Systur sameina krafta sína með mökum

Katla og María Krista Hreiðarsdætur voru glaðar á opnuninni.
Katla og María Krista Hreiðarsdætur voru glaðar á opnuninni.

Systurnar Katla og María Krista Hreiðarsdóttir ákváðu að taka höndum saman og opna verslunina Systur og makar á Laugavegi. Það var glatt á hjalla á opnunardaginn og mikil stemning í loftinu. 

Þetta er önnur verslun þeirra systra og maka þeirra, Barkar Jónssonar og Þórhildar Guðmundsdóttur. Í september síðastliðnum opnaði hópurinn samskonar verslun á Akureyri. 

„Markmiðið að ná fram notalegri stemningu í lífsstílsverslun með íslenskri hönnun og framleiðslu í formi fatnaðar, skarts og heimilisvöru,“ segir þær. Katla rekur framleiðslufyrirtækið Volcano Design og María Krista er með merkið Krista Design.

„Systur og makar bjóða einnig upp á snyrtivörur frá  Crabtree & Evelyn og hafa þær notið mikilla vinsælda á Akureyri sem og skyrtur frá Kormáki og Skildi og aðrar smávörur,“ segja þær. 

Búðinni er skipt í nokkrar „deildir“ þótt lítil sé en þar má nefna heimilisdeild, eldhúsdeild, jólahorn, barnahorn og íslenska hlutann en þar má finna úrval vara tengdra landi og þjóð. Herradeildin fær sinn stað hjá herraskartinu og setur fatnaður Volcano punktinn yfir i-ið og nýtur sín ótrúlega vel á milli smáhlutanna.

Þórhildur og Vilborg Guðmundsdætur.
Þórhildur og Vilborg Guðmundsdætur.
Kormákur Geirharðsson mætti í partýið.
Kormákur Geirharðsson mætti í partýið.
María Krista Hreiðarsdóttir og Guðrún Björk Gunnarsdóttir.
María Krista Hreiðarsdóttir og Guðrún Björk Gunnarsdóttir.
Glugginn var glæsilegur á opnunardaginn.
Glugginn var glæsilegur á opnunardaginn.
Systurnar selja eigin hönnun í bland við hönnun annarra.
Systurnar selja eigin hönnun í bland við hönnun annarra.
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda