Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar í stuði

Hjónin Ragnar Þór Jónsson og Auður Lilja Davíðsdóttir.
Hjónin Ragnar Þór Jónsson og Auður Lilja Davíðsdóttir. Ljósmynd/Kristinn Hauksson

Það var glatt á hjalla í Þjóðleikhúsinu á föstudagkvöldið þegar Öryggismiðstöðin hélt sinn árlega haustfagnað. Sjálfur Bjartmar Guðlaugsson steig á svið og hélt hörkugóða tónleika eins og honum einum er lagið. Kappinn flutti flesta af gömlu slögurunum sínum við mikinn fögnuð um 600 gesta sem fylltu Þjóðleikhúsið. Eftir hlé stigu Naglbítarnir á svið og héldu uppi stuðinu af miklum krafti.

Öryggismiðstöðin bauð starfsmönnum sínum og viðskiptavinum á viðburðinn sem er orðinn fastur í sessi hjá fyrirtækinu.

„Þetta heppnaðist mjög vel og það er frábært að geta boðið starfsmönnum og viðskiptavinum í svona flotta tónlistarveislu í þessu magnaða húsi sem Þjóðleikhúsið er. Kjarninn í viðburðinum er að bjóða upp á íslenska tónlist eins og hún gerist best. Við höfum áður verið með Mugison, Fjallabræður, Kaleo, Hjálma, Valdimar og fleiri bönd. Bjartmar og Naglbítarnir voru í miklu stuði þannig að nú tekur við að finna atriði fyrir næsta ár sem verður a.m.k. á pari við þá. Við gerum okkar besta og förum að leggja höfuðið í bleyti fljótlega,“ segir Ómar Örn Jónsson, markaðsstjóri Öryggismiðstöðvarinnar.

Ómar Rafn Halldórsson og Ómar Örn Jónsson.
Ómar Rafn Halldórsson og Ómar Örn Jónsson.
Daníel Ingi Þórisson og Jenna Kristín Jensdóttir.
Daníel Ingi Þórisson og Jenna Kristín Jensdóttir.
Róbert Róbertsson og Hallur Jónasson.
Róbert Róbertsson og Hallur Jónasson.
Fanndís Guðjónsdóttir og Sölvi Melax.
Fanndís Guðjónsdóttir og Sölvi Melax.
Valgý Arna Eriksdóttir, Guðrún Ása Eysteinsdóttir og Katrín Ósk Aldan.
Valgý Arna Eriksdóttir, Guðrún Ása Eysteinsdóttir og Katrín Ósk Aldan.
Daði Veigarsson og Reynir Valbergs.
Daði Veigarsson og Reynir Valbergs.
Hjörleifur Þór Jakobsson og Ragnar Þór Jónsson.
Hjörleifur Þór Jakobsson og Ragnar Þór Jónsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál