Pistlar:

6. júlí 2017 kl. 21:01

Vilborg Arna Gissurardóttir (vilborgarna.blog.is)

Hey, förum í útilegu!

Það að gista í tjaldi er frábær upplifun þegar manni líður vel, að sofa í náttúrinni og anda að sér fersku súrefni fær mann til að vakna endurnærður á líkama og sál. Að sama skapi getur upplifunin orðið neikvæð ef manni er kalt eða nær ekki að festa svefn af einhverjum ástæðum.  Hér koma nokkur ráð til þess að fá sem mest út úr tjaldsvefninun.

Íslenskar sumarnætur eru ekkert alltaf hlýjar og því getur skipt máli að klæða sig rétt fyrir svefninn ef svefnpokinn er ekki þeim mun hlýrri.  Sumarpokinn minn miðar að því að geta sofið í 4° hita en samt liðið vel. Ég er nú óttaleg kuldaskræfa svo ég klæði mig nánast alltaf í ullarnærföt þegar ég gisti í tjaldi og þá líður mér frábærlega vel. Mesta hitatapið er út um hnakkann svo að skella húfu á kollinn er alveg möst ef manni er kalt. Mér finnst frábært að nota svona húfukollu því að er hægt að bretta faldinn niður og skýla augunum ef það er of bjart inni í tjaldinu.Flestir þekkja að geta ekki sofnað ef þeim er kalt á fótunum og því er gott að fara í ullarsokka, ég nudda líka oftast tásurnar áður en ég fer í þá og lykilatriði er að vera 100% þurr á fótunum.

Þeir sem eiga Nalgene flösku eða eitthvað sambærilegt sem þolir hita geta soðið sér vatn og notað flöskuna til þess að hita pokann upp. Þetta er eitt það notalegasta þegar gist er í tjaldi í mjög köldum aðstæðum.

Fyrir þá sem eiga erfitt að festa svefn og þurfa að hafa algjört hljóð í kringum sig er nauðsynlegt að nota eyrnartappa. Mér finnst það alveg frábært ef það er vindur og læti í tjaldinu.

Ég mæli líka með því að fara heitur ofan í pokann því líkaminn á erfitt með að hita sig upp þegar hann liggur í kyrrstöðu. Það er annaðhvort hægt að fara í stutta göngu fyrir svefninn eða gera magaæfingar í pokanum. Það fær blóðið á hreyfingu og hitar kroppinn.IMG_7002-e1471012523119

mynd
21. júní 2017 kl. 18:21

Útilíf fyrir alla fjölskylduna

Náttúran er okkar stærsti leikvöllur með óþrjótandi tækifærum og möguleikum á góðri hreyfingu utandyra. Útileikir eru bæði hvetjandi og skemmtile afþreying fyrir alla fjölskylduna allt árið um kring og börn og leikir eiga svo vel saman. Í leikjum eru þau frjáls, öðlast hvatningu og gleði og byggja upp sjálfstraust sitt. Að kanna umhverfið fyrir leik er eitt það fyrsta sem börn gera, þar á eftir meira
mynd
30. maí 2017 kl. 14:27

Dagbók frá Himalaja: 6. Lífið í grunnbúðum Everest

Ég gekk inn í grunnbúðir þann 18. apríl nákvæmlega þremur árum eftir að íshrunið átti sér stað í Khumbuísfallinu. Ég verð alltaf pínu meyr þennan dag og því mjög hugsi þegar ég gekk inn í búðirnar okkar. Aðstæður okkar í grunnbúðum eru ágætar, tjaldið mitt er stórt og rúmgott svo ég get raðað dótinu mínu og haft góða yfirsýn yfir allt. En kannski eins og gefur að skilja eru aðstæður almennt meira
mynd
23. maí 2017 kl. 13:11

Dagbók frá Himalaja: 5. Blessun frá Lama Geishe

Eitt af því mikilvægasta sem ég geri er að fara í heimsókn til Lama Geishe og fá blessun. Ég virði trúarathafnir heimamanna og tek þátt ef ég á þess kost. Þetta er mér mjög mikilvægt og ég held fast í allar hefðir. Lama Geishe kemur frá Tíbet og eftir því sem ég skil best talar hann ekki Nepölsku. Það er mikil virðing borin fyrir honum. Hann er eldri maður og situr ávallt á sama stað í herberginu meira
mynd
17. maí 2017 kl. 12:09

Dagbók frá Himalaja: 4. Framlög til göngustígagerðar

Við göngum áfram frá Namche og leiðin liggur til Deboche. Stígurinn sem við göngum á er vel gerður, breiður og rúmar vel þá sem eru á ferðinni en það hefur ekki alltaf verið svoleiðis. Árum saman hefur einn maður lagt á sig mikla vinnu við að byggja upp stígakerfið án aðstoðar frá opinberum yfirvöldum. Þetta byrjaði allt fyrir um 50 árum þegar hann byrjaði á að bæta stígana í kringum þorpið sitt meira
mynd
15. maí 2017 kl. 11:06

Dagbók frá Himalaja: 3. Namche Bazar

Namche Bazar er höfuðstaður Sherpanna eins og nafnið Bazar bendir til er þetta markaðs- og kaupstaður. Hingað koma heimamenn með körfur fullar af varningi og eiga viðskipti. Markaðurinn er haldinn á föstudögum og laugardögum. Þarna má finna allt frá ræktuðu grænmeti, osta, smjör, krydd og aðra matvöru yfir í fatnað, skóbúnað og ýmislegt nytsamlegt. Þar sem það eru engir vegir er þetta allt borið á meira
mynd
9. maí 2017 kl. 13:09

Dagbók frá Himalaja 2: Lífrænt ræktað grænmeti í Phading

Við göngum rösklega til Phading þar sem við ætum að fá okkur hádegismat á Namaste Lodge en þar hef ég oft verið áður og kynnst þar konu sem vinnur á tehúsinu. Hún heitir Chhiring Phuti Sherpa og er 31 árs gömul. Foreldrar hennar eiga tehúsið og hún hefur því alist upp í rekstrinum. Hún segir mér að þetta sé elsta gistiheimilið á svæðinu og fjölskylda hennar hafi rekið það í 31 ár. Chhiring talar meira
mynd
4. maí 2017 kl. 10:26

Dagbók frá Himalaja: 1. Hinar mörgu víddir Nepal

Mig hefur dreymt um að klífa Everest í 15 ár og tvisvar hef ég þurft að snúa aftur frá Nepal með sorg í hjarta eftir náttúruhamfarir 2014 og 15. Það var reynsla sem breytti lífi mínu og eftir seinna skiptið var ég ekki viss um að mig langaði að klífa eitt af háu fjöllunum aftur. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég og mun alltaf vera fjallgöngukona svo að hér er ég aftur komin til Nepal að meira
mynd
28. apríl 2017 kl. 13:31

Skemmtileg fjögurra vikna fjallgönguáætlun fyrir sumarið

Hér er ein lauflétt æfingaáætlun fyrir þá sem langar til þess að setja sér fjallgöngumarkmið í sumar. Þetta plan er heppilegt fyrir þá sem vilja t.d. ganga Fimmvörðuháls í sumar, fara Laugaveginn eða sambærilegar gönguleiðir. Útivist er frábær leið til þess að komast í gott form, skoða landið í leiðinni og skapa minningar sem maður lifir á í margar vikur. Fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref meira
mynd
21. apríl 2017 kl. 9:57

Klæddu þig rétt fyrir útivistina

Það er ekki eins flókið að ákveða í hverju maður á að vera eins og það virðist í fyrstu. Frost, vindur, rigning eða sól? Það er mikilvægt að geta brugðist við síbreytilegu veðrinu á Íslandi en jafnframt látið sér líða vel, ekki of heitt og ekki of kalt.  Flestir kjósa að klæða sig í lagskiptan fatnað svo það sé hægt að stýra hitanum en það hentar mun betur heldur en að klæða sig í eina meira
mynd
15. apríl 2017 kl. 12:31

Í form með fjallgöngum

Fjallgöngur eru frábærar sem heilsu- og líkamsrækt. Að svitna undir berum himni, fá púlsinn upp og roða í kinnar. Sumum finnst tilhugsununin um að fara í fjallgöngu yfirþyrmandi ef að reynslan er lítil eða fyrri reynsla hefur ekki verið góð. Það geta nánast allir gengið á fjöll, þetta er bara spurning um að fara rétt að. Byrja á réttum stað og ætla sér ekki of mikið í upphafi. Algengt er að meira
Vilborg Arna Gissurardóttir

Vilborg Arna Gissurardóttir

Ástríða mín er náttúra, útivist og áskoranir og hef ég haft mikla köllun til þess að fylgja draumum mínum eftir. Mottóið mitt er: “Ef þú þráir eitthvað nógu heitt að þá finnurðu leiðina, – annars finnurðu bara afsökunina“. Gildin sem ég hef að leiðarljósi í öllum mínum verkefnum eru jákvæðni, áræðni og hugrekki. Bakgrunnur minn er fyrst og fremst úr ferðaþjónustu en ég hef sinnt hinum ýmsu störfum innan hennar. Ég er með B.A. ferðamálafræðum frá Háskólanum á Hólum í Hjaltadal og hefur auk þess MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Meðal leiðangra sem ég hef farið í eru skíðaferð yfir Grænlandsjökul, farið í siglingarleiðangra og gengið einsömul á Suðurpólinn. Jafnframt hef ég klifið fjöll bæði hér á landi og víða erlendis. Árið 2014 varð ég fyrsta og eina konan í heiminum sem hefur bæði klifið 8000m tind sóló og gengið á pól sóló. Það eru forréttindi að alast upp á íslenskum fjöllum og jöklum. Aðstæðurnar á Íslandi eru oft krefjandi og þá sérstaklega með tilliti til veðurfars. Íslenska náttúran hefur verið góður skóli með öllum sínum litbrigðum. Ég hvet fólk til þess að leyfa sér að dagdreyma því draumarnir eru oft undirrót þess að fólk setji sér markmið. Í dagdraumunum er maður nefnilega alltaf leynt og ljóst að ná markmiðum sínum og maður er að ferðast inn á staði og inn í aðstæður sem manni langar raunverulega að vera á. Auk þess er maður alltaf sigurvegari í sínum eigin draumum og við eigum að hugsa um okkur sem sigurvegara í okkar eigin lífi. Meira