c

Pistlar:

17. júlí 2011 kl. 0:33

Valentína Björnsdóttir (valentina.blog.is)

Minningar í tebolla

img_5909.jpg

Það er hásumar og náttúran skartar sínu fegursta, þetta er svona ekta sumardagur himininn svo undursamlega blár,skýjabólstranir búttaðir og skjannahvítir, sólin skín og breiðir geisla sína yfir veröldina sem getur ekki annað en sett upp glaða svipinn.

Svona dásemdardagar fá mann til að halda að dýrðin vari að eilífu, friður ró og fegurð eru einkunarorð töframáttar íslenskrar náttúru þessi dýrmætu augnblik fanga sálina og næra. Að ganga á vit náttúrunnar er eitt það besta sem við getum gert til að efla lífsorkuna, og á einhvern yfirnáttúrulegan hátt fær mann til að gleyma stað og stund og verða eitt með sér í algleymi. Ég hef þá trú að á slíkum stundum losi hver einasta fruma í líkamanum sig við uppsafnaða streitu og endurnæri sig.

 Þó svo að sumarið sé stutt og veðrið ekki alltaf eins og okkur langar til að hafa það, er orkan sem sem býr í náttúrunni ómetanleg og gjöful. Náttúran býður okkur uppá að fanga allt sitt sumaryndi ef við bara viljum. Eins og t.d í íslensku jurtunum sem auðvelt er að tína og þurrka en þær eru afar heilnæmar og bragðgóðar í te.

Hin blíða og bjarta sumarnótt, daggardropi á strái og birkiylmur eftir rigningarskúr verða minningar í tebolla sem gott er að ylja sér við í köldu skammdeginu og vekja með manni von um að fá enn eitt sumar til að elska.

Birkilauf, blóðberg, hrútaberjalyng, maríustakkur og blágresi er góð teblanda.Til að þurrka jurtirnar er gott að hengja þær upp í knippum á hlýjum og dimmum stað.

Í Bókinni íslenskar lækningajurtir eftir Arnbjörgu Lindu Jóhannsdóttur fá finna mikinn fróðleik um lækningamátt jurtanna og hvergnig sé best að meðhöndla þær,frábær bók sem hiklaust má mæla með.

Valentína Björnsdóttir

Valentína Björnsdóttir

Áhugamanneskja um lífsins lystisemdir og heilsusamlegt líferni. Framkvæmdarstjóri Móður Náttúru sem framleiðir grænmetisfæði fyrir stóreldhús og á neytendamarkað.

Meira