Listrænt teiti í Geysi

Ljósmynd/Sunday & White

Það var margt um manninn við sýningaropnun í Kjallaranum í Geysi Heima síðastliðna helgi. Þar opnaði gluggagalleríið (sem er vanalega staðsett á Hverfisgötu) Wind and Weather Window Gallery, 5 ára „pop-up“ afmælissýningu í samstarfi við Geysi Heima.

Gluggagalleríið hefur vakið mikla athygli meðal vegfarenda síðastliðin ár. Galleríið er listamannsrekið en hugmyndin með því er að gera list aðgengilegri fyrir almenning á götum úti. 

Afmælissýningin sem er nú yfirstandandi í Geysi Heima ber nafnið „INSIDE“ en nú gefst í fyrsta sinn tækifæri til að stíga inn í sjálft gluggagalleríið.

Verkin í INSIDE eru fjölbreytt og viðfangsefnin ólík, en hvorki meira né minna en 21 listamenn taka þátt: Amy Tavern, Anna Hallin, Anne Rombach, Ásdís Sif Gunnarsdottir, Auður Ómarsdóttir, Christopher Hickey, Claudia Hausfeld, Davíð Örn Halldórsson, David Zehla, Eygló Harðardóttir, Guðrún Benónýsdóttir, Halldór Ragnarsson, Kathy Clark, Katrin Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Olga Bergmann, Ragnhildur Jóhanns, Rakel Gunnarsdóttir, Rebecca Erin Moran, Serge Comte, Myrra Leifsdóttir, Sigga Björg Sigurðardóttir og Úlfur Karlsson. 

Á opnuninni var boðið upp á léttar veitingar og eins og sést á mynd­un­um var gleðin við völd á Skólavörðustígnum þetta kvöld.

Sýningin mun nú standa yfir til 22. Júní næstkomandi í Geysi Heima.

Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
Ljósmynd/Sunday & White
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál