Kom starfsfólkinu á óvart með gala-veislu

Marín Magnúsdóttir, einn af eigendum CP, kom starfsfólkinu á óvart …
Marín Magnúsdóttir, einn af eigendum CP, kom starfsfólkinu á óvart með gala-veislu.

Marín Magnúsdóttir, einn af eigendum CP, sem er ráðstefnu-, viðburða- og hvatafyrirtæki, ákvað að fara alla leið þegar hún skipulagði árshátíð fyrirtækisins sem fram fór í Gamla bíó síðasta laugardag. Mikil leynd hvíldi yfir árshátíðinni og vissi enginn hvar hún yrði og fengu starfsmenn ekkert að vita fyrr en á síðustu stundu. 

„Mig langaði að taka þetta alla leið og gefa um leið mínum starfsmönnum algjört frí frá undirbúningi fyrir þetta kvöld,“ sagði Marín þegar hún var spurð út í hinn glæsilega viðburð. „Aðeins mínir frábæru samstarfsaðilar vissu hvað var fram undan og það var ótrúlega gaman að gera þetta svona og ná að koma heilu fyrirtæki svona skemmtilega á óvart,“ segir hún. 

Þegar Marín er spurð hvað skiptir máli þegar viðburðir sem þessir eru skipulagðir segir hún margt þurfa að koma til. 

„Þegar kemur að því að setja upp viðburð eins og þennan skiptir öllu máli að hafa réttu samstarfsaðilana sem telja meðal annars hönnuði, veitingamenn, listamenn og tæknimenn og langar mig að þakka þeim sem komu að þessu með mér innilega fyrir sinn þátt í þessu verkefni. Í okkar fagi skiptir miklu máli að velja með sér gott fólk og höfum við verið afar lánsöm í gegnum tíðina hvað það varðar,“ segir hún. 

Dagana fyrir árshátíðina fengu starfsmenn ýmsar upplýsingar sem stuðluðu að því að byggja upp spennu, forvitni og stemningu fyrir helginni. Einungis lá fyrir að um gala-viðburð yrði að ræða og að staðsetningin yrði á bilinu 101 – 108 Reykjavík. Á hádegi föstudaginn 10. febrúar var svo tilkynnt að starfsmenn ættu að mæta í anddyri Gamla bíós, en þar yrði fordrykkur og svo yrði haldið áfram á annan stað. 

Starfsmenn voru því grunlausir, bæði hissa og „impóneraðir“ þegar veislustjórar kvöldsins buðu gesti velkomna og opnuðu inn í glæsilega skreyttan sal Gamla bíós sem var uppábúinn fyrir margréttaða galaveislu.

Fram undan var svo glæsileg kvöldstund sem innihélt fjölmörg skemmtiatriði og uppákomur. Fersk, fagleg og framúrskarandi árshátíð hjá þessu hugmyndaríka og skemmtilega fyrirtæki. 

Marín lét útbúa þetta glæsilega borð svo allir gætu setið …
Marín lét útbúa þetta glæsilega borð svo allir gætu setið saman í hring. Stóra ljósakrónan kom vel út fyrir ofan borðið.
Eitt af því sem Marín er sérlega góð í er …
Eitt af því sem Marín er sérlega góð í er að búa til stemningu. Það sást vel á borðsskreytingunum og hvernig lagt var á borð.
Guðdómlega fallegt borð.
Guðdómlega fallegt borð.
Starfsfólkið varð orðlaust þegar opnað var inn í salinn.
Starfsfólkið varð orðlaust þegar opnað var inn í salinn.
Eins og sést á þessari mynd var ansi gaman þetta …
Eins og sést á þessari mynd var ansi gaman þetta kvöld.
Það er ekki partí með partíum nema það sé húllað …
Það er ekki partí með partíum nema það sé húllað svolítið.
Tveir á hjóli.
Tveir á hjóli.
Friðrik Dór tók lagið uppi á borði.
Friðrik Dór tók lagið uppi á borði.
Friðrik Dór kann svo sannarlega að skapa rétta stemningu og …
Friðrik Dór kann svo sannarlega að skapa rétta stemningu og keyra upp stuðið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál