22% finna makann í vinnunni

Kannski leynist ástin á skrifstofunni.
Kannski leynist ástin á skrifstofunni. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er ekki bara „ást á pöppnum“ því fjölmörg pör kynnast í vinnunni. Samkvæmt breskri könnun sem Independent greinir frá kynntust 22 prósent fólks maka sínum í vinunni á meðan aðeins 13 prósent kynntust á netinu, 18 prósent í gegnum sameiginlega vini og 10 prósent á næturlífinu. 

Ástæðan fyrir því að fólk fellur fyrir vinnufélögum sínum er kannski ekki skrítin enda eyðir fólk í níu til fimm vinnu stórum hluta vökustunda sinna í vinunni. Í vinunni fær fólk tækifæri til að kynnast fólki á allt annan hátt en það gerir til dæmis á Tinder eða undir áhrifum á skemmtistað.

Á vinnustaðnum sér fólk hvernig vinnufélagar og líkleg skotmörk bregðast við vandamálum, hegða sér þegar þeir eru undir álagi og hvernig samskipti þeirra eru. Það er líka auðvelt að byrja að deila persónulegum upplýsingum og sýna samkennd vegna vandamála í vinnunni. 

Þrátt fyrir að margir finni draumaprinsinn eða draumastúlkuna í vinnunni voru aðeins tveir þriðju af þeim tæpu sex þúsund sem tóku þátt í könnuninni sem voru til í að fara á stefnumót með vinnufélag. Ein helsta ástæðan fyrir því að fólk var ekki til í þá hugmynd var sú að það taldi það ekki góða hugmynd að blanda saman rómantík og vinnu. 

Ástina er ekki bara að finna á skemmstistöðum og á …
Ástina er ekki bara að finna á skemmstistöðum og á Tinder. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál