10 bestu partí ársins 2017!

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, mætir ásamt eiginkonu sinni Önnu …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, mætir ásamt eiginkonu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur. mbl.is/Eggert

Samkvæmislífinu voru gerð góð skil á Smartlandi 2017. Teiti ársins var án efa brúðkaup Jóns Jónssonar og Hafdísar og brúðkaup Arons Einars og Kristbjargar. Svo varð allt vitlaust í VIP-teitinu sem haldið var af H&M. 

Jón Jónsson og Hafdís Jónsdóttir gengu í heilagt hjónaband í júlí og fór athöfnin fram í Dómkirkjunni. Helstu stjörnur landsins fengu boð í þetta ástarpartí. 

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, gekk að eiga Kristbjörgu Jónasdóttur, einkaþjálfara og fitness-drottningu, 17. júní. Brúðkaupið fór fram í Hallgrímskirkju og var blásið til veislu á eftir þar sem þekktustu íþróttamenn landsins skemmtu sér undir sama þaki. 

Sænska móðurskipið H&M opnaði fyrstu verslun sína á Íslandi í Smáralind í ágúst. Áður en dyrnar opnuðust fyrir almenning var frægum boðið í VIP-partí. 

Árið 2017 var gott leikhúsár. Listamennirnir Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir voru dugleg að mæta á frumsýningar. 

Þorrablót eru vinsælar skemmtanir. Jökull, söngvarinn í Kaleo, lét sig ekki vanta þegar Afturelding í Mosfellsbæ hélt sitt árlega þorrablót. Hann var ekki einn á ferð. 

Það var stuð og stemmning í Smáralind þegar KIA instore opnaði. Söngkonan Salka Sól fékk afhenta KIA Sol-bifreið sem er sérmerkt og í hennar anda. 

Þóra Margrét Baldvinsdóttir og Logi Bergmann Eiðsson voru ansi kát í teiti sem haldið var í október. 

Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, mætti í sínu fínasta pússi á kosningavöku Miðflokksins. 

Það varð ekki þverfótað fyrir síðkjólaklæddum skvísum með krullur í hárinu þegar Ungfrú Ísland var valin í ágúst 2017. Eins og myndirnar sýna var þetta ansi gott partí. 

Eitt af pörum ársins, Sigríður Hjálmarsdóttir og Halldór Halldórsson, voru sæt saman í Borgarleikhúsinu í byrjun árs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál