Stjörnufans á frumsýningu Everest á Íslandi

Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, var frumsýnd við mikinn fögnuð í Smárabíói fyrr í kvöld. Baltasar og hans fólk geislaði í tilefni dagsins.

Myndin var opnunarmyndin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem hófst í byrjun september og síðan þá hefur Baltasar staðið í ströngu við að kynna myndina erlendis. Hann og eiginkona hans, Lilja Sigurlína Pálmadóttir, voru viðstödd í Hollywood í síðustu viku þegar Everest var frumsýnd í Bandaríkjunum. Í gær var myndin svo frumsýnd í Danmörku og dönsku gagnrýnendurnir voru ekki lengi að gefa myndinni fimm stjörnur af sex mögulegum.

mbl.is