Litríkir leiðtogar veita hjálparhönd

Guðríður Sigurðardóttir, Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti …
Guðríður Sigurðardóttir, Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og frú Eliza Reid, forsetafrú. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frú Vigdís Finnbogadóttir, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Eliza Reid forsetafrú voru mættar í Veröld, Hús Vigdísar í gær til að afhjúpa Mæðrablómið en þær styðja við átakið. Mæðrablómið er selt til að styrka Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar. Mæðrablómið í ár er hannað af Þórunni Árnadóttur hönnuði og er það kerti með leyniskilaboðum í botninum. 

Eins og sést á myndunum var ljúf og góð stemning í Húsi Vigdísar. 

„Sjóður­inn ein­beit­ir sér að því að styrkja kon­ur sem þurfa hjálp­ar­hönd til að afla sér mennt­un­ar. Í gegn­um sjóðinn fá þær fjár­hags­styrk, sem ger­ir oft gæfumun­inn í því að þær geti sest á skóla­bekk án þess að vera að demba sér í djúp­ar skuld­ir, styrk­ur­inn borg­ar kostnað við skóla­gjöld og bæk­ur. En svo er það mín til­finn­ing að það sé líka mik­il hvatn­ing að finna að það eru til bjargráð og ein­hver sem trú­ir á þig og við trú­um svo sann­ar­lega á þess­ar mögnuðu kon­ur sem fá styrk­ina. Þær eru með of­ur­kröft­um að rífa sig upp úr hjólfari og vilja og geta breytt lífi sínu. Við vit­um að mennt­un er alltaf til góðs ekki bara upp á að fá betra starf en líka til að efla styrkþega per­sónu­lega.  Við erum að safna fé allt árið með því að senda styrkt­ar­beiðnir til fyr­ir­tækja en þetta söfn­un­ar­átak ger­ir það von­andi að verk­um að við eig­um nægt fé til að þurfa ekki að hafna um­sækj­end­um um styrki,“ sagði Guðríður Sigurðardóttir formaður Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar í viðtali á þriðjudaginn. 

Áslaug Ágústsdóttir, Anna H. Pétursdóttir og Sigrún K. Sigurjónsdóttir.
Áslaug Ágústsdóttir, Anna H. Pétursdóttir og Sigrún K. Sigurjónsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Guðríður Sigurðardóttir, Eliza Reid og Guðrún Inga Ingólfsdóttir.
Guðríður Sigurðardóttir, Eliza Reid og Guðrún Inga Ingólfsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sigrún V. Berndsen, Íris Blómlaug Jack og Valdís Eva Huldudóttir.
Sigrún V. Berndsen, Íris Blómlaug Jack og Valdís Eva Huldudóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Lilja Alfreðsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir.
Lilja Alfreðsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þórunn Árnadóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir og Eliza Reid.
Þórunn Árnadóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir og Eliza Reid. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sunneva Þrándardóttir og Eliza Reid.
Sunneva Þrándardóttir og Eliza Reid. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þórunn Árnadóttir, Valdís Eva Huldudóttir og Sigrún K. Sigurjónsdóttir.
Þórunn Árnadóttir, Valdís Eva Huldudóttir og Sigrún K. Sigurjónsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál