Pistlar:

7. október 2022 kl. 12:38

Valdimar Þór Svavarsson (valdimarsvavarsson.blog.is)

Er að kafna í sambandinu

Kafna í sambandi

Líður þér stundum eins og þú sért að kafna í sambandinu þínu? Er stundum eins og makinn þinn sé svo þurfandi og háður þér að það er ekki ósvipað því að vera með barn á framfæri? Langar þig stundum að flýja í eitthvað sem veitir þér spennu, til dæmis mikið vinnuálag og streitu, krefjandi heilsurækt, jaðarsport eða jafnvel að daðra við annan aðila, bara til að fá einhvern létti og gleði í lífinu? Ef svo er þá eru þetta eru merki um ákveðin undirliggjandi vandamál sem margir eru að takast á við í sambandi sínu og upplifa jafnvel að þetta eigi sér stað aftur og aftur, jafnvel þó þeir fari úr einu sambandi yfir í annað.

Eðlilega velta sumir því fyrir sér af hverju í ósköpunum þeir endi með maka sem virðist ekki geta staðið almennilega á eigin fótum og virðast svo háðir sambandinu og makanum sínum að það tekur alla orku frá þeim. Það gera sér fáir grein fyrir því að þetta er í flestum tilvikum sjálfskapaður vandi og tengist fræðum sem kallast ástarfíkn og ástarforðun (e. Love addiction - love avoidant) og er ástand sem háir gríðarlega mörgum um heim allan.

Ástæðurnar fyrir því að einstaklingar „lenda“ í svona samböndum eru vegna þess að þeir kalla það í raun yfir sig með ákveðnum karaktereinkennum sem kallast að vera bjargvættur. Bjargvættir eru góðir í að laða að sér einstaklinga sem eru af ákveðnum ástæðum í þörf fyrir að einhver bjargi sér, einstaklingar sem þrá nánd og tilfinningar á ýktan hátt, eitthvað sem kallast ástarfíkn. Í báðum tilvikum eru orsakir að finna í því að alvarlegar skekkjur áttu sér stað í uppvextinum sem veldur því að þessir aðilar koma til leiks út í lífið annað hvort með ýkta þörf fyrir viðurkenningu, nánd og tilfinningar eða hafa ekki getuna til að veita nánd og vera í tilfinningaríku sambandi en eru góðir í að bjarga þeim sem þurfa að láta bjarga sér.

Til þess að fræðast betur um þessi mál er hægt að skrá sig á netnámskeiðið Sársauki í sambandi sem haldið er hjá Fyrsta skrefinu

mynd
3. febrúar 2019 kl. 13:05

Ert þú útbrunninn?

Ertu útbrunninn? Ég man eftir því að sitja fyrir framan vinkonu mína sem vinnur sem ráðgjafi og var að segja henni frá því að ég væri að upplifa óstjórnlegan kvíða, hreinlega skalf yfir daginn og lítið þurfti til að auka kvíðann verulega, svo mikið að ég var nánast lamaður á köflum. Ég skildi ekkert í þessu, ég sem er alltaf svo kraftmikill og hreinlega leita uppi krefjandi áskoranir. Þessi góða meira
mynd
15. júní 2018 kl. 10:35

Er meðvirkni aumingjaskapur?

Hugtakið meðvirkni (e. codependency) kemur upprunalega frá hugmyndum sem tengjast alkahólisma og þeirri umbreytingu sem varð á lífi alkahólista með hjálp AA samtakanna. Þessar hugmyndir má rekja 80 ár aftur í tímann en orðið „meðvirkni“ kemur þó fyrst almennilega fram í kringum 1980. Það er því ekki að undra að það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar talað er um meðvirkni er maki meira
mynd
15. janúar 2018 kl. 12:21

Persónuleg stefnumótun

Í upphafi hvers árs fer af stað umræðan um áramótaheit og markmið fyrir komandi ár. Margir láta hugann reika, sjá fyrir sér hvað þeim langar að gera og upplifa vellíðan við tilhugsunina eina. Mjög gjarnan tengjast þessi markmið einhverju líkamlegu, að auka styrk, fækka kílóum, hlaupa lengra, klífa fjöll og ýmislegt í þeim dúr. Með tilhlökkun og von í brjósti er farið af stað, nú skal það takast, á meira
mynd
28. september 2016 kl. 12:24

Talar þú niður til þín?

„Ég er ógeðsleg“, „Ég get þetta ekki“, Ég geri aldrei neitt rétt“, „Ég er feitur“, „Ég er svo heimsk“, „Það vill enginn heyra það sem ég hef að segja“, „Ég get ekki lært“, „Það hefur enginn áhuga á mér“, „Ég næ aldrei árangri“, „Ég er svo ljót“.. Svona setningar hljóma í hugum margra meira
mynd
5. september 2016 kl. 23:05

Í kjölfar framhjáhalds - 6 algeng vandamál við endurreisn sambands

Framhjáhald er verknaður sem allir í parasamböndum og hjónaböndum vonast til að þurfa ekki að takast á við. Það er engu að síður dapur fylgifiskur lífsins og rúmlega tveir af hverjum tíu aðilum heldur framhjá einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta hlutfall á þó meira við um karlmenn þar sem konur halda að jafnaði síður framhjá. Konur nálgast þó karlana ef tekið er inn í myndina það sem kallast gæti meira
mynd
24. júní 2016 kl. 17:35

Burðast þú með kynferðislega skömm?

Orðatiltækið „að skila skömminni“ er vel þekkt þegar rætt er um kynferðislega misnotkun af einhverju tagi. Þegar nánar er að gáð er heilmikil þýðing bakvið þetta orðatiltæki. Í raun og veru er það þannig að þegar kynferðisofbeldi á sér stað má segja að sá sem beytir því kunni ekki að skammast sín en sá sem verður fyrir því tekur skömmina á sig, þrátt fyrir að eiga ekki að bera hana. meira
mynd
18. maí 2016 kl. 10:13

Er sambandið innihaldslaust?

„Við erum bara orðin eins og systkini“ er setning sem stundum heyrist hjá pörum sem hafa verið saman í einhvern tíma og þykir lítid um að vera í sambandinu. Eins og gerist og gengur þá er oftast nóg um að vera hjá okkur flestum, vinna, félagslíf, heilsurækt, nám og fleira sem allt tekur sinn tíma. Þeir sem eiga börn vita að það tekur heilmikinn tíma að sinna þörfum þeirra. Mjög algengt meira
mynd
8. apríl 2016 kl. 16:16

Frá draumaprins í drullusokk

Ég hef ítrekað heyrt frásagnir fólks sem er í vandræðum í samskiptum við makann sinn og lýsingin er gjarnan á þá leið að makinn hafi umbreyst frá því að vera hinn fullkomni maður eða kona yfir í að verða fjarlægur, tilfinningalega lokaður og í sumum tilvikum kominn á kaf í allskyns stjórnleysi og jafnvel óheiðarleika. „Ég skil bara ekki hvernig hann getur breyst svona mikið, frá því að vera meira
mynd
7. apríl 2016 kl. 14:43

Finnst þér þú minna virði?

Hugtakið meðvirkni er notað yfir breytingu sem á sér stað við vanvirkar uppeldisaðstæður. Þegar ákveðnum grunneiginleikum okkar er ekki sinnt á virkan hátt þegar við erum börn, þá verður til skekkja sem leiðir til meðvirkni. Þegar talað er um grunneiginleika barna þá eru það fimm þættir sem öll börn eiga sameiginlega og mikilvægt er að hlúa að þeim á nærandi máta. Eitt þessara fimm atriða er að meira
mynd
7. apríl 2016 kl. 14:15

Hvað getur þú gert?

Það er í raun ótrúlegt hvað maðurinn getur gert og enn ótrúlegra hvað hugurinn getur haft mikil áhrif á það hvað við gerum, eða gerum ekki.  Það er til góð tilvitnun frá Henry Ford sem sagði, „Whether you think you can, or you think you can't--you're right.“  Með þessari setningu var Henry Ford að segja að það byggist algjörlega á þinni eigin trú hvað þú getur í raun gert. Ef meira
mynd
7. apríl 2016 kl. 14:11

Eru áfengis- eða vímuefnavandamál í þinni fjölskyldu?

Það er fátt sem reynist erfiðara viðureignar en vandamál tengd áfengis- og vímuefnanotkun, það þekkja þeir sem reynt hafa. Skiptir þá engu máli hvort um er að ræða einstakling sem á í erfiðleikum með að stjórna neyslu sinni eða þeim sem standa honum næst, allir þjást á sinn hátt. Um það bil einn af hverjum fjórum Íslendingum leita sér aðstoðar eða meðferðar vegna stjórnleysis í tengslum við meira
Valdimar Þór Svavarsson

Valdimar Þór Svavarsson

Valdimar Þór Svavarsson starfar sem ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, ráðgjafaþjónustu. Hann er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun og BA gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Auk þess er hann sérfræðimenntaður í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody sem fjalla um áföll í samskiptum í uppvextinum sem hafa áhrif á mótun okkur síðar meir, í daglegu tali kallað meðvirkni. Þá er hann einnig með ACC vottun sem markþjálfi og teymisþjálfi. Valdimar hefur víðtæka reynslu af úrvinnslu í tengslum við meðvirkni, samskipti para og hjóna og hefur í mörg ár unnið með fíknitengd vandamál, meðal annars varðandi áfengi, vímuefni og mataræði. Sjá nánar á www.fyrstaskrefid.is

Meira