Ágústa Eva hélt uppi stuðinu

Viðreisn og Neslistinn héldu kosningahátíð í kosningamiðstöð sinni við Sundlaug Seltjarnerness í gær. Kosningamiðstöðin er í sögufrægum söluskála sem meðal annars hefur hýst Skarasjoppu og Systrasamlagið, sem því miður hætti starfsemi sinni fyrir rúmu ári.

Á kosningahátíðinni var boðið upp á hollan skyndibita eins og niðurskorna ávexti og grænmeti ásamt heilsute og safa. 

Skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum. Oddviti Viðreisnar, Karl Pétur Jónsson, hélt örstutt ávarp, svo steig Helgi Björnsson á stokk og ákallaði rigninguna sem að þessu sinni lét ekki sjá sig. Að lokum birtist sjálf Lína Langsokkur ásamt Hr. Níels og trylltu þau börn Seltirninga um skeið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál