Svona klæddist fína fólkið á Grímunni

Selma Björnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors. Selma var …
Selma Björnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors. Selma var í kjól frá Rokk og Rósum en Unnur Ösp var í kjól frá KronKron. mbl.is/Eggert

Uppskeruhátíð sviðslistanna, Gríman, var haldin við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu 16. júní. Leikarastéttin klæddist í sitt fínasta púss í tilefni dagsins. Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Gunnar Hansson voru kynnar kvöldsins. Veitt voru verðlaun í 16 flokkum sviðslista auk heiðursverðlauna en þau hlaut Oddur Björnsson fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu sviðslista. 

Sýning ársins: Lér konungur

Leikskáld ársins: Auður Jónsdóttir og Ólafur Egill Egilsson fyrir Fólkið í kjallaranum. 

Leikstjóri ársins: Benedikt Adrews fyrir leikstjórn á Lér konungi

Leikari ársins í aðalhlutverki: Arnar Jónsson í Lér konungi

Leikkona ársins í aðalhlutverki: Unnur Ösp Stefánsdóttir í Elsku barni

Leikari ársins í aukahlutverki: Atli Rafn Sigurðsson í Lér konungi

Leikkona ársins í aukahlutverki: Margrét Vilhjálmsdóttir í Lér konungi

Leikmynd ársins: Halla Gunnarsdóttir fyrir Strýhærða Pétur

Búningar ársins: Filippía I. Elísdóttir fyrir Ofviðrið

Lýsing ársins: Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir Ofviðrið

Tónlist/hljóðmynd ársins: Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir fyrir Lér konung

Söngvari ársins: Ólafur Kjartan Sigurðsson í Rigoletto

Dansari ársins: Gunnlaugur Egilsson fyrir Pars Pro Toto

Danshöfundur ársins: Valgerður Rúnarsdóttir fyrir Eyjaskeggi

Barnasýning ársins: Brúðusýningin Gilitrutt

Útvarpsverk ársins: Djúpið

Ólafur Björn Ólafsson og Maríanna Clara Lúthersdóttir.
Ólafur Björn Ólafsson og Maríanna Clara Lúthersdóttir. Eggert Jóhannesson
Karl Sigurðsson, Tobba Marinós og Ellý Ármannsdóttir. Tobba var í …
Karl Sigurðsson, Tobba Marinós og Ellý Ármannsdóttir. Tobba var í splunkunýjum kjól frá Warehouse en Ellý var í svörtum leðurjakka af stjúpdóttur sinni. Eggert Jóhannesson
Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey sem klæddist kjól …
Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey sem klæddist kjól úr Rokki og Rósum. Þetta er í fyrsta skipti sem hún kaupir sér síðkjól og kunni vel við sig í honum. Eggert Jóhannesson
Þórunn Erna Clausen, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ragnheiður Elín Clausen …
Þórunn Erna Clausen, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ragnheiður Elín Clausen geisluðu. Þórunn Erna klæddist kjól frá Andersen & Lauth. Eggert Jóhannesson
Jóhanna Pálsdóttir og Arnar Gauti Sverrisson skemmtu sér vel.
Jóhanna Pálsdóttir og Arnar Gauti Sverrisson skemmtu sér vel. Eggert Jóhannesson
Brynja Valdís Gísladóttir, Ingibjörg Reynisdóttir og Kristín Júlíusdóttir.
Brynja Valdís Gísladóttir, Ingibjörg Reynisdóttir og Kristín Júlíusdóttir. Eggert Jóhannesson
Anna Svala Árnadóttir og Bryndís Ásmundsdóttir tóku svarta litinn hátíðlega.
Anna Svala Árnadóttir og Bryndís Ásmundsdóttir tóku svarta litinn hátíðlega. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál