Allt á útopnu á Dönsku kránni

Það hefur verið hefð á Den Danske Kro, Dönsku kránni, að halda veglega upp á J-daginn, þegar Tuborg-jólabjórinn kemur í sölu á helstu börum landsins. Það var húllumhæ frá hádegi með tilheyrandi stuði, tombólu fyrir gesti, svo kom lúðrasveit Hafnarfjarðar og spilaði. Með þessu öllu var boðið upp á léttar veitingar. Sverrir Bergmann og Halldór Fjallabróðir spiluðu fyrir gesti. Það er hefð að þeir félagar telji niður í sölu á fyrsta Tuborg-jólabjórnum á Dönsku kránni og spili svo fyrir gesti áfram. 

Eftirvæntingin leyndi sér ekki meðal gesta sem biðu eftir að smakka Tuborg-jólabjórinn og voru yfir 500 manns sem mættu bæði á Den Danske Kro yfir daginn og í J-dagsgöngu Ölgerðarinnar sem hófst fyrir utan Dönsku krána. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál