Kristján Árni opnaði eigið gallerí

Ingibjörg Örlygsdóttir, betur þekkt sem Inga á Nasa, Kristján Árni …
Ingibjörg Örlygsdóttir, betur þekkt sem Inga á Nasa, Kristján Árni Baldvinsson og eiginkona hans Bryndís Ottósdóttir.

Það var skemmtileg stemmning meðal um 200 gesta þegar nýtt listagallerí var opnað með pompi og prakt í Hafnarfirði um helgina. Sýningarsalurinn ber heitið Gallerí GAFL - Listhús við Lækinn og er staðsett í hjarta Hafnarfjarðar í fallegu húsnæði að Lækjargötu 34c. Kristján Árni Baldvinsson er eigandi gallerísins og hefur hann lagt mikið í nýja húsnæðið, marmari er á gólfum og sérhönnuð lýsing sem er nauðsynleg þegar kemur að sýningu verka. Opnunarsýningin var á eigin verkum Kristjáns Árna.

„Það var stór stund að opna eigið gallerí og sýningu um leið en þetta hefur verið nokkuð langur aðdragandi. Ég keypti húsnæðið 2014 og stóðu breytingar á húsnæðinu yfir í um tvö ár, en ég hef verið að vinna að þessari sýningu meira og minna síðan. Þetta húsnæði er um leið vinnustofa mín, en er samt sérstaklega hannað með sýningar í huga. Það var mjög ánægjulegt að fá svo marga góða gesti og ég er afar ánægður með hvernig til tókst,“ segir listamaðurinn sem á langan feril að baki í myndlist. 

„Það sem komið hefur hvað mest á óvart er hversu margir myndlistarmenn hafa komið að máli við mig sem hafa áhuga á að halda sýningar í þessu húsnæði,“ segir Kristján. 

„Það er svolítið merkilegt að ég skuli muna nákvæmlega hvenær myndlistaráhugi minn vaknaði, en það var 20. nóvember 1973 ég þá nýorðinn tvítugur. Ég var á gangi í Hafnarstrætinu í Reykjavík og varð litið inn um búðarglugga þar sem ég sá málverk sem heillaði mig það mikið að ég fór inn og spurðist fyrir um þetta málverk. Mér var tjáð að Kristján Davíðsson væri með myndlistarsýningu í búðinni. Sama dag keypti ég mér striga, olíuliti og pensla og byrjaði að mála. Síðan eru liðin 45 ár og ég hef verið að mála allan tímann síðan, með hléum þó. Ég hef alla tíð verið heillaður af óhlutbundinni list. Ég velti aldrei fyrir mér hvað ég sjái út úr málverkinu heldur hvaða áhrif það hefur á mig,“ segir Kristján.

Hann segir að til greina komi að leigja út salinn til sýninga á verkum annarra listamanna ef áhugi er fyrir því. Sýningin verður opin milli klukkan 16 og 18 virka daga og klukkan 14-17 um helgar.

Gísli Guðmundsson og Arney Þórarinsdóttir.
Gísli Guðmundsson og Arney Þórarinsdóttir.
Birgir Bjarnason og Agla Sól Pétursdóttir.
Birgir Bjarnason og Agla Sól Pétursdóttir.
Anna Gyða Gylfadóttir og Sif Ásthildur Guðbjartsdóttir.
Anna Gyða Gylfadóttir og Sif Ásthildur Guðbjartsdóttir.
Sverrir Guðmundsson og Guðrún S. Ólafsdóttir.
Sverrir Guðmundsson og Guðrún S. Ólafsdóttir.
Vilborg Edda Jóhannsdóttir, Viktor Urbancic og Sigfús B. Sverrisson.
Vilborg Edda Jóhannsdóttir, Viktor Urbancic og Sigfús B. Sverrisson.
Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, og kærasta hans Rannveig …
Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, og kærasta hans Rannveig Bjarnadóttir.
Rannveig Ása Guðmundsdóttir, Ármann Davíð Sigurðsson, Ragna Björk Kristjánsdóttir, Friðrik …
Rannveig Ása Guðmundsdóttir, Ármann Davíð Sigurðsson, Ragna Björk Kristjánsdóttir, Friðrik Darri Pétursson og Pétur Geir Kristjánsson.
Árni Björn Kristjánsson og Guðrún Ósk Maríasdóttir.
Árni Björn Kristjánsson og Guðrún Ósk Maríasdóttir.
Bjarni Sigurðsson og Bárður Tryggvason.
Bjarni Sigurðsson og Bárður Tryggvason.
Kristján Árni Baldvinsson og Viktor Urbancic.
Kristján Árni Baldvinsson og Viktor Urbancic.
Kristján Árni Baldvinsson og Íris Rut Erlingsdóttir.
Kristján Árni Baldvinsson og Íris Rut Erlingsdóttir.
Þorsteinn Pálmarsson, Jón Thor Gíslason og Kristbergur Á. Pétursson.
Þorsteinn Pálmarsson, Jón Thor Gíslason og Kristbergur Á. Pétursson.
Bryndís Ottósdóttir og Rannveig Ása Guðmundsdóttir.
Bryndís Ottósdóttir og Rannveig Ása Guðmundsdóttir.
Reynir Kristinsson, Friðrik Þór Halldórsson og Viktor Urbancic.
Reynir Kristinsson, Friðrik Þór Halldórsson og Viktor Urbancic.
Sigurlaug Sveinsdóttir og Sigurður Vilhelmsson.
Sigurlaug Sveinsdóttir og Sigurður Vilhelmsson.
Bjarni Sigurðsson, Kristján Árni Baldvinsson og Ólafur Sörli Kristmundsson.
Bjarni Sigurðsson, Kristján Árni Baldvinsson og Ólafur Sörli Kristmundsson.
mbl.is