Í súkkulaðivímu á Kex

Gestir voru ángæðir með nýja súkkulaðið frá Omnom.
Gestir voru ángæðir með nýja súkkulaðið frá Omnom. ljósmynd/Federico Remondi

Íslenska súkkulaðigerðin Omnom blés til veislu á Kex hostel á dögunum í tilefni af nýju súkkulaði. Sælkerar landsins létu sig ekki vanta enda boðið upp á dýrindis mat og drykk og auðvitað nóg af súkkulaði. 

Yfir 250 manns mættu í hófið sem fór fram í Gym og Tonic-salnum á Kex. Salurinn er hrár og dökkur í stíl við hráefnið og litinn á súkkulaðinu en nýja súkkulaðið er kolsvart hvítt súkkulaði. Í þeim anda var sett saman hljómsveit sérstaklega af þessu tilefni og fékk hún nafnið LAKK og spilaði órafmagnað rockabilly tónlist á píanó, kontrabassa og slagverk. 

Eigendur Omnom þeir Óskar Þórðarson og Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður voru stoltir og meirir eftir viðtökur kvöldsins. Omnom er lítil súkkulaðigerð í Reykjavík sem framleiðir handgert súkkulaði, stofnuð af Kjartani Gíslasyni og Óskari Þórðarsyni haustið 2013 og verður því 5 ára í ár.

ljósmynd/Federico Remondi
ljósmynd/Federico Remondi
ljósmynd/Federico Remondi
ljósmynd/Federico Remondi
ljósmynd/Federico Remondi
ljósmynd/Federico Remondi
ljósmynd/Federico Remondi
ljósmynd/Federico Remondi
ljósmynd/Federico Remondi
ljósmynd/Federico Remondi
ljósmynd/Federico Remondi
ljósmynd/Federico Remondi
ljósmynd/Federico Remondi
ljósmynd/Federico Remondi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál