Selma sá Nínu brillera á sviðinu

Unnur Ösp, Dagur Thors, Selma Björnsdóttir og Hrund Gunnsteinsdóttir.
Unnur Ösp, Dagur Thors, Selma Björnsdóttir og Hrund Gunnsteinsdóttir. mbl.is/Stella Andrea

Leikritið Fólk, staðir og hlutir var frumsýnt í gærkvöldi í Borgarleikhúsinu. Verkið fjallar um leikkonuna Emmu sem er alkóhólisti og lyfjafíkill. Eftir súr atvik í lífi hennar ákveður hún að fara í afvötnun á meðferðarstofnun. 

Á yfirborðinu virðist hún öll af vilja gerð til að takast á við vandamálið en undir niðri kraumar harðsvíraður fíkill sem ekkert er heilagt. Í ofanálag er Emma eiturklár og meinfyndin og velgir því meðferðarfulltrúum sínum verulega undir uggum. Fíkillinn er meistari í lygum og áhorfandanum er kippt með inn í ferðalag þar sem engin leið er að átta sig á hvað er satt og hvað logið.

Fólk, staðir og hlutir er nýtt leikrit eftir breska leikskáldið og leikstjórann Duncan Macmillan sem gekk fyrir fullu húsi á West End í London árið 2015. Verkið er nístandi lýsing á meðferð frá upphafi til enda. Aðalpersónan gengur í gegnum allar þær vítiskvalir sem slíkri meðferð fylgir þar til hún smám saman nær tökum á lífi sínu. Efniviðurinn stendur mörgum nærri þar sem fjallað er um fíknarmeðferð á nýstárlegan, áhrifamikinn en um leið grátbroslegan hátt. Um leið er þessari áleitnu spurningu varpað fram: Komumst við vímulaus af í þessum geggjaða heimi?

Verðlaunaleikhópurinn Vesturport undir stjórn Gísla Arnar Garðarssonar og Borgarleikhúsið sameina aftur krafta sína eftir sérlega vel heppnaða sýningu á Elly sem gekk fyrir fullu húsi á síðasta leikári.

Óttar Guðmundsson, Jóhanna Þórhallsdóttir, Sigurborg Daðadóttir og Hanna María Karlsdóttir.
Óttar Guðmundsson, Jóhanna Þórhallsdóttir, Sigurborg Daðadóttir og Hanna María Karlsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Svanhildur Gestsdóttir og Kristín Unnur Þórarinsdóttir.
Svanhildur Gestsdóttir og Kristín Unnur Þórarinsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Þórunn Ólafsdóttir og Anna Margrét Ásbjarnardóttir.
Þórunn Ólafsdóttir og Anna Margrét Ásbjarnardóttir. mbl.is/Stella Andrea
Gísli Örn Garðarsson, Duncan Macmillan og Katia Fredriksen.
Gísli Örn Garðarsson, Duncan Macmillan og Katia Fredriksen. mbl.is/Stella Andrea
Ragnheiður Gunnarsdóttir og Ólafur Hrafn.
Ragnheiður Gunnarsdóttir og Ólafur Hrafn. mbl.is/Stella Andrea
Brynjólfur Baldursson, Ragna Ágústsdóttir, Sunna Jóhannsdóttir og Arnar Þór Stefánsson.
Brynjólfur Baldursson, Ragna Ágústsdóttir, Sunna Jóhannsdóttir og Arnar Þór Stefánsson. mbl.is/Stella Andrea
Jóhanna Margrét Gísladóttir og Bessý Jóhannsdóttir.
Jóhanna Margrét Gísladóttir og Bessý Jóhannsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Axel og Hrafnkell Sigurðsson.
Axel og Hrafnkell Sigurðsson. mbl.is/Stella Andrea
Þóra Hallgrímsson og Kristín Ólafsdóttir.
Þóra Hallgrímsson og Kristín Ólafsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Edda Mackenzie og Katrín Gústafsdóttir.
Edda Mackenzie og Katrín Gústafsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir og Gígja Tryggvadóttir.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir og Gígja Tryggvadóttir. mbl.is/Stella Andrea
mbl.is

Forsetafrúrnar skörtuðu sínu allra fínasta

Í gær, 14:43 Brigitte Macron gaf Melaniu Trump ekkert eftir í klæðaburði þegar frönsku forsetahjónin heimsóttu þau bandarísku í vikunni. Frönsk tíska var í hávegum höfð og voru þær afar glæsilegar báðar tvær á hátíðlegum kvöldverði í Hvíta húsinu á þriðjudag. Meira »

Sigmundur Davíð með nýtt útlit

Í gær, 11:43 Skeggtískan er að ná nýjum hæðum þessa dagana og virðast nú öll vígi vera fallin þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur nú þegar hoppað á vagninn og er kominn með alskegg. Meira »

Farsælt fólk á þetta sameiginlegt

Í gær, 09:00 Það nær enginn árangri með því að sitja á sundlaugarbakkanum og drekka kokteila allan daginn. Að vakna snemma, lesa sér til gagns og sofa nóg er meðal þess sem farsælt fólk á sameiginlegt. Meira »

Morgunrútína Oliviu Wilde

Í gær, 06:00 Leikkonan Olivia Wilde var ekki mikil morgunmanneskja áður fyrr. Nú er hún tveggja barna móðir og vaknar ekki við vekjaraklukku. Meira »

Ráð frá sambandsgúrú Gwyneth Paltrow

í fyrradag Katherine Woodward Thomas er höfundur hugtaksins „conscious uncoupling“ en hugtakið vísar til aðferðar um hvernig eigi að skilja á farsælan hátt. Gwyneth Paltrow og Chris Martin eru þekkt fyrir að hafa farið eftir ráðum hennar. Meira »

Saga um bata við lífshættulegri röskun!

í fyrradag „Næstu 4 mánuði átti ég að ímynda mér að vera í gipsi á báðum fótum upp að mitti og haga mér samkvæmt því! Settur í bómull. Öll erfið samskipti t.d. við fyrri sambýliskonu voru tekin yfir af öðrum. Átti að forðast staði, fólk og allt sem gæti valdið streitu og triggerað ofsakvíðakast. Markmið næstu 4 mánaða var að byggja upp orku til að taka næsta skref,“ segir Einar Áskelsson. Meira »

Ekki eyðileggja jörðina með hreinsiefnum

í fyrradag Heilsan og umhverfið haldast gjarnan hönd í hönd, því það sem er skaðlegt fyrir jörðina er líka skaðlegt fyrir líkamann. Því er mikilvægt að velja hreinlætisvörur sem innihalda hvorki efni sem eru skaðleg líkamanum við innöndun, né efni sem sem skaða ferskvatn eða sjó með mengandi innihaldsefnum. Meira »

Sarah Jessica Parker hannar brúðarkjóla

í fyrradag Tískudrottningin Sarah Jessica Parker sendi frá sér brúðarlínu en ef einhver þekkir brúðarkjóla þá er það vinkona hennar, Carrie Bradshaw. Meira »

Sambúðin býr til meiri fjölskyldustemningu

í fyrradag „Ekkert var til í ísskápnum svona á venjulegum degi hjá mömmunni og ekki oft til aukapeningur til að vera með matarboð og slíkt þannig að kannski kann ég betur að meta að eiga heimili aftur en þeir sem hafa ekki þurft að sakna þess.“ Meira »

Annað barn á leiðinni

í fyrradag Tobba færði þáttastjórnendum morgunþáttarins Ísland vaknar gleðifréttir að sjálf ætti hún von á barni ásamt eiginmanni sínum, Karli Sigurðssyni, en fyrir eiga þau þriggja ára dóttur. Ísland vaknar óskar fjölskyldunni innilega til hamingju. Meira »

Borgar sjálfri sér fyrir að æfa

í fyrradag Máney Dögg Björgvinsdóttir kom sér upp sniðugu hvatakerfi þegar hún var að koma sér af stað í ræktinni eftir barnsburð. Fyrir hverja æfingu fær hún 500 krónur og verðlaunar sig eftir 25 æfingar. Meira »

Heldur sér í formi með ballett

í fyrradag Leikkonan Kate Mara stundar ballett allt að fimm sinnum í viku. Oftar en ekki sést eiginmaður hennar með henni í tímum.   Meira »

Maðurinn minn vill að ég sé með öðrum

23.4. „Maki minn til sjö ára vill að ég fari út og stundi kynlíf með öðrum mönnum. Hann langar líka stundum að taka þátt sjálfur. Hann virðist halda að ég vilji þetta og þetta geri mig hamingjusama“ Meira »

Sunneva hitti Jennifer Lopez

23.4. Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Eir Einarsdóttir hitti söng- og leikkonuna Jennifer Lopez um helgina í Las Vegas þar sem Sunneva tók þátt í viðburði með stjörnunni. Meira »

Svona færðu kúlurass

23.4. „Ef þú vilt fá kúlurass þá skaltu skoða þetta myndband og bæta þessum æfingum inn í þína rútínu annan hvern dag. Þær virka einstaklega vel til þess að móta rassvöðvana og styrkja lærvöðvana,“ segir Anna Eiríks. Meira »

„Við lifum á tímum flótta“

22.4. Stjórnleysi er algengt í samfélaginu í dag og ef við skoðum í kringum okkur mætti fullyrða að öll okkar hafi tilhneigingu til að gera of mikið af einhverju. Sumir vinna of mikið, aðrir borða yfir tilfinningar, sumir missa sig í búðum og aðrir í símanum sínum. Amber Valletta hefur stigið fram og viðurkennt sinn vanmátt. Meira »

Íslensk kona gefur góð Tinder-ráð

23.4. „Já, ef þú ert kona og ert að leita þér að sambandi þá ættir þú ekki bara að vera með brjóstamyndir eða myndir í þeim dúr. Ef þú sýnir mikið hold gefur þú til kynna að þú sért lauslát og sért ekki með mikla sjálfsvirðingu. Það mætti líka lesa það út úr myndinni að þú sért til í að hoppa upp í rúm með hverjum sem er.“ Meira »

Jón Gnarr nánast óþekkjanlegur

23.4. Jón Gnarr er kominn með alveg nýtt útlit. Alskegg og ný gleraugu geta breytt heildarmyndinni svo um munar.   Meira »

Ekki reyna of mikið

23.4. Þegar kemur að hártískunni er sérstaklega ein lína sem vekur mikla aðdáðun okkar á Smartlandinu um þessar mundir. Það er hið fullkomna „effortless“ glansandi franska hár sem sést víða í tímaritum um þessar mundir. Meira »

Er þetta í alvörunni samþykkt?

22.4. Melissa McCarthy er uppáhald okkar allra. Hún er með eindæmum sterk. Segir að tilgangur hennar í lífinu sé að koma fólki til að hlæja, en ekki líta út eins og 18 ára vændiskona eða amma einhvers í brúðkaupi. Hún fagnar fjölbreytileikanum og eyðir ekki tíma í óhamingjusama fýlupúka. Meira »