Ég elska ekki konuna mína

Það getur verið erfitt að viðhalda ástinni þegar andlegt- og ...
Það getur verið erfitt að viðhalda ástinni þegar andlegt- og líkamlegt ofbeldi á sér stað inn í hjónaböndum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Karlmann sem elskar ekki konuna sína lengur langar að skilja við hana en veit ekki hvernig hann á að snúa sér í því. Eiginkonan hótar honum að taka af honum börnin ef hann fer. Elínrós Lindal, einstaklings- og fjölskylduráðgjafi, svarar.

Sæl.

Ég elska ekki konuna mína! Hvað get ég gert og hvernig get ég komið því til hennar án þess að brjóta hana alveg niður? Ég hef síðastliðin ár fundið fyrir leiða í sambandinu og við höfum verið að vaxa í sundur. Ég hef metnað og vil mikið en henni er sama um allt, hún er metnaðarlaus og hefur ekki áhuga á líkama eða sál. Hún vill ekki mennta sig og hefur engin framtíðarplön. Við erum búin að prófa ráðgjafa en það virkar ekki og hún tekur það ekki í mál að skilja. Ég hélt á tímabili við aðra konu en það virðist ekki skipta máli, það fékk á hana en henni er sama. Hvað getur það þýtt? Ég viðurkenni að þegar ég sagði henni frá framhjáhaldinu þá vonaðist ég til að þetta myndi enda þar sem ég hef reynt margoft að skilja við hana, en það gekk ekki. Það blossar bara upp brjálæði ef ég ætla að fara og hótanir um að ég fái ekki að hitta börnin mín og ég enda heima aftur í holu skíthræddur. Á ég að taka þetta alla leið og fara hart í þetta eða halda bara áfram í geðveikinni og skríða í holuna mína? Hvað getur maður gert ef það er svona andlegt ofbeldi í garð karlmanna.
Kveðja, einn í vandræðum.

Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskyldurágjafi svarar lesendum.
Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskyldurágjafi svarar lesendum. mbl.is/Eggert

Sæll og takk fyrir bréfið.

Ég er mjög ánægð með að þú leitir til mín með þetta því ég veit að ofbeldi gegn fólki á sér stað bæði í garð kvenna og karla. Það er kominn tími til að þið karlar standið upp og látið í ykkur heyra líka. Ég held að það sé hollt og gott fyrir allt samfélagið.

Ég á ráð handa þér sem er mjög kærleiksríkt og gott sem ég held að sé það sem þú ert að leita að. Ef þú horfir bara á þig í þessu sambandi og tekur ábyrgð á þinni stöðu, þá þarftu ekki samþykki konunnar þinnar fyrir því að vilja skilnað. Skilnaðartíðnin í landinu er há, og þú ert ekki sá eini sem er í hjónabandi sem gengur ekki.

Ef þú skoðar stöðu konunnar þinnar þá heyrist mér að henni líði ekki vel. Þú lýsir einstaklingi sem er án efa ekki að blómstra sjálfur, hún er að reyna að stjórna þér til að halda áfram á stað sem hún kann ekki að komast af. Samtal um stöðu hjónabandsin er eitthvað sem ég tel vera lykilatriði fyrir ykkur á þessum tímapunkti. Ég myndi byrja á því að leita til prests með málið. Ég mæli með Önnu Sigríði hjá Lausninni eða Helga Guðnason hjá Fíladelfíu.

Ef eiginkona þín fæst ekki til að tala við prest í kærleika um málið þá langar mig að benda á að ef þú ert að hugsa um að skilja, þá verður þú ekki sá fyrsti til að biðja um slíkt og svo sannarlega ekki sá síðasti. Það er gott fyrir þig að muna. Skilnaður ykkar, hvort sem hann er til lengri tíma eða styttri, gæti orðið það besta fyrir hana líka.

Þú hefur einnig rétt á því að vera glaður í dag og alla daga þó þú sért í lélegu hjónabandi eins og stendur. Stattu með þér og ykkur og undirbúðu þig vel fyrir að taka skrefið út úr aðstæðunum sem þú ert í núna.

Eins með börnin, ef þú heldur áfram að vera kærleiksríkur gagnvart konunni þinni og börnum, þá þarftu ekkert að óttast tengt börnunum. Það er réttur þeirra að umgangast báða foreldra sína og konan þín hefur ekkert úrslitavald yfir þeim rétti. 

Ef þú andar inn og út og skilar óttanum sem hún hefur sett á þig þá verður þú í sterkari stöðu. En þú getur ekki gert þetta einn. Ég myndi ráðleggja þér að fara í ráðgjöf til sérfræðings sem er karlmaður og er góður í meðvirkni. Eins skaltu prófa að fara á Al-anon fundi, þeir eru frábærir og þar getur þú fundið þér góðan sponsor sem aðstoðar þig við að taka ábyrgð á þér og börnunum þínum.

Varðandi framhjáhaldið, þá finnst mér það lýsa stöðu einstaklings sem er að reyna að finna allar leiðir til að fá maka sinn að samþykkja eitthvað sem hann vill. Það er ekki gott, hvorki fyrir þig né hana. Stundum í lífinu, þá veit maður betur en aðrir, fyrir sig. Þú þarft ekki hana með þér í lið í þessu máli. Þú hefur þig.

Konan þín hefur engan rétt á að stjórna þér svona, hvað þá að hóta þér. Óeðlileg stjórnun er andlegt ofbeldi að mínu mati og við verðum öll sek um slíkt á einhverjum tímapunktum í lífinu, stundum án þess að gera okkur grein fyrir því.

Skoðaðu hvað hún er að gera út frá því í hvaða stöðu hún er í sjálf. Óttast hún að vera ein? Stígamót og Bjarkarhlíð eru góðir staðir að fá aðstoð þegar kemur að andlegu og líkamlegu ofbeldi. Líka fyrir karlmenn.

Við fáum eitt líf á þessari jörðu og ekkert réttlætir ofbeldi gegn okkur. Ef þú heldur þér opnum og kærleiksríkum og ert duglegur að tala um málið og fá aðstoð, þá færðu fólk með þér. Slepptu því bara að tala við konuna þína um hvort þú elskir hana eða ekki. Þetta snýst um að koma súrefni inn í samband ykkar, þetta snýst um ofbeldi og meðvirkni og í slíkum samböndum er ást ekki einu sinni umræðuefni að mínu mati. Ást er ákvörðun sem erfitt er að taka þegar ótti og ofbeldi eru með í spilinu. 

Að lokum langar mig að segja eitt. Við sem höfum farið í gegnum skilnað, höfum oft og tíðum séð okkar 50% hlut seinna í ferlinu og þannig höfum við getað tekið ábyrgð á okkar hlut, gert hann upp við okkur og fyrrverandi maka og það heilar sambönd. Þú og kona þín þurfið að eiga samband inn í framtíðina sökum barna ykkar. Ef þú velur þér ráðgjafa sem hefur farið í gegnum þessa vinnu og á sjálfur gott samband við fyrrverandi maka ertu í góðum höndum.

Gangi þér rosalega vel. Ég sendi ljós, kraft og jákvæða strauma í þína átt.

Kær kveðja, Elínrós Líndal.

Ertu með spurningu fyrir Elínrós. Sendu hana hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

05:30 „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

Í gær, 22:30 Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

Í gær, 20:00 Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

Í gær, 17:00 Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

Í gær, 16:00 Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

Í gær, 13:03 Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

Í gær, 12:00 Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

Í gær, 09:05 Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

í fyrradag Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

í fyrradag Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í fyrradag Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

í fyrradag Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

í fyrradag Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

í fyrradag Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

20.9. Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

19.9. Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

19.9. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

19.9. Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

19.9. „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

19.9. Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

19.9. Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »