c

Pistlar:

29. desember 2016 kl. 11:40

Unnur Pálmarsdóttir (unnurpalmars.blog.is)

Detox drykkur Unnar Pálmars


Unnur Pálmars Detox drykkur

Detox drykkurinn sem ég drekk oft er í miklu uppáhaldi og sígildur. Uppskriftin hittir í mark og tala nú ekki um eftir hátíðirnar. 

Detox-drykkur 

1 lítri vatn
1 sítróna
1 lime
1/2 agúrka
engifer (5 sentímetrar, skorið niður)
grænt te duft
10 mintu lauf
klakar að vild

Allt sett saman í könnu og hrært vel saman eða blandað saman í blandara. Gott er að geyma í ísskápnum yfir nótt.

Detox-drykkinn er hægt að bera fram kaldan eða heitan.

Skreytið svo með lime, mintulaufum eða sítrónu og fullt af hamingju.

Njótið kæru lesendur.

Unnur Pálmarsdóttir

Mannauðsráðgjafi Zenter og eigandi Fusion

Unnur Pálmarsdóttir

Unnur Pálmarsdóttir

Unnur Pálmarsdóttir lauk MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2012,  diplómanámi í mannauðsstjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2008, M.Sc. gráða í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2020.  

Unnur er mannauðsráðgjafi, hóptímakennari, einkaþjálfari og eigandi Fusion, fararstjóri Úrval Útsýn, eigandi Fusion Fitness Academy, UP Online Health Club og kennir á ráðstefnum og fræðsluerindi erlendis. 

Unnur er höfundur að líkamsræktarkerfunum Fusion Pilates, Kick Fusion, Hot Fusion og Dance Fusion. 

Unnur hefur unnið á flestum sviðum mannauðs- og fræðslumála. Hún hefur unnið við mannauðsstjórnun, markaðsstjórnun, fræðslumál, breytingastjórnun, stefnumiðaða stjórnun í heilsu-og líkamsræktariðnaðinum bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig kennt á ráðstefnum, haldið erindi um heim allan og er frumkvöðull í menntun hóptímakennara og þjálfara á Íslandi.  hefur starfað sem ráðgjafi og kennari hjá Virgin Active og David Lloyd í Bretlandi í mörg ár. Unnur er eigandi og stofnandi að Fusion. 

www.fusion.is 

 

 

 

 

Meira