Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

Konurnar voru spenntar þegar þær mættu í Epal til þess …
Konurnar voru spenntar þegar þær mættu í Epal til þess að mála sinn eigin Omaggio-vasa.

Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni í gær og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur.  

Bloggararnir Berglind Guðmundsdóttir og Þórunn Ívarsdóttir reyndu við rendurnar með ágætis útkomu en annars fékk hugmyndaflugið að ráða för. Á meðan jólatónlist ómaði í tækinu málaði Þórunn Högnadóttir vasann sinn doppóttan og fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir málaði fallega kjóla, jólakjóla, á sinn vasa. 

Vasarnir fá sömu meðferð og aðrir vasar frá Kähler sem hefur framleitt vörur sínar í sömu verksmiðju í yfir 150 ár. Þess vegna verða keramikvasarnir sendir til Danmerkur í brennslu og má búast við að litir og áferð vasanna taki einhverjum breytingum við það.  

Omaggio vasinn með bronslituðu röndunum gerði allt vitlaust árið 2014.
Omaggio vasinn með bronslituðu röndunum gerði allt vitlaust árið 2014. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Björk Eiðsdóttir, Sigríður Elín Ásmundsdóttir og Þórunn Högnadóttir.
Björk Eiðsdóttir, Sigríður Elín Ásmundsdóttir og Þórunn Högnadóttir.
Andrea Magnúsdóttir og Soffía Dögg Garðarsdóttir.
Andrea Magnúsdóttir og Soffía Dögg Garðarsdóttir.
Svana á Svart á hvítu málaði frá hjartanu.
Svana á Svart á hvítu málaði frá hjartanu.
Starfsmenn Epal fóru yfir réttu handtökin.
Starfsmenn Epal fóru yfir réttu handtökin.
Myndskreytirinn og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir var á heimavelli.
Myndskreytirinn og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir var á heimavelli.
Sérstaka diska þarf til að mála rendurnar á vasann fræga.
Sérstaka diska þarf til að mála rendurnar á vasann fræga.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál