Tweed Ride í Reykjavík sló í gegn

Ljósmynd/Jón Ólafur Sigurjónsson

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi lét sitt ekki eftir liggja í hjólamenningunni og mætti á Tweed Ride Reykjavík sem haldið var á laugardaginn.

Árið 2009 tóku reiðhjólaáhugamenn í London sig saman og stóðu fyrir hóphjólreiðum í borginni. Þessi atburður var þó ekki bara að koma saman og hjóla, heldur klæddu þátttakendur sig í klassísk föt og dragtir í anda breskra hefðarmanna og -kvenna. Hjólin sem hjólað var á voru á sama hátt klassísk og virðuleg borgarhjól.

2012 var komið að Reykjavík. Tweed Ride Reykjavik var haldið í fyrsta skipti þann 16. júní síðastliðinn og tóku um það bil 70 manns þátt í atburðinum. Tilgangurinn var að hittast og njóta þess að hjóla saman um miðbæ Reykjavíkur. Fólkið hittist fyrir framan Hallgrímskirkju og síðan var lagt af stað niður í bæ, í kringum Tjörnina og að Norræna húsinu þar sem boðið var upp á létta hressingu (íste og límonaði) í boði veitingastaðarins Dill. Hjólatúrinn heppnaðist svo vel að á laugardaginn var Tweed Ride Reykjavík haldið í annað sinn.

Linda Ólafsdóttir, Eggert Gíslason og Kjartan Þorbjörnsson.
Linda Ólafsdóttir, Eggert Gíslason og Kjartan Þorbjörnsson. Ljósmynd/Jón Ólafur Sigurjónsson
Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson. Ljósmynd/Jón Ólafur Sigurjónsson
Ljósmynd/Jón Ólafur Sigurjónsson
Ljósmynd/Jón Ólafur Sigurjónsson
Snorri Guðmundsson.
Snorri Guðmundsson. Ljósmynd/Jón Ólafur Sigurjónsson
Ljósmynd/Jón Ólafur Sigurjónsson
Ljósmynd/Jón Ólafur Sigurjónsson
Ljósmynd/Jón Ólafur Sigurjónsson
Ljósmynd/Jón Ólafur Sigurjónsson
Ljósmynd/Jón Ólafur Sigurjónsson
Ljósmynd/Jón Ólafur Sigurjónsson
Ljósmynd/Jón Ólafur Sigurjónsson
Ljósmynd/Jón Ólafur Sigurjónsson
Benedikt Ingi Tómasson.
Benedikt Ingi Tómasson. Ljósmynd/Jón Ólafur Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál