Samningatækni nýtist vel í lífinu

Helga Jónsdóttir, Dóra Sif Tynes og Bryndís Hlöðversdóttir.
Helga Jónsdóttir, Dóra Sif Tynes og Bryndís Hlöðversdóttir. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson

Útgáfu bókarinnar Samningatækni eftir Aðalstein Leifsson var fagnað í Bókabúð Máls og menningar að viðstöddu fjölmenni á dögunum. Hann er lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík þar sem hann hefur kennt samningatækni við góðan orðstír til fjölda ára. Aðalsteinn hefur veitt ráðgjöf og þjálfað stjórnendur og starfsmenn fjölmargra fyrirtækja bæði hér á landi og erlendis í samningatækni.

Í útgáfuboðinu var mikið fjör en Halldór Gylfason, leikari og skemmtikraftur, steig á stokk og spilaði og söng eins og honum einum er lagið. 

Aðalsteinn hefur kennt samningatækni við góðan orðstír til fjölda ára en hann sagði veigamestu samningana eiga sér stað innan veggja heimilanna. Samningaviðræður eru hluti af daglegu lífi fólks, hvort sem er í starfi, vegna persónulegra fjármála eða í samskiptum við fjölskyldu og vini.

Samningatækni fjallar um hvernig þú getur staðið á þínu þegar tekist er á um eitt atriði eins og verð, hvernig best er stýra viðræðum frá átökum og byggja upp traust og samstarf og hvernig þú getur undirbúið þig og náð árangri í krefjandi aðstæðum. Í bókinni er fjöldi raunverulegra dæma, verkefni sem lesendur geta spreytt sig á og hagnýt ráð fyrir mikilvægar samningaviðræður sem allir standa frammi fyrir á lífsleiðinni.

„Samningatæknin sem ég lærði hjá Aðalsteini hefur nýst mér mjög vel, ekki bara í starfi heldur einnig í lífinu sjálfu. Ég fagna þessari bók innilega og á eftir að nota hana mikið og ekki spillir fyrir að hún er afskaplega skemmtileg,“ segir Jóhanna Vigdís Arnardóttir, leikkona og verkefnastjóri. 
 

Halldór Gylfason söng fyrir gesti.
Halldór Gylfason söng fyrir gesti. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson
Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson
Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson
Dögg Hjaltalín, Aðalsteinn Leifsson og Ágústa Þóra Jónsdóttir.
Dögg Hjaltalín, Aðalsteinn Leifsson og Ágústa Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson
Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson
Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson
Aðalsteinn Leifsson.
Aðalsteinn Leifsson. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson
Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson
Aðalsteinn Leifsson og Halldór Gylfason.
Aðalsteinn Leifsson og Halldór Gylfason. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson
Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson
Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson
Erling Freyr Guðmundsson er hér lengst til vinstri á myndinni.
Erling Freyr Guðmundsson er hér lengst til vinstri á myndinni. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson
Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál