Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Fyrirtækin tvö hófu samstarf í ágúst í fyrra þegar ný sumarlína var kynnt. Sumarlínan samanstendur af fjórum flíkum, flísvesti og þremur jökkum, og vöktu þær mikla athygli gesta á sérstökum opnunarviðburði sumarlínunnar á Laugaveginum. Allar vörurnar í samstarfinu eru úr tæknilegum efnum og framleiddar af 66°Norður í takmörkuðu upplagi.

Fyrirtækin kynntu áframhaldandi samstarf á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í ágúst sl. fyrir veturinn 2019. Vetrarlínan sem kemur í verslanir í haust mun samanstanda af dúnúlpu, dúnvesti, kjól, trefli og tösku. Innblástur fyrir nýju línuna var sóttur í vetrarlínu og sjófataarfleifð 66°Norður með skemmtilegum og ferskum blæ frá danska kvenfatamerkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál