Lilja og Baltasar í stuði

Sigmundur Ernir Rúnarsson er höfundur bókarinnar Rúna – Örlagasaga en hún fjallar um Rúnu Einarsdóttur hestakonu. Í tilefni af útkomu bókarinnar var slegið upp heljarinnar teiti í reiðhöll Spretts í Kópavogi og var fullt út úr dyrum. 

Bókin var kynnt, Drengjakór íslenska lýðveldisins tók nokkur lög og að því loknu var hestasýning þar sem sýndir voru ýmsir afkomendur Orra frá Þúfu, frægasta kynbótahests Íslands. 

Engin íslensk kona hefur unnið jafnglæsta sigra á hestbaki heima og erlendis og Rúna Einarsdóttir – og hún kynnti Orra frá Þúfu til sögunnar. Rúna lifði í vellystingum á glæsilegum hestabúgarði í Þýskalandi og ekkert lát virtist vera á velgengninni. Í bókinni segir ekki einungis frá sigrum Rúnu heldur líka konunni á bak við glansmyndina, einsemd hennar og sorgum, konunni sem á tímabili fannst eins og öll sund væru lokuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál