Kasólétt í hlébarðakjól á frumsýningu

Leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir er blómleg þessa dagana og var sérstaklega glæsileg á frumsýningu Djúpsins í Háskólabíói fyrr í dag. Hún klæddist fantaflottum hlébarðakjól sem fór henni vel, en hún á von á sínu þriðja barni með unnustanum, Fjölni Þorgeirssyni.

Djúpið, sem leikstýrt er af Baltasar Kormáki, fær feikigóða dóma. Annar hver frumsýningargestur virðist hafa farið beint í facebook eftir bíóferðina til þess eins að lýsa yfir ánægju sinni með myndina. Það er kannski ekkert skrýtið því myndin átti góðu gengi að fagna á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum. 

Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverkið í myndinni og á þar stjörnuleik. Baltasar Kormákur sagði frá því í Sunnudags Mogganum að tökurnar hefðu verið sérstaklega erfiðar og á einhverjum tímapunkti hefði hann sjálfur þurft að stinga sér til sunds, binda sig við Ólaf Darra, til þess að halda honum inni í rammanum á tökuvélinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál