálfstrausti sem meira
mynd
10. nóvember 2016 kl. 15:41

Morgunstund gefur gull í mund

  Morgunstund gefur gull í mund.  Með hækkandi sól þá er komið að því að vakna fyrr og stunda líkamsrækt á degi hverjum. Umfram allt að njóta lífsins í botn og vera jákvæður í lífi og starfi. Ert þú A eða B manneskja? Ertu ein/n af þeim sem ýtir alltaf nokkrum sinnum á “Snooze” takkann þinn til að lúra aðeins lengur? Langar þig að verða A manneskja og stunda líkamsræktina meira
mynd
17. október 2016 kl. 11:01

Fimm góð heilsuráð í lífi og starfi

Heilsan skiptir okkur öll miklu máli því er nauðsynlegt að hlúa vel að líkama og sál. Besta leiðin er að byrja að hreyfa sig og breyta rólega um mataræði, setja sér raunhæf markmið og fylgja þeim eftir. Hér eru 5 góðir heilsupunktar í lífi og starfi fyrir ykkur kæru lesendur: 1. Setjum okkur og heilsuna í fyrsta sætið! Heilsan skiptir okkur öll máli því er nauðsynlegt að stunda líkamsrækt daglega meira
Unnur Pálmarsdóttir

Unnur Pálmarsdóttir

Unnur Pálmarsdóttir lauk MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2012,  diplómanámi í mannauðsstjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2008, M.Sc. gráða í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2020.  

Unnur er mannauðsráðgjafi, hóptímakennari, einkaþjálfari og eigandi Fusion, fararstjóri Úrval Útsýn, eigandi Fusion Fitness Academy, UP Online Health Club og kennir á ráðstefnum og fræðsluerindi erlendis. 

Unnur er höfundur að líkamsræktarkerfunum Fusion Pilates, Kick Fusion, Hot Fusion og Dance Fusion. 

Unnur hefur unnið á flestum sviðum mannauðs- og fræðslumála. Hún hefur unnið við mannauðsstjórnun, markaðsstjórnun, fræðslumál, breytingastjórnun, stefnumiðaða stjórnun í heilsu-og líkamsræktariðnaðinum bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig kennt á ráðstefnum, haldið erindi um heim allan og er frumkvöðull í menntun hóptímakennara og þjálfara á Íslandi.  hefur starfað sem ráðgjafi og kennari hjá Virgin Active og David Lloyd í Bretlandi í mörg ár. Unnur er eigandi og stofnandi að Fusion. 

www.fusion.is 

 

 

 

 

Meira