c

Pistlar:

22. mars 2021 kl. 15:00

Unnur Pálmarsdóttir (unnurpalmars.blog.is)

Sjö skref í innleiðingu á heilsustefnu

COLOR_POP Sjö skref í innleiðingu á heilsustefnu  

Á breytingatímum sem þessum er mikilvægt fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnanna að huga vel að andlegri og líkamlegri heilsu starfsmanna. Mannauðurinn felst í heilsu starfsfólks, kjarnafærni og því er það ábyrgð yfirmanna að leiða heilsueflandi stefnur til framtíðar.

Ég hef alltaf haft brennandi ástríðu fyrir menntun, hreyfingu, mannauðsmálum í mastersnámi mínu í mannauðsstjórnun var megintilgangur ritgerðar minnar að skoða nánar og rannsaka hvernig innleiðingu að heilsustefnu væri háttað og hvort að stuðningur stjórnenda skipti máli við innleiðingu á slíkri stefnu.

Í lokaritgerð minni í mannauðsstjórnun þá fjallaði ég um sjö skref í innleiðingu á heilsustefnu og nálgunin var með breytingastjórnun og stefnumiðaða stjórnun að leiðarljósi og þau verkfæri sköpuð sem hægt er að nota til innleiðingar á slíkri stefnu í framtíðinni. 

Fyrsta skrefið er framkvæma þarfagreiningu innan fyrirtækis og setja markmið og tímalínu innleiðingar. 

 Annað skref er að byggja upp heilsusamlegt og styðjandi vinnuumhverfi þar sem stefna og hlutverk eru skýr, þjálfun og fræðsla fer fram. Þetta gagnast öllum starfsmönnum, hvetur til heilbrigðra lífshátta og hefur jákvæð áhrif á líðan. 

 Þriðja skrefið er að huga að 360 gráðu heilsu. Skoðuð er fjárhagsleg, líkamleg, andleg, geð-, félagsleg, svefn og tilfinningaleg heilsa. Skoðaðir eru áhættuþættir í vinnuumhverfi og brugðist við þeim. 

 Fjórða skrefið er að taka skal tillit til ólíkrar vinnufærni fólks og stuðla að því að einstaklingar með minna úthald eða færni haldist á vinnumarkaði og komi aftur til starfa eftir slys eða veikindi, hvort sem þau eru andleg eða líkamlegs eðlis. 

 Fimmta skrefið er að bjóða reglulega upp á heilsufarsúttektir, svo sem blóðþrýstingsmælingar, kólesterólmælingar og fleira. Einnig verður reynt að bjóða upp á fyrirbyggjandi aðgerðir svo sem bólusetningar fyrir flensu.

 Sjötta skrefið er að innleiða fræðslu og bjóða starfsfólki reglulega upp á námskeið um skyndihjálp, næringarráðgjöf, starfsstellingar og fleira, sem eru ætluð öllu starfsfólki fyrirtækis og stofnunar. Starfsmannafélagið greiðir árlega niður líkamsræktarkort fyrir starfsmenn allt að 20.000 kr. 

 Sjöunda skrefið er að Innleiða og hafa aðgang að heilsusamlegu og næringarríku fæði fyrir starfsfólk. Boðið er upp á næringarríkan mat alla daga fyrir starfsfólk Vinnustaðurinn verður reyklaus og vímulaus og því er mikilvægt að bjóða því starfsfólki upp á stuðning sem á því þarf að halda.

Mikilvægt er að hafa ábyrgðarmann fyrir innleiðingu á slíkri stefnu.  Í framhaldinu þarf að skoða á þriggja mánaða fresti hvernig gengur að innleiða stefnuna og að lokum mæla árangur starfsfólks í heilsufarsmælingum.  Gera þarf ráð fyrir fjárhagskostnaði í upphaf hvers árs við slíka stefnu og ráðgjöf  í  sambandi við heilsurækt og til að innleiða þá kunnáttu og kjarnarfærni sem þarf fyrir hvert fyrirtæki.


Unnur Pálmarsdóttir

MBA, M.Sc mannauðsstjórnun

Eigandi Fusion

www.fusion.is

unnur@fusion.is 

Unnur Pálmarsdóttir

Unnur Pálmarsdóttir

Unnur Pálmarsdóttir lauk MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2012,  diplómanámi í mannauðsstjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2008, M.Sc. gráða í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2020.  

Unnur er mannauðsráðgjafi, hóptímakennari, einkaþjálfari og eigandi Fusion, fararstjóri Úrval Útsýn, eigandi Fusion Fitness Academy, UP Online Health Club og kennir á ráðstefnum og fræðsluerindi erlendis. 

Unnur er höfundur að líkamsræktarkerfunum Fusion Pilates, Kick Fusion, Hot Fusion og Dance Fusion. 

Unnur hefur unnið á flestum sviðum mannauðs- og fræðslumála. Hún hefur unnið við mannauðsstjórnun, markaðsstjórnun, fræðslumál, breytingastjórnun, stefnumiðaða stjórnun í heilsu-og líkamsræktariðnaðinum bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig kennt á ráðstefnum, haldið erindi um heim allan og er frumkvöðull í menntun hóptímakennara og þjálfara á Íslandi.  hefur starfað sem ráðgjafi og kennari hjá Virgin Active og David Lloyd í Bretlandi í mörg ár. Unnur er eigandi og stofnandi að Fusion. 

www.fusion.is 

 

 

 

 

Meira