c

Pistlar:

5. desember 2016 kl. 11:30

Unnur Pálmarsdóttir (unnurpalmars.blog.is)

Græn Bomba fyrir jólin

Boozt Unnur PálmarsdóttirJólin eru að nálgast og á þessum tíma er mikilvægt að huga vel að heilsunni, orkunni og næringunni. Við erum það sem við borðum og gefum okkur tíma að passa vel upp á næringuna með því að útbúa fyrirfram heilsuríkar máltíðir og drykki. Með því móti þá minnkar sykurlöngun okkar og ég mæli með að þið hafið ávallt ávexti, grænmeti, möndlur, rúsínur og holl fræ til að grípa í þegar að sykurlöngunin hellist yfir okkur.
 
Mér fannst tilvalið að setja inn eina sígilda og góða uppskrift af heilsudrykk sem er algjört dúndur og er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég byrja oftast daginn á Grænni bombu sem er svo frískandi og fullur af næringarefnum.
 
Hér er uppskrift fyrir ykkur kæru lesendur.

Græn bomba Unnar Pálmars:

1 epli
4 lúkur spínat
5 cm engifer
6 gulrætur
500 ml af vatni

Setjið hráefnið í blandara ásamt klaka, þeytið saman og gaman er að drekka úr fallegu glasi. Drykkurinn bragðast einfaldlega betur. Verið óhrædd við að prófa ykkur áfram í heilsudrykkjunum. 
 
Endilega prófið þessa uppskrift kæru lesendur.
 
Munið að njóta lífsins í jólaundirbúningum. 
 

Unnur Pálmarsdóttir

Mannauðsráðgjafi Zenter og eigandi Fusion

 
https://www.facebook.com/UnnurPalmars/ 
 
 
 
Unnur Pálmarsdóttir

Unnur Pálmarsdóttir

Unnur Pálmarsdóttir lauk MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2012,  diplómanámi í mannauðsstjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2008 og mun ljúka M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2019.  

Unnur er mannauðsráðgjafi, hóptímakennari og eigandi Fusion. 

Unnur er höfundur að líkamsræktarkerfunum Fusion Pilates, Kick Fusion og Dance Fusion. 

Unnur hefur unnið á flestum sviðum mannauðs- og fræðslumála. Hún hefur unnið við mannauðsstjórnun, fræðslumál, breytingastjórnun, stefnumiðaða stjórnun í heilsu-og líkamsræktariðnaðinum bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig kennt á ráðstefnum, haldið erindi um heim allan og er frumkvöðull í menntun hóptímakennara og þjálfara á Íslandi.  hefur starfað sem ráðgjafi og kennari hjá Virgin Active og David Lloyd í Bretlandi í mörg ár. Unnur er eigandi og stofnandi að Fusion og umboðsaðili Train Fitness líkamsræktarkerfanna frá Bretlandi. 

www.fusion.is 

 

 

 

 

Meira