Það er frekar óvenjulegt að rithöfundar bjóði heim til sín þegar þeir fagna útkomu nýrra bóka en það gerði Mikael Torfason engu að síður. Hann og eiginkona hans, Elma Stefanía Ágústsdóttir, tóku hlýlega á móti vinum og vandamönnum á heimili sínu í gær. Bókin Týnd í Paradís kom út í vikunni og lofar bókin mjög góðu.
Bókin er einlæg en á sama hátt býsna stuðandi.