Selma sá Nínu brillera á sviðinu

Unnur Ösp, Dagur Thors, Selma Björnsdóttir og Hrund Gunnsteinsdóttir.
Unnur Ösp, Dagur Thors, Selma Björnsdóttir og Hrund Gunnsteinsdóttir. mbl.is/Stella Andrea

Leikritið Fólk, staðir og hlutir var frumsýnt í gærkvöldi í Borgarleikhúsinu. Verkið fjallar um leikkonuna Emmu sem er alkóhólisti og lyfjafíkill. Eftir súr atvik í lífi hennar ákveður hún að fara í afvötnun á meðferðarstofnun. 

Á yfirborðinu virðist hún öll af vilja gerð til að takast á við vandamálið en undir niðri kraumar harðsvíraður fíkill sem ekkert er heilagt. Í ofanálag er Emma eiturklár og meinfyndin og velgir því meðferðarfulltrúum sínum verulega undir uggum. Fíkillinn er meistari í lygum og áhorfandanum er kippt með inn í ferðalag þar sem engin leið er að átta sig á hvað er satt og hvað logið.

Fólk, staðir og hlutir er nýtt leikrit eftir breska leikskáldið og leikstjórann Duncan Macmillan sem gekk fyrir fullu húsi á West End í London árið 2015. Verkið er nístandi lýsing á meðferð frá upphafi til enda. Aðalpersónan gengur í gegnum allar þær vítiskvalir sem slíkri meðferð fylgir þar til hún smám saman nær tökum á lífi sínu. Efniviðurinn stendur mörgum nærri þar sem fjallað er um fíknarmeðferð á nýstárlegan, áhrifamikinn en um leið grátbroslegan hátt. Um leið er þessari áleitnu spurningu varpað fram: Komumst við vímulaus af í þessum geggjaða heimi?

Verðlaunaleikhópurinn Vesturport undir stjórn Gísla Arnar Garðarssonar og Borgarleikhúsið sameina aftur krafta sína eftir sérlega vel heppnaða sýningu á Elly sem gekk fyrir fullu húsi á síðasta leikári.

Óttar Guðmundsson, Jóhanna Þórhallsdóttir, Sigurborg Daðadóttir og Hanna María Karlsdóttir.
Óttar Guðmundsson, Jóhanna Þórhallsdóttir, Sigurborg Daðadóttir og Hanna María Karlsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Svanhildur Gestsdóttir og Kristín Unnur Þórarinsdóttir.
Svanhildur Gestsdóttir og Kristín Unnur Þórarinsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Þórunn Ólafsdóttir og Anna Margrét Ásbjarnardóttir.
Þórunn Ólafsdóttir og Anna Margrét Ásbjarnardóttir. mbl.is/Stella Andrea
Gísli Örn Garðarsson, Duncan Macmillan og Katia Fredriksen.
Gísli Örn Garðarsson, Duncan Macmillan og Katia Fredriksen. mbl.is/Stella Andrea
Ragnheiður Gunnarsdóttir og Ólafur Hrafn.
Ragnheiður Gunnarsdóttir og Ólafur Hrafn. mbl.is/Stella Andrea
Brynjólfur Baldursson, Ragna Ágústsdóttir, Sunna Jóhannsdóttir og Arnar Þór Stefánsson.
Brynjólfur Baldursson, Ragna Ágústsdóttir, Sunna Jóhannsdóttir og Arnar Þór Stefánsson. mbl.is/Stella Andrea
Jóhanna Margrét Gísladóttir og Bessý Jóhannsdóttir.
Jóhanna Margrét Gísladóttir og Bessý Jóhannsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Axel og Hrafnkell Sigurðsson.
Axel og Hrafnkell Sigurðsson. mbl.is/Stella Andrea
Þóra Hallgrímsson og Kristín Ólafsdóttir.
Þóra Hallgrímsson og Kristín Ólafsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Edda Mackenzie og Katrín Gústafsdóttir.
Edda Mackenzie og Katrín Gústafsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir og Gígja Tryggvadóttir.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir og Gígja Tryggvadóttir. mbl.is/Stella Andrea
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál