Ég elska ekki konuna mína

Það getur verið erfitt að viðhalda ástinni þegar andlegt- og ...
Það getur verið erfitt að viðhalda ástinni þegar andlegt- og líkamlegt ofbeldi á sér stað inn í hjónaböndum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Karlmann sem elskar ekki konuna sína lengur langar að skilja við hana en veit ekki hvernig hann á að snúa sér í því. Eiginkonan hótar honum að taka af honum börnin ef hann fer. Elínrós Lindal, einstaklings- og fjölskylduráðgjafi, svarar.

Sæl.

Ég elska ekki konuna mína! Hvað get ég gert og hvernig get ég komið því til hennar án þess að brjóta hana alveg niður? Ég hef síðastliðin ár fundið fyrir leiða í sambandinu og við höfum verið að vaxa í sundur. Ég hef metnað og vil mikið en henni er sama um allt, hún er metnaðarlaus og hefur ekki áhuga á líkama eða sál. Hún vill ekki mennta sig og hefur engin framtíðarplön. Við erum búin að prófa ráðgjafa en það virkar ekki og hún tekur það ekki í mál að skilja. Ég hélt á tímabili við aðra konu en það virðist ekki skipta máli, það fékk á hana en henni er sama. Hvað getur það þýtt? Ég viðurkenni að þegar ég sagði henni frá framhjáhaldinu þá vonaðist ég til að þetta myndi enda þar sem ég hef reynt margoft að skilja við hana, en það gekk ekki. Það blossar bara upp brjálæði ef ég ætla að fara og hótanir um að ég fái ekki að hitta börnin mín og ég enda heima aftur í holu skíthræddur. Á ég að taka þetta alla leið og fara hart í þetta eða halda bara áfram í geðveikinni og skríða í holuna mína? Hvað getur maður gert ef það er svona andlegt ofbeldi í garð karlmanna.
Kveðja, einn í vandræðum.

Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskyldurágjafi svarar lesendum.
Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskyldurágjafi svarar lesendum. mbl.is/Eggert

Sæll og takk fyrir bréfið.

Ég er mjög ánægð með að þú leitir til mín með þetta því ég veit að ofbeldi gegn fólki á sér stað bæði í garð kvenna og karla. Það er kominn tími til að þið karlar standið upp og látið í ykkur heyra líka. Ég held að það sé hollt og gott fyrir allt samfélagið.

Ég á ráð handa þér sem er mjög kærleiksríkt og gott sem ég held að sé það sem þú ert að leita að. Ef þú horfir bara á þig í þessu sambandi og tekur ábyrgð á þinni stöðu, þá þarftu ekki samþykki konunnar þinnar fyrir því að vilja skilnað. Skilnaðartíðnin í landinu er há, og þú ert ekki sá eini sem er í hjónabandi sem gengur ekki.

Ef þú skoðar stöðu konunnar þinnar þá heyrist mér að henni líði ekki vel. Þú lýsir einstaklingi sem er án efa ekki að blómstra sjálfur, hún er að reyna að stjórna þér til að halda áfram á stað sem hún kann ekki að komast af. Samtal um stöðu hjónabandsin er eitthvað sem ég tel vera lykilatriði fyrir ykkur á þessum tímapunkti. Ég myndi byrja á því að leita til prests með málið. Ég mæli með Önnu Sigríði hjá Lausninni eða Helga Guðnason hjá Fíladelfíu.

Ef eiginkona þín fæst ekki til að tala við prest í kærleika um málið þá langar mig að benda á að ef þú ert að hugsa um að skilja, þá verður þú ekki sá fyrsti til að biðja um slíkt og svo sannarlega ekki sá síðasti. Það er gott fyrir þig að muna. Skilnaður ykkar, hvort sem hann er til lengri tíma eða styttri, gæti orðið það besta fyrir hana líka.

Þú hefur einnig rétt á því að vera glaður í dag og alla daga þó þú sért í lélegu hjónabandi eins og stendur. Stattu með þér og ykkur og undirbúðu þig vel fyrir að taka skrefið út úr aðstæðunum sem þú ert í núna.

Eins með börnin, ef þú heldur áfram að vera kærleiksríkur gagnvart konunni þinni og börnum, þá þarftu ekkert að óttast tengt börnunum. Það er réttur þeirra að umgangast báða foreldra sína og konan þín hefur ekkert úrslitavald yfir þeim rétti. 

Ef þú andar inn og út og skilar óttanum sem hún hefur sett á þig þá verður þú í sterkari stöðu. En þú getur ekki gert þetta einn. Ég myndi ráðleggja þér að fara í ráðgjöf til sérfræðings sem er karlmaður og er góður í meðvirkni. Eins skaltu prófa að fara á Al-anon fundi, þeir eru frábærir og þar getur þú fundið þér góðan sponsor sem aðstoðar þig við að taka ábyrgð á þér og börnunum þínum.

Varðandi framhjáhaldið, þá finnst mér það lýsa stöðu einstaklings sem er að reyna að finna allar leiðir til að fá maka sinn að samþykkja eitthvað sem hann vill. Það er ekki gott, hvorki fyrir þig né hana. Stundum í lífinu, þá veit maður betur en aðrir, fyrir sig. Þú þarft ekki hana með þér í lið í þessu máli. Þú hefur þig.

Konan þín hefur engan rétt á að stjórna þér svona, hvað þá að hóta þér. Óeðlileg stjórnun er andlegt ofbeldi að mínu mati og við verðum öll sek um slíkt á einhverjum tímapunktum í lífinu, stundum án þess að gera okkur grein fyrir því.

Skoðaðu hvað hún er að gera út frá því í hvaða stöðu hún er í sjálf. Óttast hún að vera ein? Stígamót og Bjarkarhlíð eru góðir staðir að fá aðstoð þegar kemur að andlegu og líkamlegu ofbeldi. Líka fyrir karlmenn.

Við fáum eitt líf á þessari jörðu og ekkert réttlætir ofbeldi gegn okkur. Ef þú heldur þér opnum og kærleiksríkum og ert duglegur að tala um málið og fá aðstoð, þá færðu fólk með þér. Slepptu því bara að tala við konuna þína um hvort þú elskir hana eða ekki. Þetta snýst um að koma súrefni inn í samband ykkar, þetta snýst um ofbeldi og meðvirkni og í slíkum samböndum er ást ekki einu sinni umræðuefni að mínu mati. Ást er ákvörðun sem erfitt er að taka þegar ótti og ofbeldi eru með í spilinu. 

Að lokum langar mig að segja eitt. Við sem höfum farið í gegnum skilnað, höfum oft og tíðum séð okkar 50% hlut seinna í ferlinu og þannig höfum við getað tekið ábyrgð á okkar hlut, gert hann upp við okkur og fyrrverandi maka og það heilar sambönd. Þú og kona þín þurfið að eiga samband inn í framtíðina sökum barna ykkar. Ef þú velur þér ráðgjafa sem hefur farið í gegnum þessa vinnu og á sjálfur gott samband við fyrrverandi maka ertu í góðum höndum.

Gangi þér rosalega vel. Ég sendi ljós, kraft og jákvæða strauma í þína átt.

Kær kveðja, Elínrós Líndal.

Ertu með spurningu fyrir Elínrós. Sendu hana hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Biggest Loser-þjálfari genginn út

Í gær, 23:47 Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

Í gær, 21:00 „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

Í gær, 18:00 Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

Í gær, 15:00 Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

Í gær, 12:00 „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

Í gær, 09:00 Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

Í gær, 05:30 Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

í fyrradag „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

í fyrradag Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

í fyrradag Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

í fyrradag Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

í fyrradag „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

í fyrradag Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

15.11. Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

15.11. Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

15.11. Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15.11. Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

15.11. Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

15.11. Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

15.11. Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

14.11. Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »