Frábær opnun hjá Korkimon í Geysi

Það var góð stemmning þegar Korkimon opnaði sýninguna í Kjallaranum …
Það var góð stemmning þegar Korkimon opnaði sýninguna í Kjallaranum í Geysi Heima.

Fólk fjölmennti í Geysi Heima á Skólavörðustíg á föstudaginn þegar myndlistarkonan Melkorka Katrín eða Korkimon eins og hún kallar sig opnaði sína fyrstu einkasýningu á Íslandi. 

Nafnið Korkimon varð til þegar Melkorka var um það bil 11 ára. Hún hafði sérstakan áhuga á Pokémon-þáttunum og karakterum og byrjuðu systkini hennar að blanda saman gælunafninu hennar, Korka, við Pokémon og úr varð Korkímon.

Í hönnunar- og lífstílsversluninni Geysi Heima er starfrækt lítið listagallerí í kjallaranum en galleríið nefnist einfaldlega Kjallarinn. 

Listakonan Melkorka Katrín eða Korkimon eins og hún kallar sig.
Listakonan Melkorka Katrín eða Korkimon eins og hún kallar sig.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál