Gunnar og Jónína í partístuði

Gunnar Þorsteinsson og Jónína Benediktsdóttir létu sig ekki vanta þegar Gunnar Birgisson fagnaði útkomu ævisögu sinnar í safnaðarheimilinu Borgum í Kópavogi. Orri Páll Ormarsson er höfundur bókarinnar og las hann upp úr verki sínu. 

Mikill fjöldi mætti til að fagna með Gunnari – bæði bókinni og ævintýralega skjótum bata en Gunnar fékk í síðasta mánuði alvarlegt hjartaáfall þar sem líkurnar á að hann lifði áfallið af voru afar litlar á tímabili.

Líf Gunnars Birgissonar hefur ekki verið neinn dans á rósum. Hann ólst upp við lítil efni og var hálfgerður einstæðingur; átti fjölda hálfsystkina og uppeldissystkina en var meira og minna á eigin vegum frá unglingsaldri. Fljótlega kom í ljós að Gunnar er hamhleypa til verka, hann braust til mennta og þegar hann fann fjölina sína sem verkfræðingur og síðar stjórnmálamaður var fátt sem gat stöðvað hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál