Mega hönnunarpartí í Geysi

Verslunin Geysir Heima stóð fyrir einum af vinsælustu viðkomustöðunum á HönnunarMars þetta árið. Fullt var út úr dyrum við opnun sýningar Geysis Heima á HönnunarMars því að þessu sinni voru sýnd verk frá tveimur vinsælum hönnunarteymum í versluninni. 

Bæði Theodóra Alfreðsdóttir og hönnunarteymið 1+1+1 eru gera garðinn frægan þessa dagana og sýndu nýjustu verk sín í Geysi Heima yfir hönnunardagana og því var verslunin troðfull af erlendum fjölmiðlum og helstu hönnunarvitum landsins við opnun sýningarinnar. 

Theodóra lauk mastersnámi í vöruhönnun frá The Royal College of Art í London árið 2015 og hefur síðan þá unnið í London að eigin verkefnum ásamt því að vinna fyrir aðra hönnuði, svo sem Philippe Malouin og Bethan Laura Wood. Verk hennar snúast um þá sögu sem hlutir geta sagt okkur; verið til vitnis um framleiðsluferlið sem þeir fóru í gegnum, sagt til um hvað gerðist milli vélar, verkfæris, handverksmanns og efnis með það að leiðarljósi að endurskoða gildi efnisheimsins í kring um okkur. 

1+1+1 er tilraunakennt samstarf þriggja hönnunarteyma - Hugdetta frá Íslandi, Aalto+Aalto frá Finlandi og Petra Lilja frá Svíþjóð. Teymið notar óvenjulega og súríalísla aðferð við að hanna nýja hluti. Hvert teymi hannar hlut í þremur pörtum og er þeim síðan blandað saman við vörur hinna teymanna. Útkoman er óútreiknanlegir nýjir hlutir sem enginn gat séð fyrir.

Verslunin stendur reglulega fyrir lista- og hönnunarsýningum og er þar starfrækt gallerí í versluninni sem einfaldlega nefnist Kjallarinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál