Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

Daníel Ágúst Haraldsson var tígulegur á sýningunni ásamt Damon Younger …
Daníel Ágúst Haraldsson var tígulegur á sýningunni ásamt Damon Younger leikara og Sögu Ásgeirsdóttur. Ljósmynd/Aðsend

Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019.

Í verkum sýningarinnar vinnur Ásdís með þríhyrningsformið og beinir athyglinni að breytileika þess og ólíkum birtingarmyndum í náttúrunni annars vegar og hinum manngerða heimi hins vegar. Á sýningunni leitast Ásdís við að sameina ólíka heima, náttúruna og borgarlandslag þannig að úr verði óhlutbundin upplifun með vísun í báða heima. Skynjun leikur lykilhlutverk í málverkum Ásdísar og vinnur hún með sýnilega/ósýnilega tvískiptingu í marglaga málverkum, og nýtir sér eiginleika mismunandi efna til að skapa margslungin verk sem bjóða upp á virk samskipti við áhorfendur og umhverfi sitt, bregðast við breytingum á birtu og stöðu áhorfandans í rýminu.

Í verkum sínum setur Ásdís Spanó fram frumspekilegar og óhlutbundnar birtingarmyndir heimsins þar sem tilbúni hluti hans og náttúran lifa hlið við hlið í viðkvæmu en flóknu bandalagi. List Ásdísar rambar á mörkum tjástefnu og naumhyggjulistar, finnur jafnvægi á milli ólíkra þátta og sameinar þá í upphafinni fagurfræði.

Notkun ólíkra efna – bleks, vatns, olíulita og spreys – í verkum Ásdísar víkkar út möguleika málverksins og vekur upp djúpstæða og ævaforna áskorun: Tilraunir mannsins til að breyta náttúrunni og laga hana að sínum eigin vilja.

Opnunin fór vel af stað og fjölmennti fólk á sýninguna um helgina. 

Soffía Sigurgeirsdóttir almannatengill og Arna Gerður Bang alþjóðastjórnmálafræðingur.
Soffía Sigurgeirsdóttir almannatengill og Arna Gerður Bang alþjóðastjórnmálafræðingur.
Hildur Ása Henrýsdóttir myndlistarkona, Ásdís Spanó og Helga Óskarsdóttir ristjóri …
Hildur Ása Henrýsdóttir myndlistarkona, Ásdís Spanó og Helga Óskarsdóttir ristjóri og myndlistarkona. Ljósmynd/Aðsend
Listakonan Ásdís Spanó ásamt ljósmyndaranum Daniel Leeb, Ásdísi Sif Gunnarsdóttur …
Listakonan Ásdís Spanó ásamt ljósmyndaranum Daniel Leeb, Ásdísi Sif Gunnarsdóttur myndlistakonu og Friðriki Karlssyni tónlistarmanni.
Verkin hennar Ásdísar vöktu lukku á meðal gesta.
Verkin hennar Ásdísar vöktu lukku á meðal gesta. Ljósmynd/Aðsend
Oddný Magnea, Ólafur Frímann, Soffía Sigurgeirsdóttir og Bergur Rósinkrans.
Oddný Magnea, Ólafur Frímann, Soffía Sigurgeirsdóttir og Bergur Rósinkrans. Ljósmynd/Aðsend
Krummi Arnar Bang og Tristan Ari Bang Margeirssynir virtu fyrir …
Krummi Arnar Bang og Tristan Ari Bang Margeirssynir virtu fyrir sér listaverkin á sýningunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál