Fannar Sveins mætti með soninn

Ný grínsería hefur litið dagsins ljós, Venjulegt fólk, og var hún frumsýnd í Smárabíói fyrir helgi. Fannar Sveinsson leikstjóri mætti með son sinn, Eyvind, sem er alveg að verða eins árs. Fannar varð þekktur þegar hann byrjaði með þáttinn Hraðfréttir ásamt Benedikt Valssyni. Þættirnir byrjuðu á mbl.is en fluttu svo yfir á RÚV. 

Húmor Fannars skín í gegn í þáttununum en hann skrifar handritið ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur, Júlíönu Söru Gunnarsdóttur og Dóra DNA. 

Með aðalhlutverk þáttanna fara Vala Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir og Júlí­ana Sara Gunn­ars­dótt­ir, Hilm­ar Guðjóns­son og Arn­mund­ur Ernst Backm­an. 

Fjöldi gesta mætti á frumsýningu þessara tveggja þátta sem eru komnir í heild sinni inn á Sjónvarp Símans Premium. Þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson stórleikari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál