Fjörugt á Reykjavík Fringe Festival

Elísabet Ingólfsdóttir og Margrét Erla Maack. Margrét gengur líka undir …
Elísabet Ingólfsdóttir og Margrét Erla Maack. Margrét gengur líka undir nafninu Miss Mokki og býður upp á byrjendanámskeið í burlesque, og kemur fram á Rauða skáldahúsinu. Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir

Opnunarhóf hátíðarinnar Reykjavík Fringe Festival fór fram á Hlemmur Square um síðustu helgi. Málverkasýningin Monstress eftir Helgu Thor og Orð eftir Sólveigu Evu voru kynntar, en hægt er að skoða verkin út vikuna á Hlemmur Square. 

Kynnar kvöldsins voru þeir Máni Arnarsson og Ólafur Ásgeirsson úr spunahópnum Improv Ísland, en þeir verða einmitt í sýningu sem fer fram í Tjarnarbíói á miðvikudagskvöld. Skemmtiatriði voru á boðstólum og sýndu þau Ungfrú Hringaná, María Callista og Deff Starr skemmtiatriði sem að trylltu lýðinn. Ungfrú Hringaná er sirkuslistakona og var með húlla burlesque-atriði, en hún leiðir göngutúrinn Cat Walk á RVK Fringe. María Callista þykir ein af hæfustu burlesque-drottningum landsins, og kemur fram með Dömur og herra-kabarett hópnum sem sýnir á fimmtudagskvöld á Gauknum og í Rauða skáldahúsinu sem verður með sýningu í Iðnó á sunnudagskvöld, lokakvöldi hátíðarinnar. Deff Starr kemur reglulega fram með Drag-súg, en svokölluð „All Stars“-sýning verður með Drag-súgi á Gauknum á föstudagskvöld.

Hlemmur Square er einn styrktaraðila hátíðarinnar og bauð upp á bæði drykki og mat, og komust færri að en vildu í opnunarhófið. Reykjavík Fringe Festival sem fer fram 4. til 8. júlí er fjöllistahátíð sem býður upp á meira en 50 mismunandi verk og yfir 130 sýningar. 

Burlesque dívan María Callista úr kabarett-hópnum Dömur og herra töfraði …
Burlesque dívan María Callista úr kabarett-hópnum Dömur og herra töfraði áhorfendur upp úr skónum. Dömur og herra á jaðrinum fer fram á Gauknum á fimmtudagskvöld. Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Dragdrottningin Deff Starr var dregin út af spítalanum til að …
Dragdrottningin Deff Starr var dregin út af spítalanum til að vera með lokaatriði partýsins, hægt er að sjá hana á Dragsúgs-sýningu. Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ungfrú Hringaná sýnir listir sínar. Hún leiðir göngutúrinn Cat Walk …
Ungfrú Hringaná sýnir listir sínar. Hún leiðir göngutúrinn Cat Walk á RVK Fringe. Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ungfrú Hringaná sýnir listir sínar. Hún leiðir göngutúrinn Cat Walk …
Ungfrú Hringaná sýnir listir sínar. Hún leiðir göngutúrinn Cat Walk á RVK Fringe. Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
mbl.is