Svartur húmor fyrir allan peninginn

Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson

Leikfélagið Sokkabandið frumsýndi Lóaboratoríum eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur á Litla sviði Borgarleikhússins á föstudaginn var.Verkið er nýtt íslenskt leikverk byggt á samnefndum myndasögum Lóu. Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrir verkinu og leikkonur eru Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir. 

Í tilefni af frumsýningunni var slegði í gott frumsýningarteiti í leikhúsinu. 

Lóaboratoríum er svört kómedía sem fjallar um fjórar mis-starfshæfar konur í tveimur íbúðum sem þurfa að þola hverja aðra í ótilgreindan tíma. Tvær þeirra eru systur en hinar mæðgur. Íbúðirnar eru í ótilgreindu hverfi í Reykjavík. Það mætti vel kalla leikritið eldhúskómík en það tekst á við mannlega hegðun, bæði viðeigandi og óviðeigandi. Flestir ættu að kannast við einhver hegðunarmynstur sem birsta verkinu, hvort heldur sem er hjá sjálfum sér eða fólkinu í kringum sig.


Lóu Hlín hefur komið víða við á síðustu árum. Hún er með BA gráðu í myndlist og MA gráðu í ritlist. Hún hefur verið sjálfstætt starfandi myndlistarmaður og teiknari og hafa myndasögur hennar birt í blöðum á borð við Grapevine og Fréttatímanum. Hún er einnig söngkona hljómsveitarinnar FM Belfast sem hefur ferðast víða og spilað undanfarin. Leikverkið Lóaboratoríum er byggt á samnefndum teiknimyndasögum sem hún hefur gefið út. Í teiknimyndabókunum skoðar Lóa hversdagsleikann og mannlega hegðun með sínum beinskeitta húmor og munu þeir sem þekkja verk hennar eflaust sjá kunnuleg stef í leikverkinu. 

Verkið er unnið í stamstarfi við leikfélagið Sokkabandið en leikhópurinn setti sig í samband við Lóu Hlín með þá hugmynd að gera leikverk uppúr myndasögum hennar. Sokkabandið hefur verið starfandi frá árinu 2004 og er Lóaboratoríum þeirra sjöunda verk. Meðal fyrri verka má nefna Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur og Old Bessastaðir eftir Sölku Guðmundsdóttur. 

Leikstjóri verksins er Kolfinna Nikulásdóttir en þetta er hennar þriðja verk frá útskrift árið 2016. Kolfinna leikstýrði verkinu RVKDTR eftir Reykjavíkurdætur í Borgarleikhúsinu á síðasta ári og um helgina var leikverkið Fákafen eftir Kristínu Eiríksdóttur sem Kolfinna leikstýrði frumflutt í Útvarpsleikhúsinu. Kolfinna er ein af stofnmeðlimum Reikjavíkurdætra og hefur látið til sín taka í rappsenunni hérlendis á síðustu árum.

Sigríður Sunna Reynisdóttir sér um leikmynd og búninga, Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur sér um sviðshreyfingar, Árni Rúnar Hlöðversson sér um tónlist og hjóðmynd og Valdimar Jóhansson sér um lýsingu. 

Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál