Mögnuð ginkeppni á Hverfisbarnum

Það var fjör á Hverfisbarnum þegar 12 barþjónar kepptu í stærstu alþjóðlegu ginkeppni heims. Um er að ræða úrslitakvöld í BeefeaterMIXLDN sem haldið var á dögunum.

Tólf frábærir barþjónar voru valdir af Beefeater-teyminu í London til að taka þátt í þessu úrslitakvöldi þar sem sigurvegarinn fékk í verðlaun ferð lífs síns til Lundúna á næsta ári. Jónmundur Þorsteinsson frá Apótek Restaurans bar sigur úr býtum með drykkinn  „The treasures of Laugardalur“. Í Lundúnaferðinni mun honum gefast kostur á að búa til sitt eigið gin. 

Þessi keppni hefur verið haldin í sex ár og fékk Ísland loks að taka þátt í ár. Þema keppninnar þetta árið er „borgin þín“ og þurftu kokkteilarnir að vera innblásnir af borginni.

Sebastina Hamilton, Global Brand Ambassador hjá Beefeater, var yfirdómari og krýndi að lokum sigurvegarann. Hann fer til Lundúna í febrúar þar sem hann mun keppa við aðra heimsklassabarþjóna frá 35 löndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál