c

Pistlar:

24. janúar 2017 kl. 11:35

Unnur Pálmarsdóttir (unnurpalmars.blog.is)

Góð heilsa fyrir mannauðinn

FINAL_UNNUR_GO1011-2016-0073-EditGóð heilsa er starfsmönnum mikilvægust í lífinu.

Heilsurækt í lífi og starfi. 

Á nýju heilsuári setjum við okkur ný markmið og stefnu. Heilsan skiptir okkur öll miklu máli því er nauðsynlegt að hlúa vel að líkama og sál. Mikilvægt er fyrir fyrirtæki og stofnanir að huga vel þessum þáttum sem snúa að heilsu og lífsgæðum starfsfólks. Hvetja starfsmenn til að stunda heilsurækt í lífi og starfi því með því móti verður vinnuumhverfðið betra og eflir lífsgæði starfsmanna. Besta leiðin er að byrja að hreyfa sig og breyta rólega um mataræði, setja sér raunhæf markmið og fylgja þeim eftir. Við sækjum flest í góðan félagsskap og því er það kostur að stunda heilsurækt með æfingafélaga sem gerir það að verkum að líkamsræktin verður skemmtilegri því félagslegi þátturinn spilar stórt hlutverk í vellíðan og skemmtun við þjálfun. Hér eru nokkur góð ráð til efla og stuðla að aukinni heilsueflingar á líkama og sál á vinnustöðum.

  1. Lífsgæði. Íþróttir og líkamsrækt er besta og skemmtilegasta leiðin til að varðveita eigin heilsu. Við eigum aðeins einn líkama og heilsan okkar er það dýrmætasta sem við eigum. Líkamsrækt gefur þér tækifæri til að slaka á, og njóta lífsins sem gerir þig hamingjusamari. Aukin líkamsrækt getur einnig hjálpað þér að tengjast betur fjölskyldu, vinnufélögum og vinum í skemmtilegu, félagslegu og hvetjandi umhverfi. Iðkun heilsuræktar eða ganga t.d. 30 mínútur rösklega getur hjálpað þér að losa um streitu, vanlíðan og gefur þér aukna orku á líkama og sál. Stattu upp reglulega frá skrifborðinu og gefðu þér tíma til að hreyfa þig í t.d.hádegishlé og kaffitímum ávinningurinn er mikill og þér líður betur í lífi og starfi.
  1. Næring. Ert þú að fá góða og holla næringu yfir daginn? Fyrirtæki og stofnanir eru sífellt að stuðla enn betur að heilsueflingu með því að bjóða upp á næringaríkt og fjölbreytt fæði á vinnustöðum. Því er gott markmið að skrifaða niður matardagbók sem getur hjálpar þér að átta þig á því hvort þú ert t.d að borða og drekka of mikið á kvöldin, sleppir morgunmat eða borðar meira þegar þú ert stressuð/aður. Mikilvægt er að huga vel að fæðinu og hafa það fjölbreytt, drekka nóg af vatni yfir daginn og orkan verður meiri og jafnari yfir daginn.

  

  1. Fjárfesting í mannauði. Innleiðing á heilsustefnu og heilsueflingu á vinnustöðum er góð fjárfesting í mannauði. Heilsuefling skilar ávinningi fyrir vinnustaðinn, starfsmenn og þjóðfélagið í heild sinni. Starfsmenn verða heilsuhraustari, jákvæðni eykst, hvatning verður meiri og vinnustaðurinn verður eftirsóknarverðari. Hreyfingin verður hluti að fyrirtækjamenningunni. Liðsheildin eykst við iðkun líkamsræktar innan vinnustaða og stofnanna og nýsköpun verður enn meiri. Einnig er mikilvægt að efla þekkingu starfsmanna á leiðum til að viðhalda góðri heilsu og til heilsubótar til framtíðar.

 

  1. Heilsurækt styrkir ónæmiskerfið. Líkamsrækt örvar ýmis efni heilans gera þig tilfinningalega hamingjusamari og hefur áhrif á eigin vellíðan sem gerir það að verkum að við verðum enn skapbetri í skammdeginu. Ónæmiskerfið styrkist með daglegri líkamsrækt og hreyfingu. Sjálfstraust og vellíðan á líkama og sál eykst. Heilsuefling innan fyrirtækja og stofnanna dregur úr veikindum starfsmanna, slysum og fjarvistum sem orsakast af vinnutengdu álagi.
  1. Markmiðasetning í heilsurækt. Markmiðasetning er mikilvægur þáttur til að ná árangri. Settu þér markmið að stunda heilsurækt daglega og engar afsakanir. Í nútíma samfélagi og á vinnustöðum er hægt að iðka heilsurækt hvar sem er. Fara í göngur, hlaupa, synda, dansa eða stunda líkamsræktina heima í stofu. Það er svo hollt og gott fyrir líkama og sál. Setjum okkur raunhæf markmið og náum þeim.
  1. Nægur svefn. Þegar við stundum meiri hreyfingu þá þurfum við meiri svefn. Svefnleysi getur m.a stuðlað að því að þú borðar meira og þú finnur frekar til svengdar. Því er nauðsynlegt að ná góðum svefni til að ná meiri árangri í heilsurækt og í lífi og starfi.

Eins og má sjá er mikilvægt fyrir mannauðinn að fyrirtæki og stofnanir innleiði heilsueflandi stefnur sem hvetur mannauðinn til dáða á öllum sviðum heilsuræktar. Við viljum öll vera betri í dag en í gær og vera fyrirmyndir í daglegu lífi. Við erum öll mismunandi og því er mikilvægt að finna sér hreyfingu sem hentar okkur vel á líkama og sál. Aðalatriðið er að gefast ekki upp þótt á móti blási og halda ávallt áfram. Gefum okkur tíma til að huga vel að líkama og sál og lifa í núinu. Stundum koma nokkrir erfiðir dagar þá er ráð að stíga eitt skref aftur og tvö skref áfram.

Við eigum aðeins einn líkama og því munum við að góð heilsa er gulli betri.

Unnur Pálmarsdóttir, MBA og M.Sc. nemi í mannauðsstjórnun. 

Mannauðsráðgjafi Fusion

Unnur Pálmarsdóttir

Unnur Pálmarsdóttir

Unnur Pálmarsdóttir lauk MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2012,  diplómanámi í mannauðsstjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2008, M.Sc. gráða í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2020.  

Unnur er mannauðsráðgjafi, hóptímakennari, einkaþjálfari og eigandi Fusion, fararstjóri Úrval Útsýn, eigandi Fusion Fitness Academy, UP Online Health Club og kennir á ráðstefnum og fræðsluerindi erlendis. 

Unnur er höfundur að líkamsræktarkerfunum Fusion Pilates, Kick Fusion, Hot Fusion og Dance Fusion. 

Unnur hefur unnið á flestum sviðum mannauðs- og fræðslumála. Hún hefur unnið við mannauðsstjórnun, markaðsstjórnun, fræðslumál, breytingastjórnun, stefnumiðaða stjórnun í heilsu-og líkamsræktariðnaðinum bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig kennt á ráðstefnum, haldið erindi um heim allan og er frumkvöðull í menntun hóptímakennara og þjálfara á Íslandi.  hefur starfað sem ráðgjafi og kennari hjá Virgin Active og David Lloyd í Bretlandi í mörg ár. Unnur er eigandi og stofnandi að Fusion. 

www.fusion.is 

 

 

 

 

Meira