Skilnaðurinn rústaði lífinu á augabragði

Heiða, Birgitta, Marta og Kristborg Bóel.
Heiða, Birgitta, Marta og Kristborg Bóel. mbl.is/Valgarður Gíslason.

Gleðin var við völd á Sólon þegar Krisborg Bóel fagnaði útkomu bókarinnar, 261 dagur. Bókin fjallar um skilnað og hvernig hann rústaði lífinu á einu augabragði. Í bókinni, sem er dagbók með ýmsu tvisti, fer höfundurinn yfir lífshlaup í kjölfar sambandsslita á kómískan og dramatískan hátt. 

„Líkami minn er þungur eins og rennandi blaut lopapeysa. Með þyngsli fyrir hjartanu og næ varla andanum. Líður eins og ég sé með opið sár innvortis. Eins og hjartað í mér sé hakk í Bónus á síðasta söludegi.“

„Bókin er byggð á dagbókarskrifum sem aldrei áttu að verða annað en líflína mín út úr óbærilega sársaukafullu hugarástandi sem ég upplifði í kjölfar sambandsslita við seinni barnsföður minn árið 2015.

Skrifunum er ætlað að opna inn í heim sársauka og erfiðleika sem fylgt geta sambands- og hjúskaparslitum. Þau eru ekki bara saga mín heldur margra annarra sem slíkt hafa reynt, enda sorgarferlið sambærilegt hvar í heiminum sem er.

Ég lít á skrifin sem lóð mín á vogarskálarnar í þeirri viðleitni að opna augu samfélagsins fyrir áfallinu sem hjúskaparslitum fylgir, en skilningur er oft af skornum skammti og stuðningur takmarkaður í garð einstaklinga undir þessum kringumstæðum.

Þá er ekki einu sinni á vísan að róa hvað varðar aðstoð af hálfu heilbrigðiskerfisins, einkum geðheilbrigðiskerfisins, en sjálfri var mér ítrekað synjað um læknishjálp þegar ég leitaði eftir henni á ögurstundu með tilheyrandi heilsubresti í kjölfarið.

Um leið og ég náði djúpa andanum í fyrsta skipti eftir áfallið vissi ég það; þessa reynslu mína vildi ég nýta mér og öðrum til góðs. Vegferðin mín – allur sársaukinn, reiðin, skilningurinn og vöxturinn, sem ég öðlaðist mátti ekki vera til einskis. Þess vegna og akkúrat þess vegna varð þessi bók til. Vonandi verður hún til að aðstoða einn, samsömun fyrir annan og skilningur á líðan einhvers,“ segir Kristborg Bóel á bloggsíðu sinni. 

mbl.is/Valgarður Gíslason
Kristborg Bóel og Almar Blær.
Kristborg Bóel og Almar Blær. mbl.is/Valgarður Gíslason
Harpa og Halla.
Harpa og Halla. mbl.is/Valgarður Gíslason
Tryggvi og Arnaldur.
Tryggvi og Arnaldur. mbl.is/Valgarður Gíslason
Lára, Guðrún og Stella.
Lára, Guðrún og Stella. mbl.is/Valgarður Gíslason
Hrafnhildur.
Hrafnhildur. mbl.is/Valgarður Gíslason
Hrafnhildur, Arna og Helga.
Hrafnhildur, Arna og Helga. mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál