c

Pistlar:

8. júní 2011 kl. 22:19

Valentína Björnsdóttir (valentina.blog.is)

Rabarbara chutney

Rabarbarinn bústinn

Í norðan nepjunni um daginn ákvað ég að vingast við vorið og rölti mér niður í matjurtagarðinn minn. Þar tók rabarbarinn á móti mér svona líka bústinn og búsældarlegur. Hann kippir sér greinilega ekkert upp við kuldatíð, sjálfsagt öllu vanur á okkar harðbýla landi.

Graslaukurinn var líka orðin mynadarlegur enda hefur hann skjól af vini sínum rabarbaranum. Aðrir íbúar garðsins eins og t.d salatið ,morgunfrúin og fjólurnar bíða þess enn að vera fluttir búferlum úr bílskúrnum. Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga segir í kvæðinu. Við verðum að trúa því að sumarið verði að lokum sumar með öllu sínu yndi.

Í framandi félagsskap.

Austur á Indlandi er hefð fyrir því að bera fram kryddaðar sultur með matnum sem kallast Chutney. Oftast eru þau frekar sterk og ljá máltíðinni framandi blæ. Að virðingu við rabarbarann ákvað ég að kippa með mér nokkrum stilkum, og reyna við chutneygerð. Úr varð þessi uppskrift ,hver og einn verður að finna út sinn styrkleika. Þessi uppskrift er ekkert mjög sterk en leikur vel á alla bragðlaukana og gefur hita í kroppinn.

Rabarbara chutney

2 tsk cumminfræ

2 tsk corianderfræ

8 heilar cardamommur

1 kanelstöng sjóða með í ca 1 klst

1 epli skorið í bita

30 döðlur skornar í bita

1 bolli rúsínur

1 bolli appelsínusafi

2 rauð chilli

1 tsk rauðar chilliflögur þurrkaðar (smekksatriði)

700 gr rabarbari sneiddur

6 msk engifer gróft saxaður

3 dl hunang

4 myntulauf sett útí í restina

1 bolli pekanhnetur góft saxaðar

svartur pipar

salt

Ristið kryddin í potti í ca 1 mín hrærið stöðgt í passið vel að þau brenni ekkiSetjið allt annað hráefni útí nema myntu og pekanhnetur og látið sjóða við vægan hita í 1 til 2 tíma.Bætið útí myntu og pekanhnetum í lokin saltið og piprið eftir smekk.

Valentína Björnsdóttir

Valentína Björnsdóttir

Áhugamanneskja um lífsins lystisemdir og heilsusamlegt líferni. Framkvæmdarstjóri Móður Náttúru sem framleiðir grænmetisfæði fyrir stóreldhús og á neytendamarkað.

Meira