Vera Illugadóttir lét sig ekki vanta

<p>Vera Illugadóttir lét sig ekki vanta þegar bók Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur var fagnað. Sú fyrrnefnda las upp úr bókinni eða nánartiltekið uppskrift af Bao-bönunum. Lesturinn vakti mikla kátínu meðal gestanna. </p> <p>Vel var mætt í útgáfuboðið, Grænkerakrásir, sem haldið var á Kex á dögunum. Svo kom </p> <p>Jakob Birgisson sem flutti öruppistand og prinsinn sjálfur af Póló flutti ljúfa tóna og tók þar á meðal eitt lag við uppskrift úr bókinni. Lagið fékk heitið „Bulsur í þremur búningum“. </p> <br/><div><span>„Heill heimur opnaðist fyrir mér þegar ég varð vegan og ég trúði varla möguleikunum sem öll þessi hráefni bjóða upp á; kryddin, ferska grænmetið, baunirnar, ávextirnir, jurtirnar, hneturnar, fræin. Pastað! Pizzurnar! Hamborgararnir! Kökurnar, kruðeríið og sælgætið. Og sósurnar – maður lifandi, sósurnar,“ segir Guðrún Sóley í bók sinni. </span></div> <span>Rut Sigurðardóttir tók myndirnar í bókinni en Ágústa Arnardóttir stíliseraði. </span>
mbl.is