Ég elska ekki konuna mína

Það getur verið erfitt að viðhalda ástinni þegar andlegt- og ...
Það getur verið erfitt að viðhalda ástinni þegar andlegt- og líkamlegt ofbeldi á sér stað inn í hjónaböndum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Karlmann sem elskar ekki konuna sína lengur langar að skilja við hana en veit ekki hvernig hann á að snúa sér í því. Eiginkonan hótar honum að taka af honum börnin ef hann fer. Elínrós Lindal, einstaklings- og fjölskylduráðgjafi, svarar.

Sæl.

Ég elska ekki konuna mína! Hvað get ég gert og hvernig get ég komið því til hennar án þess að brjóta hana alveg niður? Ég hef síðastliðin ár fundið fyrir leiða í sambandinu og við höfum verið að vaxa í sundur. Ég hef metnað og vil mikið en henni er sama um allt, hún er metnaðarlaus og hefur ekki áhuga á líkama eða sál. Hún vill ekki mennta sig og hefur engin framtíðarplön. Við erum búin að prófa ráðgjafa en það virkar ekki og hún tekur það ekki í mál að skilja. Ég hélt á tímabili við aðra konu en það virðist ekki skipta máli, það fékk á hana en henni er sama. Hvað getur það þýtt? Ég viðurkenni að þegar ég sagði henni frá framhjáhaldinu þá vonaðist ég til að þetta myndi enda þar sem ég hef reynt margoft að skilja við hana, en það gekk ekki. Það blossar bara upp brjálæði ef ég ætla að fara og hótanir um að ég fái ekki að hitta börnin mín og ég enda heima aftur í holu skíthræddur. Á ég að taka þetta alla leið og fara hart í þetta eða halda bara áfram í geðveikinni og skríða í holuna mína? Hvað getur maður gert ef það er svona andlegt ofbeldi í garð karlmanna.
Kveðja, einn í vandræðum.

Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskyldurágjafi svarar lesendum.
Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskyldurágjafi svarar lesendum. mbl.is/Eggert

Sæll og takk fyrir bréfið.

Ég er mjög ánægð með að þú leitir til mín með þetta því ég veit að ofbeldi gegn fólki á sér stað bæði í garð kvenna og karla. Það er kominn tími til að þið karlar standið upp og látið í ykkur heyra líka. Ég held að það sé hollt og gott fyrir allt samfélagið.

Ég á ráð handa þér sem er mjög kærleiksríkt og gott sem ég held að sé það sem þú ert að leita að. Ef þú horfir bara á þig í þessu sambandi og tekur ábyrgð á þinni stöðu, þá þarftu ekki samþykki konunnar þinnar fyrir því að vilja skilnað. Skilnaðartíðnin í landinu er há, og þú ert ekki sá eini sem er í hjónabandi sem gengur ekki.

Ef þú skoðar stöðu konunnar þinnar þá heyrist mér að henni líði ekki vel. Þú lýsir einstaklingi sem er án efa ekki að blómstra sjálfur, hún er að reyna að stjórna þér til að halda áfram á stað sem hún kann ekki að komast af. Samtal um stöðu hjónabandsin er eitthvað sem ég tel vera lykilatriði fyrir ykkur á þessum tímapunkti. Ég myndi byrja á því að leita til prests með málið. Ég mæli með Önnu Sigríði hjá Lausninni eða Helga Guðnason hjá Fíladelfíu.

Ef eiginkona þín fæst ekki til að tala við prest í kærleika um málið þá langar mig að benda á að ef þú ert að hugsa um að skilja, þá verður þú ekki sá fyrsti til að biðja um slíkt og svo sannarlega ekki sá síðasti. Það er gott fyrir þig að muna. Skilnaður ykkar, hvort sem hann er til lengri tíma eða styttri, gæti orðið það besta fyrir hana líka.

Þú hefur einnig rétt á því að vera glaður í dag og alla daga þó þú sért í lélegu hjónabandi eins og stendur. Stattu með þér og ykkur og undirbúðu þig vel fyrir að taka skrefið út úr aðstæðunum sem þú ert í núna.

Eins með börnin, ef þú heldur áfram að vera kærleiksríkur gagnvart konunni þinni og börnum, þá þarftu ekkert að óttast tengt börnunum. Það er réttur þeirra að umgangast báða foreldra sína og konan þín hefur ekkert úrslitavald yfir þeim rétti. 

Ef þú andar inn og út og skilar óttanum sem hún hefur sett á þig þá verður þú í sterkari stöðu. En þú getur ekki gert þetta einn. Ég myndi ráðleggja þér að fara í ráðgjöf til sérfræðings sem er karlmaður og er góður í meðvirkni. Eins skaltu prófa að fara á Al-anon fundi, þeir eru frábærir og þar getur þú fundið þér góðan sponsor sem aðstoðar þig við að taka ábyrgð á þér og börnunum þínum.

Varðandi framhjáhaldið, þá finnst mér það lýsa stöðu einstaklings sem er að reyna að finna allar leiðir til að fá maka sinn að samþykkja eitthvað sem hann vill. Það er ekki gott, hvorki fyrir þig né hana. Stundum í lífinu, þá veit maður betur en aðrir, fyrir sig. Þú þarft ekki hana með þér í lið í þessu máli. Þú hefur þig.

Konan þín hefur engan rétt á að stjórna þér svona, hvað þá að hóta þér. Óeðlileg stjórnun er andlegt ofbeldi að mínu mati og við verðum öll sek um slíkt á einhverjum tímapunktum í lífinu, stundum án þess að gera okkur grein fyrir því.

Skoðaðu hvað hún er að gera út frá því í hvaða stöðu hún er í sjálf. Óttast hún að vera ein? Stígamót og Bjarkarhlíð eru góðir staðir að fá aðstoð þegar kemur að andlegu og líkamlegu ofbeldi. Líka fyrir karlmenn.

Við fáum eitt líf á þessari jörðu og ekkert réttlætir ofbeldi gegn okkur. Ef þú heldur þér opnum og kærleiksríkum og ert duglegur að tala um málið og fá aðstoð, þá færðu fólk með þér. Slepptu því bara að tala við konuna þína um hvort þú elskir hana eða ekki. Þetta snýst um að koma súrefni inn í samband ykkar, þetta snýst um ofbeldi og meðvirkni og í slíkum samböndum er ást ekki einu sinni umræðuefni að mínu mati. Ást er ákvörðun sem erfitt er að taka þegar ótti og ofbeldi eru með í spilinu. 

Að lokum langar mig að segja eitt. Við sem höfum farið í gegnum skilnað, höfum oft og tíðum séð okkar 50% hlut seinna í ferlinu og þannig höfum við getað tekið ábyrgð á okkar hlut, gert hann upp við okkur og fyrrverandi maka og það heilar sambönd. Þú og kona þín þurfið að eiga samband inn í framtíðina sökum barna ykkar. Ef þú velur þér ráðgjafa sem hefur farið í gegnum þessa vinnu og á sjálfur gott samband við fyrrverandi maka ertu í góðum höndum.

Gangi þér rosalega vel. Ég sendi ljós, kraft og jákvæða strauma í þína átt.

Kær kveðja, Elínrós Líndal.

Ertu með spurningu fyrir Elínrós. Sendu hana hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Róbert Wessman fluttur í Arnarnesið

10:38 Róbert Wessman forstjóri Alvogen er fluttur í Arnarnesið í Garðabæ ásamt unnustu sinni Kseniu Shakhmanova.  Meira »

Muhammad Ali bjó í höll

07:38 Einn frægasti íþróttamaður allra tíma bjó í afar íburðarmiklu glæsihýsi á níunda áratugnum.   Meira »

Er andlegur ráðgjafi Oprah Winfrey svarið?

Í gær, 23:00 „Við mælum ekki hamingju með efnahagslegum mælikvörðum. Við þurfum að horfast í augu við opíóðafaraldurinn, við þurfum að horfast í augu við sjálfsmorðstíðnina í landinu. Við þurfum að skoða hvað liggur undir yfirborðinu. Efla vitund, ást og kærleika bandarísku þjóðarinnar.“ Meira »

Geirvörtufullnæging kemur oftast óvænt

Í gær, 19:00 Fólk er með misnæmar geirvörtur en sumar konur upplifa fullnægingu eftir að gælt er við geirvörtur þeirra.   Meira »

Hús Elon Musk minnir á geimskip

Í gær, 17:00 Elon Musk hefur sett glæsihýsi sitt í Los Angeles á sölu. Musk er ekki að flytja til Mars þótt hann hafi fulla trú á hugmyndinni. Meira »

Heitustu skórnir í dag

Í gær, 14:00 Frú Anna Wintour hefur gefið leyfi. Heitustu skórnir í dag eru ekki ákveðin gerð af skóm heldur skiptir munstrið öllu máli.   Meira »

Ljóstrar upp heilsuleyndarmálinu

í gær Hin skemmtilega Rachel Brosnahan hefur lítinn sjálfsaga þegar kemur að hreyfingu en borðar því mun hollari fæðu.   Meira »

Pör sem gera þetta eru hamingjusamari

í gær Sambandsráð geta verið misgóð en það er líklega óþarfi að draga það í efa að það sé slæmt að tala um líðan sína við maka sinn. Meira »

Neysluhyggjupælingar

í fyrradag „Ég hef verið að hugsa mikið um neyslu. Ég hef aldrei búið við skort af neinu tagi og aldrei þurft að hafa sérstakar áhyggjur af peningum blessunarlega. Ég var í menntaskóla þegar kreppan skall á og hef aðeins heyrt út undan mér af breytingunum sem áttu sér stað í kjölfar hennar árið 2008, bæði hér á landi sem og erlendis.“ Meira »

Svona gerir þú munngælurnar betri

í fyrradag Flestir menn veita ekki konum sínum munnmök vegna þess að þeir hafa enga hugmynd um hvað þeir eru að gera þarna niðri.   Meira »

Gafst upp á því að æfa í klukkutíma á dag

í fyrradag Það getur verið óþarf að djöflast í klukkutíma á dag í líkamsræktarstöð. Stundum er hreinlega betra að taka styttri æfingar heima ef það hentar betur. Meira »

Bræðurnir óþekkir í fatavali

í fyrradag Katrín og Meghan eru með fallegan fatastíl en bræðurnir Vilhjálmur og Harry vekja sjaldan athygli fyrir fataval sitt sem er þó töluvert frábrugðið því sem Karl faðir þeirra kýs. Meira »

„Ég held við konu, hvað er til ráða?“

16.2. „Ég kynntist konu fyrir 3 árum sem er gift. Ég hef verið viðhaldið hennar síðan þá. Hún hefur alltaf sagt mér að ég sé henni allt og hún vilji bara framtíð með mér. Hún segir að hún sé að skilja og eiginmaður hennar sé að flytja út.“ Meira »

Lilja Björk bankastjóri býr í glæsivillu

16.2. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans var í fréttum vikunnar eftir að hún fékk hraustlega launahækkun. Lilja Björk býr vel í 108 Reykjavík ásamt eiginmanni og börnum. Meira »

Einkaþjálfari Graham leysir frá skjóðunni

15.2. Ofurfyrirsætunni í yfirstærðinni, Ashley Graham, leiðist á hlaupabrettinu en æfir þó eins og alvöruíþróttamaður.   Meira »

Þetta eru best klæddu konur Íslands!

15.2. Reglulega birtum við lista yfir best klæddu konur landsins. Í ár var leitað til lesenda Smartlands og tilnefndu þeir þær sem komust á lista. Eins og sjá má er listinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Meira »

Sindri Sindrason flytur úr höllinni

15.2. Sindri Sindrason sjónvarpsmaður hefur sett sitt fallega einbýli á sölu. Um er að ræða 320 fm einbýli sem byggt var 1985.   Meira »

Fegurð og flottur stíll við Barmahlíð

15.2. Fegurð er orðið yfir þessa 120 fm íbúð við Barmahlíð. Gráir og grænir tónar mætast á heillandi hátt.   Meira »

Hvernig kveiki ég í sambandinu aftur?

15.2. Ég er í vanda stödd. Maki minn sem ég er búin að vera með í fjölmörg ár fer svo mikið í taugarnar á mér núna að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér. Innst inni, ef ég gref nógu langt, veit ég að ég elska hann en við erum samt eins og vinir – ekki par. Meira »

Munurinn geysilegur á milli mynda

15.2. Það eru ekki allar myndir gjaldgengar á samfélagsmiðlum, eða þannig líður mjög mörgum. Unglingar sem fengu það verkefni að breyta mynd af sér þannig að hún væri tilbúin til birtingar á samfélagsmiðlum breyttu myndunum ótrúlega mikið. Meira »

Var Melania í kápu eða náttslopp?

14.2. Melania Trump er oftast í smekklegum og fallegum fötum. Bleika kápan frá Fendi sem frú Trump klæddist í vikunni hefur þó vakið athygli fyrir annað en að vera bara falleg. Meira »